Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Side 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Side 26
STEFNUMÓTUN í ENDURHÆFINGU Þverfagleg sýn Yfirlitsmynd af starfsramma um endurhæfingu r 4. tölublaði Fréttabréfs Oryrkja- bandalagsins 1999 var greint frá samantekt um stefnumörkun í endurhæfingu og tillögum þ.a.l. sem Félag íslenskra endurhæfingarlækna hafði sent frá sér. A vordögum nú á þessu ári barst svo hingað á borð glæný skýrsla frá þverfaglegum vinnuhópi um stefnu- mótun í endurhæfingu og sýn til framtíðar. Vinnuhópinn skipuðu þau Björk Pálsdóttir iðjuþjálfi, Hjördís Jónsdóttir endurhæfingarlæknir, Ingibjörg S. Kolbeins hjúkrunarfræð- ingur, Kalla Malmquist sjúkraþjálf- ari, Magnús Pálsson félagsráðgjafi, Sigríður Magnúsdóttir talmeina- fræðingur, Sveinn Finnbogason stoð- tækjafræðingur og Tryggvi Sigurðs- son sálfræðingur. Af þessari upptalningu má sjá að í hópnum var til staðar mikil víðtæk þekking og til viðbótar fjölþætt reynsla. Skýrslan er upp á 32 síður í A4 broti og kennir þar margra góðra grasa. I inngangi segir svo: “Skipu- lag endurhæfingarþjónustu hefur verið mikið til umræðu síðustu miss- eri hér á landi. Ekkert heildrænt skipulag hefur verið til og er það álit fagfólks að það hafi komið niður á þjónustunni”. í kaflanum um hug- myndafræði er um að ræða skilgrein- ingu, staðan í dag er tekin út og svo: “Koma þarf á samstarfi við stéttarfé- lög og atvinnumarkaðinn um at- vinnumál skjólstæðinga endurhæf- ingar en það myndi án efa leysa betur atvinnuúrræðin og fækka öryrkjum”. I niðurstöðum segir svo: “að sam- eiginlega heildarsýn faghópa og ráða- manna skorti”. r Ikaflanum um umhverfið segir svo í byrjun: “Erfiðlega hefur gengið að sinna endurhæfingarþörf bráða- sjúkrahúsanna, sérstaklega á Land- spítalanum. Engin heildarstefnu- mótun er fyrir hendi”. Síðan er vikið að stöðunni í dag og hver þáttur og stofnun tekin fyrir og greint frá starfsemi nú í hverju tilfelli m.a. fjölcla rúma í endurhæfingu. Aðeins minnt á hér endurhæfingar- stofnanir eða deildir sem upp eru taldar og grein gjörð fyrir: Endur- hæfingardeildir Landspítalans, End- urhæfingardeild Sjúkrahúss Reykja- víkur (skýrslan er samin fyrir sam- einingu), Heilsustofnun NLFI, Krist- nes og Reykjalundur. Svo er kafli um heilsugæsluna al- mennt í landinu, Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins, öldrunar- og lang- vistunarstofnanir og annars konar bú- setu s.s. sambýli og áfangastaði. Að lokum eru svo nefnd dæmi um staði sem koma að endurhæfingu: einka- stofur, Gigtlækningastöð Gigtarfé- lagsins, HL stöðvar í Reykjavík, á Akureyri og í Neskaupstað, Hæfing- arstöð á Akureyri, dagvist og sjúkra- þjálfun MS félagsins, Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og ýmis sjúkrahús og heilbrigðisstofn- anir. Þá er vikið að Tryggingastofnun ríkisins og heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti, Sjónstöð íslands, Heyrnar- og talmeinastöð íslands, gjörð grein fyrir stoðtækjaþjónustu, geðendurhæfingu og sjúkrahótelum. I leiðum til úrbóta er vikið að stjórnsýslunni og nauðsyn skýrrar stefnumótunar, lögð áhersla á virka samvinnu og sameiningu milli kerfa og stofnana og þar segir m.a.: “Kerf- ismúrar mega ekki koma í veg fyrir það að skjólstæðingur fái viðeigandi þjónustu”. Einnig er fjallað um samvinnu innan stofnunar. Annar sérkafli er svo um félags- kerfið og uppbyggingu þess m.a. fé- lagsmálastofnanir og svæðisskrif- stofur og þar segir um ferlinefndir: “Nauðsynlegt er að ferlinefndir sveitarfélaga séu virkar”. Þriðji sérkafli er svo um skóla- kerfið og þar fjallað sérstaklega um endurhæfingu eða hæfingu fatlaðra barna innan skólakerfisins. Þar segir “að hvar sem er, verði tryggð vönduð sérkennsla, hæfingar- og endur- hæfingarþjónusta og annar stuðningur”: Fjórði sérkaflinn er svo um at- vinnukerfið og minnt á fá opinber úr- 26

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.