Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 26
STEFNUMÓTUN í ENDURHÆFINGU Þverfagleg sýn Yfirlitsmynd af starfsramma um endurhæfingu r 4. tölublaði Fréttabréfs Oryrkja- bandalagsins 1999 var greint frá samantekt um stefnumörkun í endurhæfingu og tillögum þ.a.l. sem Félag íslenskra endurhæfingarlækna hafði sent frá sér. A vordögum nú á þessu ári barst svo hingað á borð glæný skýrsla frá þverfaglegum vinnuhópi um stefnu- mótun í endurhæfingu og sýn til framtíðar. Vinnuhópinn skipuðu þau Björk Pálsdóttir iðjuþjálfi, Hjördís Jónsdóttir endurhæfingarlæknir, Ingibjörg S. Kolbeins hjúkrunarfræð- ingur, Kalla Malmquist sjúkraþjálf- ari, Magnús Pálsson félagsráðgjafi, Sigríður Magnúsdóttir talmeina- fræðingur, Sveinn Finnbogason stoð- tækjafræðingur og Tryggvi Sigurðs- son sálfræðingur. Af þessari upptalningu má sjá að í hópnum var til staðar mikil víðtæk þekking og til viðbótar fjölþætt reynsla. Skýrslan er upp á 32 síður í A4 broti og kennir þar margra góðra grasa. I inngangi segir svo: “Skipu- lag endurhæfingarþjónustu hefur verið mikið til umræðu síðustu miss- eri hér á landi. Ekkert heildrænt skipulag hefur verið til og er það álit fagfólks að það hafi komið niður á þjónustunni”. í kaflanum um hug- myndafræði er um að ræða skilgrein- ingu, staðan í dag er tekin út og svo: “Koma þarf á samstarfi við stéttarfé- lög og atvinnumarkaðinn um at- vinnumál skjólstæðinga endurhæf- ingar en það myndi án efa leysa betur atvinnuúrræðin og fækka öryrkjum”. I niðurstöðum segir svo: “að sam- eiginlega heildarsýn faghópa og ráða- manna skorti”. r Ikaflanum um umhverfið segir svo í byrjun: “Erfiðlega hefur gengið að sinna endurhæfingarþörf bráða- sjúkrahúsanna, sérstaklega á Land- spítalanum. Engin heildarstefnu- mótun er fyrir hendi”. Síðan er vikið að stöðunni í dag og hver þáttur og stofnun tekin fyrir og greint frá starfsemi nú í hverju tilfelli m.a. fjölcla rúma í endurhæfingu. Aðeins minnt á hér endurhæfingar- stofnanir eða deildir sem upp eru taldar og grein gjörð fyrir: Endur- hæfingardeildir Landspítalans, End- urhæfingardeild Sjúkrahúss Reykja- víkur (skýrslan er samin fyrir sam- einingu), Heilsustofnun NLFI, Krist- nes og Reykjalundur. Svo er kafli um heilsugæsluna al- mennt í landinu, Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins, öldrunar- og lang- vistunarstofnanir og annars konar bú- setu s.s. sambýli og áfangastaði. Að lokum eru svo nefnd dæmi um staði sem koma að endurhæfingu: einka- stofur, Gigtlækningastöð Gigtarfé- lagsins, HL stöðvar í Reykjavík, á Akureyri og í Neskaupstað, Hæfing- arstöð á Akureyri, dagvist og sjúkra- þjálfun MS félagsins, Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og ýmis sjúkrahús og heilbrigðisstofn- anir. Þá er vikið að Tryggingastofnun ríkisins og heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti, Sjónstöð íslands, Heyrnar- og talmeinastöð íslands, gjörð grein fyrir stoðtækjaþjónustu, geðendurhæfingu og sjúkrahótelum. I leiðum til úrbóta er vikið að stjórnsýslunni og nauðsyn skýrrar stefnumótunar, lögð áhersla á virka samvinnu og sameiningu milli kerfa og stofnana og þar segir m.a.: “Kerf- ismúrar mega ekki koma í veg fyrir það að skjólstæðingur fái viðeigandi þjónustu”. Einnig er fjallað um samvinnu innan stofnunar. Annar sérkafli er svo um félags- kerfið og uppbyggingu þess m.a. fé- lagsmálastofnanir og svæðisskrif- stofur og þar segir um ferlinefndir: “Nauðsynlegt er að ferlinefndir sveitarfélaga séu virkar”. Þriðji sérkafli er svo um skóla- kerfið og þar fjallað sérstaklega um endurhæfingu eða hæfingu fatlaðra barna innan skólakerfisins. Þar segir “að hvar sem er, verði tryggð vönduð sérkennsla, hæfingar- og endur- hæfingarþjónusta og annar stuðningur”: Fjórði sérkaflinn er svo um at- vinnukerfið og minnt á fá opinber úr- 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.