Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 11
skemmtilegast sem ég er að gera hverju sinni. Núna langar mig að koma handriti mínu í bókarform, Þættir úr sögu sérkennslunnar. Ég þarf líka að koma betur á framfæri þekkingu og reynslu sem ég tel mig búa yfir í tengslum við forvarnir og kennslu barna með dyslexíu og lestr- arörðugleika af öðrum orsökum.“ r María Hreiðarsdóttir form. Ataks: FRÉTTIR FRÁ ÁTAKI Straumhvörf í forvarnarstarfi hjá SÍBS Þorsteinn er að sjálfsögðu félags- maður í SÍBS, en er auk þess félagi í tveimur öðrum aðildarfélögum ÖBI. „Eiginlega má segja að ég sé þre- faldur í roðinu í ÖBÍ,“ segir Þor- steinn hlæjandi, „fyrir utan SÍBS er ég félagsmaður í Styrktarfélagi van- gefinna og Sjálfsbjörg, þótt ég hafi aldrei verið virkur þar. Ég hef látið mér nægja þátttöku í ýmsum félögum kennara og Alþýðubandalaginu.“ Síðustu sex ár hefur Þorsteinn tekið þátt í félagsstarfi hjá SÍBS og situr nú í stjórn SÍBS og Reykjalundar. Hvað er efst á baugi hjá SÍBS wn þessar mundir? „Mjög merkileg bygging er nú í smíðum á Reykjalundi - stórt hús með þjálfunarsölum og sundlaugum sem stórbætir aðstöðu til endur- hæfingar, og gæti líka valdið straum- hvörfum í forvarnarstarfi. Nú er verið að skoða hvernig starfslið á Reykjalundi getur komið til móts við fólk með skipulögðu forvarnarstarfi, en hugmyndin er að nýta þjálfunar- aðstöðuna síðdegis og um helgar fyr- ir eldra fólk. Slíkt gæti haft í för með sér veru- legan þjóðhagslegan sparnað fyrir utan betri líðan einstaklinga, en mikið skortir á að fólk yfir fimmtugt eigi aðgang að þjálfun eða fái grein- ingu á líkamlegri stöðu sinni. For- varnarstarfið á þessu sviði ætti að vera miklu umfangsmeira. Viltu spá einhverju um framtíðina í sambandi við forvarnir eða breytingu á starfssviði SÍBS? „Ég hygg að SÍBS muni á næstu árum snúa sér í auknum mæli að upp- lýsingamiðlun og ráðgjafarstarfi fyrir þá sjúklingahópa sem mynda sam- tökin, jafnframt því sem áhersla verður lögð á forvarnarstarf tengt Endurhæfingarstöð SÍBS á Reykja- lundi og HL-stöðvunum víðs vegar um landið.“ Oddný Sv. Björgvins. r Atak er félag þroska- heftra. Það var stofnað 20. sept. 1993. Fimm manns eru í stjórn félagsins, auk þess sem Atak hefur starfsmann á skrifstofunni hjá sér. Allir geta gengið í félagið en aðeins þroskaheftir eða fólk með annars konar fatlanir getur setið í stjórn þess. Um 100 manns eru nú skráðir í Átak, en Átak hefur aðstöðu á skrifstofu Landsam- takanna Þroskahjálpar. Af starfinu er það að segja, að frá og með síðasta aðalfundi félagsins hafa orðið vissar stökkbreytingar hjá félaginu. Þar má helst nefna að nú er formaður með skrifstofutíma hjá fé- laginu. Einnig eru félagsmenn farnir að taka virkari þátt í félagsstörfunum hjá félaginu. En þar má helst nefna að umræðuhópar félagsins mæta nú alltaf á félagsfundi einu sinni í mánuði, en félagið rekur umræðu- hópa fyrir fólk með þroskahömlun. Markmið hópanna er að efla sjálfs- traust einstaklinganna, fá þá til að tala fyrir sig sjálfa og hlusta á aðra. Einnig er stefnt að því næsta vetur að fólk með þroskahömlun muni stýra umræðuhópum með stuðningi frá ófötluðum leiðbeinanda. Reynsla er af því í öðrum löndum og hefur tekist ágætlega. Átak tekur þátt í norrænu samstarfi með systurfélögum sínum og systur- félögum Landsamtakanna Þroska- hjálpar. r Ahverju ári eru haldnir tveir sam- starfsfundir. Síðasti fundurinn var haldinn í Finnlandi. En þá var meðal annars rætt um þvinganir og valdbeitingar á fólki með fötlun auk þess sem rætt var um ýmsar nýjungar hjá félögunum og önnur mál. Átak tekur einnig þátt í Evrópusamstarfi með Bretum og Dönum. Verkefnið nefnist: Vinnum saman sem jafningj- ar og þar vinnur fólk með greindarskerðingu sem og aðrir að verkefninu saman. Síðasti samstarfs- fundur var í byrjun júní og þar var mikið fjallað um internetið og þann möguleika fyrir löndin að hafa heimasíðu sem hægt væri að skoða á þremur tungumálum og tala saman á þremur tungu- málum. Lokafundurinn verður svo haldinn á Islandi í nóvem- ber auk þess sem þá verður haldin lokaráðstefna og vinnan við verkefn- ið í heild sinni kynnt. Markmið félagsins eru þessi: Að fólk með þroskahömlun tali fyrir sig sjálft. Að fólk með þroskahömlun ráði sínu lífi sjálft. Að fólk með þroskahömlun lifi sjálfstæðu lífi í eigin hús- næði. Að fólk með þroskahömlun fái vinnu sem hentar á almenn- um vinnumarkaði, með eða án stuðnings. Að það verði hægt að fá blöð og tímarit á auðlesnu máli. Að réttur fólks með þroskahöml- un til fjölskyldulífs og barneigna sé virtur. Að réttur fólks með þroskahöml- un sé virtur til menntunar í heimabyggð. Fyrir hönd Átaks félags þroskaheftra. Mari'a Hreiðarsdóttir formaður. E.s. Um leið og Maríu er þökkuð hennar ágæta frásögn þá gleðjumst við hér á bœ yfir því að Atak hefur aukið starfsemi sína og virkni og ánœgjulegt fyrir Öryrkjabandalagið að hafa getað rétt þar hjálparhönd þó í smáu vœri. Ataki er alls góðs árnað í hverju því sem félagsmenn taka sér fyrir hendur. María Hreiðarsdóttir FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.