Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 35
Árni Sal með ágætum vinum. skref í lífi sínu í ljósi þess að hann hafði íyrir ungri fjölskyldu að sjá. Hann sagði upp hinu vel launaða starfi í “Central Council” og setti á stofn alþjóðlegu samtökin MOBILITY INTER- NATIONAL. Um þetta leyti voru möguleikar á fleiri styrkjum í Evrópu til ferðalaga auk þess sem 10,000 punda styrkur frá ijármálaráð- herra Kuwait gerði Mobility International kleift að setja á stofn sína eigin skrifstofu og heíja mjög sérstaka starfsemi sem þróaðist með undraverðum hraða. Starfsemi Mobility International vatt upp á sig, hlaut athygli og virð- ingu fyrir frábært starf, starf sem hefur gefið þúsundum ungmenna tækifæri til að ferðast, fræðast og njóta samvista við ungt fólk í öðrum löndum. Núna eru 132 samtök aðilar að Mobility International frá 52 löndum. HLUTVERK, MARKMIÐ OG VERKEFNI MOBILITY INTERNATIONAL MI eru sjálfstæð samtök sem vinna að því að auka sjálfstæði og sjálfs- traust ungs fólks með fötlun með því að hvetja til endurhæfingar, blönd- unar og fullrar þátttöku í samfélag- inu. Stefnt er að jöfnum möguleikum allra og áhersla lögð á málefni fólks með fötlun sem mannréttindamál. MOBILITY INTERNATIONAL hef- ur unnið að þessum markmiðum sínum með því að: - benda fólki á mikilvægi sjálfsá- kvörðunarréttar og sjálfstæðis með því að standa að uppbyggjandi verk- efnum. - vinna að þátttöku fólks með fötlun í samfélaginu. - veita upplýsingar um ferðamögu- leika. - koma á tengslum milli samtaka fólks með fötlun og hvetja til sam- starfs þeirra. - standa að rannsóknum á ferða- möguleikum, aðgengi og almennri aðstöðu. - útvega styrki til ferðalaga. - standa að kynningarfundum, fyrir- lestrum, ráðsteínum, sýningum, einir sér eða í samstarfi við aðra. - hafa samstarf við og gera samninga við hvaða yfirvöld sem er, bæði ríkis- stjórnir, sveitarstjórnir og fleiri. - þróa samstarf við önnur evrópsk og alþjóðleg samtök með svipuð mark- mið. - þróa samstarf við stofnanir, s.s. há- skóla og fyrirtæki á öllum sviðum sem leitt getur til sjálfstæðis og aukinna möguleika fólks með fötlun. Mobility International vinnur með fólki á öllum aldri en leggur megináherslu á ungt fólk með sérstakar þarfir. Vegna starfs síns hefur MI hlotið verðskuldaða virð- ingu og traust á alþjóðlegum vett- vangi. Þar má nefna að MI hefur með höndum ráðgjafarhlutverk hjá Sameinuðu þjóðunum. MI starfar sem ráðgjafarstofnun við evrópskar stofnanir sem hafa með höndum mál- efni sem tengjast fólki með fötlun. Þá hefur MI beitt pólitískum þrýst- ingi innan Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Evrópu- þingsins. MI vinnur einnig með fjölda annarra samtaka í Evrópu, s.s. Evrópsku samráðssamtökunum í málefnum fatlaðra “European Disa- bility Forum”. Á þessum vettvangi leikur MI eitt af lykilhlutverkum í að veija hag og rétt og benda á mögu- leika fólks með fötlun í Evrópu. INNGANGA ÍSLENDINGA í MOBILITY INTERNATIONAL Anthony Lumley kom hingað til lands árið 1989, kynnti sér aðstæður og fundaði með þáverandi formanni, framkvæmdastjóra ÖBÍ og undir- rituðum. í þessum viðræðum bauð hann ÖBÍ að gerast aðili að Mobility International. Síðan þá hefur undirritaður verið tengiliður ÖBÍ við sam- tökin. Strax upp úr þessu var ákveðið að ÖBI yrði gestgjafi í samstarfi við MI vorið 1990. Þetta varð úr og hingað til lands kom hópur dauf- blinds fólks frá nokkrum Evrópulöndum sem naut íjölbreyttrar dagskrár bæði í Reykjavík og nágrenni og á Sauðár- króki og nágrenni. Undirritaður og Lilja Þorgeirsdóttir þáverandi félagsmálafulltrúi Sjálfsbjargar sáu um undirbúning og framkvæmd heimsóknarinnar. Þá kom hingað til lands vorið 1998 hópur hreyfi- hamlaðs fólks á mót sem ÖBÍ stóð að í samstarfi við samtökin. Jóhannes Guðbjartsson og undirritaður unnu að skipulagningu og framkvæmd þeirrar heimsóknar. Stærsti styrktaraðili MI er Evrópu- sambandið. Það gerir það að verkum að fargjöld eru niðurgreidd til fulltrúa frá Evrópusambands- löndunum. Eftir sem áður eru allar aðildarþjóðir MI utan ES velkoninar á viðkomandi viðburði en fá ekki niðurgreidd fargjöld. Hins vegar eru nokkur verkefni styrkt af Evrópu- ráðinu. Þar sem íslendingar eru aðil- ar að því fást þau verkefni sem Evrópuráðið styrkir niðurgreidd nánast að fullu. Samstarfið við MI hefur verið ein- staklega ánægjulegt, sérstaklega vegna þess að við höfum orðið vitni að hagnýtum árangri starfsins fyrir ungt fólk hér á landi. Á hverju ári frá inngöngu ÖBÍ í MI hefur ungt fólk frá Islandi tekið þátt í mótum og námskeiðum erlendis - s.s. tungu- málanámskeiðum, námskeiðum í mannlegum samskiptum og leiðtoga- námskeiðum þar sem fólk hefur fræðst, notið samvista við nýja vini erlendis og skemmt sér. Því vil ég hvetja alla þá sem áhuga hafa á ferða- lögum til útlanda á vegum MI eða vilja fá nánari upplýsingar um starf- semi samtakanna að hafa samband við undirritaðan á skrifstofu Öryrkja- bandalagsins. Helgi Hróðmarsson. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.