Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 48

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 48
Héðinn Waage: Sjúkdómssaga Formálsorð móður hans, Kristínar Maríu Waage: Héðinn er fæddur hinn ó.júlí á því herrans ári 1961. Hann greindist með Parkinsonveiki 26 ára gamall eftir að hafa fundið fyrir einkennum hennar í nokkur ár. Síðan þá hefur líf hans verið ein þrautaganga og hann reynt bæði hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar, því veikin ágerðist mjög hratt. Fyrir tæpum tveim árum fór hann í heilaaðgerð til Austurríkis og hefur það gjör- breytt lífi hans til hins betra. Héðinn á tvö börn og býr 16 ára sonur hans hjá honum. Kær kveðja. K.M.W. Mér lífið var sem leikur sem leið hjá eins og reykur. Ekki var ég vitund smeykur að verða svona veikur. Nennti ekki heima að hanga heldur fór að keyra eða ganga. Hlykkjaðist sem eiturslanga sem engum tókst að fanga. Mig sjúkdómurinn sótti alltof skjótt mér þótti. Á mig sótti mikill ótti, ofsahræðsla og flótti. Skútunni vildi ekki stranda. Ég sigrast skyldi á þessum fjanda, fór til lækna og læknaanda, laumaðist til annarra landa. Fyrstu árin voru verst, vandamálin allra flest, hræðslan við hvað gæti gerst. Gæti ég fengið lengri frest? Loks birtist mér í læknislíki læknirinn Alech í Austurríki, galdramaður þó ekki því flíki, þá á hann vil ég allir kíki. Hjá Parkinson fékk enga fresti, því fór sem fór og sífellt hvessti. Vera má ég beri bresti, en ég bauð ekki þessum gesti. Að ég, kappinn kaldi kæri mig um að einhver haldi að ég sé veikur, nei ég valdi vitlaust og mig sífellt faldi. Beiskjan hvarf og nú ég bar miklu betra hugarfar. Ég var bæði snöggur og snar, ósjálfráðar hreyfingar. Reif mig upp af mínum rassi ræfillinn með allt í hassi, með látum, gauragangi og gassi sem gamall krumpaður pappakassi. Hann rakaði af mér allt mitt hár, hér þýddi ekki að fella tár. Ég vissi það að karlinn klár kæmi mér á lappir þrjár. f hausinn á mér setti straum, saumaði í mig rafmagnstaum. Gæfan ljúfa líktist draum, lífsins gleðiglaum. Heim ég kom þá allir hissa hérna var nú einhver skyssa. Barðist ei um sem brjáluð hryssa, búinn hreyfingarnar að missa. Þá gamanið sé stundum grátt öll getum við samt hlegið dátt. Guð hefur jú mikinn mátt. megum við því lifa sátt. Héðinn Waage. Hlerað í hornum Sætavísan í leikhúsinu fann gamlan mann liggjandi þversum yfir þrjú sæti. “Þú verður að setjast upp. Það er uppselt og við þurfum þessi tvö sæti”. Geiri lá áfram og sama hvað á gekk og loks var lögreglan kölluð til. Lögreglumaðurinn gjörði sig merki- legan og spurði: “Hvaðan kemur þú?” Þá svaraði Geiri hálfhvíslandi: “Ofan af svölum”. Stóra systir spyr þá litlu: “Ertu nokkuð að kíkja á skráargatið þegar ég er ein með kærastanum mínum?” “Stundum, en ég kemst bara svo sjaldan að fyrir mömmu og pabba”. Maður einn átti að gangast undir upp- skurð. “Ég er svo hræddur, þetta er fyrsta skurðaðgerðin mín”. Þá svar- aði skurðlæknirinn: “Mín líka”. Kona segir frá: “Ég komst í ritgerð dóttur minnar sem hún hafði gjört í skólanum og þar stóð, þegar hún var að lýsa kvöldi heima”: “í gærkvöldi eldaði pabbi kvöldmatinn og háttaði mig af því að mamma var úti að elta menn”. “Hún gleymdi blessunin að segja að ég væri lögreglukona”. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.