Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Qupperneq 56

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Qupperneq 56
Blindrafélagið Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á íslandi var stofnað þann 19. ágúst árið 1939 og hefur því starfað í rúm 60 ár. I dag eru aðalfélagar Blindrafélagsins rösklega 300 talsins, á öllum aldri og styrktarfélagar þess um 6500. Félagið fjármagnar starfsemi sína að mestu leyti með frjálsum fram- lögum fyrirtœkja og almennings. í tæp 60 ár hefur Blindrafélagið rekið Blindravinnustofu þar sem blindir og sjónskertir starfa við burstaframleiðslu og pökk- un og merkingu ýmiss konar ræstiáhalda. I dag starfa þar um 20 blindir og sjónskertir í 13 stöðugildum. Allt frá stofnun Blindrafélagsins hefur öflugt og rnikið félags- starf blómstrað innan þess. I dag stendur félagið fyrir opnu húsi tvisvar í viku yfir vctrar mánuðina, auk þess sem boðið er upp á margvíslegar skemmtanir, námskeið og ferðalög. Blindrafélagið rekur um 25 leiguíbúðir fyrir félagsmenn sína, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Þá rekur félagið sambýli þar sem búa einstaklingar, sent auk sjónskerðingar eiga við aðra fötlun að stríða. Á sambýlinu búa nú firnm einstaklingar. Blindrafélagið rekur hljóðver í Hamrahlíð 17, þar sem fjölfaldað er margs konar fræðsluefni á snældur og dreift til félagsmanna. Einnig er gefið út hljóðtímaritið Valdar greinar, þar sem birtar eru tilkynningar frá félaginu og lesnar greinar úr dagblöðum. Snar þáttur í starfsemi félagsins er kynningar- og fræðslustarf, ekki síst á meðal almennings. Félagið leggur mikla áherslu á að kynna starfsemi sína og stöðu blindra og sjónskertra á Islandi. Allt frá stofnun Blindrafélagsins hefur það unnið að réttinda- og hagsmunamálum blindra og sjónskertra á Islandi og leitast við að gera félags- menn sína sem virkasta í samfélaginu. I’ctta er aðeins brot af þeirri starfsemi sem fram fér á vegum Blindrafélagsins. Félagið vill nota þetta tækifæri og þakka ein- staklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilurn fyrir hlýhug og velvild í sinn garð. f.h. Blindrafélagsins Halldór Sœvar Guöbergsson formaönr.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.