Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 41

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 41
Sitthvað um skattamál Iágústmánuði ár hvert kemur fólk hingað með álagningarseðla sína og fær okkur til meðferðar og biður okkur um leið oft á tíðum að leita einhverrar ívilnunar eða lækkunar hjá skattayfirvöldum, enda hver smáviðbót í álagningu þessa fólks ærin ábót miðað við hin bágu kjör sem flestir búa við. Einkum kemur fólki á óvart ef eftirstöðvar eru ein- hverjar, haldandi sig eðlilega hafa greitt það sem því ber með staðgreiðslunni. Sannast sagna er erindum okkar um einhverja lækkun oftast vel tekið, enda rökstuðningur alltraustur að baki beiðnum og læknisvottorð með í farteskinu. Framtals- nefnd Reykjavíkur sem flest erindin fær á t.d. sannan sóma skilinn fyrir það hversu erindum er tekið með alúð og úrlausn. Sama má segja um skattstjóra- embættið í Reykjavík en aðra sögu væri einnig unnt af öðrum að segja, en verður ekki gjört hér nú. Oft eru eftirstöðvar sem greiða skal síðari hluta ársins ekki nema fáein þúsund og mundi flestum ekki blöskra að borga, nema þeim sem búa við þann hlut að hvert einasta þúsund er svo dýrmætt, enda svo fá í launa- umslagi hvers mánaðar. Oft byggist meginhluti eftirstöðva á gjaldi til Fram- kvæmdasjóðs aldraðra sem er þó tæpar 4000 kr. og það munar um þá upphæð í bókhaldi þessa bágstadda fólks. Þessu fólki finnst sem okkur vonandi öllum í sam- félaginu að Framkvæmdasjóður aldraðra sé hinn ágætasti og vill efla hann og þær framkvæmdir sem hann lögum samkvæmt á að fjármagna. Aðeins er um það spurning þegar gjaldið er skatttengt hvort nefskattur hæfi þar sem sá allslausi skal greiða jafnhátt gjald og t.d. FBA drengirnir svo dæmi um algjörar andstæður sé tekið. Menn bera sig gjarnan saman við þá sem eru á svipuðu tekjuróli og vita að lögum samkvæmt greiða þeir sem orðnir eru 70 ára ekki þetta gjald hversu svo sem tekjum þeirra er varið. Og í raun vitað að aldraðir eru margir hverjir snöggtum betur settir en öryrkinn að ekki sé meira sagt. Nú er það þó svo að það er lagaákvæði um tekjuvið- miðun frá upphafi lagasetningarinnar og samkvæmt því áttu hinir tekjulægstu öryrkjar að vera undanþegnir gjaldinu. Nú er það hins vegar svo að velflestir greiða Frá Gerðubergi. Skyldu þau ræða skattamál? þetta gjald og þess vegna fór ég að rifja upp þetta laga- ákvæði og þá kom augljós skýring fram í dagsljósið. “Tekjuviðmiðun þessi skal breytast árlega í samræmi við þær breytingar sem verða á persónuafslætti skv. 68. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt o.s.frv.” Persónuafsláttur hefur nefnilega hvergi nærri haldið raungildi sínu á undangengnum árum þ.e. frá setningu laganna 1988. Þar vantar gríðarlega upp á og veldur því t.d. sem mestu skiptir að skattur er nú tekinn af tryggingabótum einum sem víðs fjarri voru áður og auðvitað fylgir gjaldið í Framkvæmdasjóð aldraðra þessu lögmáli ef lögmál skyldi kalla. Eitt brýnasta verkefni launþegahreyfingarinnar og þá okkar fólks um leið snýr einmitt að stórhækkun persónuafsláttar, því hafi hann átt að heita sanngjarn og eðlilegur við upptöku staðgreiðslunnar sem ég hygg að hafi verið raunin þá er hann bæði ósanngjarn og rang- látur í dag. Að lokum þetta: Nærtækara verkefni löggjafans væri það að freista þess að koma böndum yfir meira og minna falinn gróða í samfélaginu heldur en að teygja sig svo langt sem raun ber vitni niður eftir tekju- stiganum hjá bláfátæku fólki. Og mætti hér segja amen eftir efninu. H.S. Hlerað í hornum Mamma hans Mumma skildi ekkert í því hvað hann var orðinn viljugur að fara út með hundinn þeirra á hverjxrm morgni og var með hann allan lið- langan daginn. Skýringuna fékk hún þegar hún brá sér niður í bæ, sá Mumma með hundinn sem var býsna stór og ekki alltof frýnilegur þar sem Mummi var að rukka mann einn um peninga gegn því að hann gætti þess að hundurinn grimmi gerði honum ekkert mein. *** Hjón ein vel við aldur ákváðu að tala við lækni sinn hvort þau ættu ekki að eignast eitt barn í viðbót. Læknirinn sagði að bezt væri nú að athuga fyrst hvort karl væri ennþá í lagi og sendi hann inn í herbergi með krukku svo hann gæti nú rannsakað sýni. Karl fer inn og brátt heyra þau miklar stunur innan úr herberginu og loks kemur karl út og biður eiginkonuna að koma og hjálpa sér og þegar hún er komin inn magnast stunurnar. Loks koma þau bæði fram kafrjóð í framan og karl segir: “Við erum búin bæði að reyna með báðum höndum en ekkert gengur. Við náum bara alls ekki lokinu af krukkunni”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.