Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 4
“nærþjónustu” eru gjaman til þess eins fallnar að vekja þessum félögum okkar nístandi hroll sem snúist getur í hreina martröð ef sú hugmynd gengur eftir að vega og meta hvern þeirra í krónum og aurum, svo sveitungarnir viti nú örugglega hvað “ómaginn” kostar. Með aukinni kostnaðarvitund er síðan viðbúið að farið verði að huga að því hvað annað mætti nú gera fyrir hluta fjárins, eitthvað sem gæti komið fleirum til góða. Svo mikið er a.m.k. víst að þótt ráðuneytin kunni að vera erfið viðureignar, er veruleg hætta á að okkar fólki fallist algerlega hendur ef við setjum það í þá stöðu að sækja rétt sinn gagnvart sveitungum sínum. yrir okkur Islendinga er um- hugsunarvert að þær fáu þjóðir sem fært hafa málefni fatlaðra yfir til smærri stjórnsýslueininga hafa hver af annarri lent í margvíslegum vanda og eru nú byrjaðar að fikra sig til baka. Hér er þó um að ræða milljónaþjóðir og þær stjórnsýslu- einingar sem tekið hafa við mála- flokknum miklum mun stærri en hér gengur og gerist. Engu að síður eru þessar stóru einingar taldar full smáar til að axla ábyrgð á svo við- kvæmum, flóknum og vandmeð- fornum málaflokki. Á sama tíma og þessu fer fram sitjum við hér norður undir heimskautsbaug, 280 þúsund manns, og veltum því fyrir okkur í fullri alvöru að flytja þennan málaflokk yfir til 124 sveitarfélaga, vitandi að í um helmingi þeirra eru íbúar innan við 300 talsins. Svo frábrugðnar og sérstæðar eru hinar íslensku aðstæður að því verður ekki með nokkru viti haldið fram að með yfirfærslu málefna fatlaðra ffá ríki til sveitarfélaga værum við að feta í fótspor þeirra sem gert hafa þá tilraun að færa þessi málefni til smærri stjórnsýslu- eininga. Þvert á móti væri raunveru- leg hætta á því að þegar búið yrði að hengja verðmiðana um hálsinn á þeim fötluðu stæðu menn ekki aðeins frammi fyrir ógeðfelldum hreppaflutningum, heldur hefði okkur tekist að endurskapa hinn íslenska “sveitarómaga,” þvert á yfirlýst markmið um að draga úr sérgreiningu fatlaðra. Og varðandi það sem hér er sagt um afturhvarf til hreppaflutninga, þá hefur athygli okkar verið vakin á því að hvað sem ákvörðun Alþingis líði kunni sveitarfélög að geta beitt ýmsum aðferðum til að loka hreppamörkum fyrir "dýrum einstaklingum.” Samkvæmt lögum séu þau sjálf- stæðar stjórnsýslueiningar sem ekki megi ganga of nærri og þótt bók- stafur laga kunni að segja þeim að vinna saman að málefnum fatlaðra sé ekkert sem skyldi þau til að hlýða því kalli. Hér hefur í stuttu máli verið reynt að gera grein fyrir meginkjarna þess ótta sem orðið hefur okkar fólki tilefni til að hvetja stjórnvöld til að hverfa frá fyrirhugaðri yfirfærslu og snúa sér þess í stað að því að útvíkka og styrkja lögin um málefni fatlaðra. Það er skoðun okkar fólks að þetta megi m.a. gera með því að lögfesta margt af því góða sem þrátt fyrir allt hefur komið út úr þeirri vinnu sem lögð hefur verið í frumvarp um félagsþjónustu sveitar- félaga og fylgifrumvörp þess. Það starf hefur ekki verið unnið fyrir gýg, þótt ríkisvaldið beri áfram ábyrgð á málefnum fatlaðra. Til að koma okkar sjónarmiðum eins vel til skila og mér er unnt hef ég forðast að ergja mig á þeim alvarlega ágalla sem líklegastur er til að fá mestan tíma í meðforum þings og fjölmiðla, en það er ljármagnsþátt- urinn. En svo ótrúlegt sem það nú er djarfar ekki einu sinni, þegar þetta er ritað, fyrir þeirri óhjákvæmilegu undir- stöðu í því firumvarpi sem fyrir liggur, og vitaskuld ekki nokkur leið fyrir þing og þjóð að meta málið heildstætt fyrr en búið er að komast að einhverri niðurstöðu um slíkt lykilatriði. Þótt engar væru efasemdirnar um sjálfa yfirfærsluna og fjármögnunin ein eftir, þyrfiti löggjafinn að binda þar allræki- lega um hnúta til að Öryrkjabandalagið myndi ljá máls á ævintýrinu. Reynslan af framkvæmdasjóði fatlaðra, að ekki sé nú talað um dýrkeyptan feril trygg- ingamálaráðherra, hefur einfaldlega kennt okkur að í málefnum fatlaðra skortir verulega á að ráðamenn hafi ábyrgðartilfinningu sem til þarf svo við getum treyst þeim. Garðar Sverrisson Hlerað í hornum “Get ég tryggt bílinn minn gegn bruna?”, spurði maður einn trygginga- salann. “Auðvitað, en viltu ekki líka láta tryggja hann fyrir þjófnaði?”. “Ertu galinn? Hver heldurðu að fari að stela brunnum bíl”. Auglýsing uppi á vegg í kaupfélagi einu eystra: Bútasala, bútasala. Allir bútar seldir í heilu lagi. Fundur um yfirfærslu Hinn 15. september sl. boðaði Öryrkjabandalag Islands til vinnufund- ar um afstöðuna til yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitar- félaga s.s. uppi eru áform um og frumvörp þ.a.l. þegar lögð fyrir Alþingi sl. vetur og munu endurflutt nú. Fundurinn var haldinn í sal Blindra- félagsins að Hamrahlíð 17 og fór ijarska vel um mannskapinn. Fundinn sátu fulltrúar 20 félaga, fundarstjórar voru Gísli Helgason og Guðríður Olafsdóttir. Framsöguræður fluttu Garðar Sverrisson og Helgi Seljan . Alls tóku 15 fundarmenn til máls og voru mjög á einu máli um það að margs þyrfti að gæta við slíka yfirfærslu, sem hvergi nærri væri tímabær. Mörg álitaefni voru reifuð og rædd og ekki hvað sízt óljóst um fjármagn er fylgja skyldi. Þá var minnt á smæð sveitarfélaga og erfiða stöðu margra þeirra í dag og eins þótti mönnum afnám sérlaga um málefni fatlaðra vafasamt mjög og varasamt um leið. Niðurstaða fundarins var sú að fela framkvæmdastjórn að leggja afstöðu til málsins fyrir aðalstjórnar- fund á grundvelli þeirra viðhorfa sem fram komu á fundinum. Nánar í desemberblaði. Blindrafélaginu eru færðar góðar þakkir fyrir ágætar við- tökur. H.S. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.