Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 31
Frá Félagi heyrnarlausra Hingað barst á vordögum árs- skýrsla þess ágæta Félags heyrnarlausra þar sem margt markvert kemur fram. Hér verður á stóru stiklað en drepið rétt á nokkur einkar athyglisverð atriði. I skýrslu formanns félagsins, Berglindar Stef- ánsdóttur minnir hún á tvo stóra sigra fyrir heymarlausa á árinu, úrskurð Hæstaréttar um skyldu RUV til tákn- málstúlkunar á framboðsræðum stjórnmálaflokka fyrir alþingis- kosningarnar síðustu og ákvæði í nýrri aðalnámsskrá gmnnskóla sem tryggja heyrnarlausum kennslu í móðurmáli sínu, táknmálinu. Hún bendir hins vegar á það að í aðal- námsskrá leikskóla er hvergi minnst á táknmál. Berglind segir árið 1999 hafa verið hálfgert “tækniár” fyrir heyrnarlausa og nefnir textasímaforritið “Skjáma” og dreifingu 110 tölva meðal heyrn- arlausra sem textasíma. Berglind segir mikilvægt á komandi árum að huga að félagslegri stöðu heyrnar- lausra og geðheilsu þeirra. í al- mennri skýrslu um starfsemina eru m.a. nefndir fræðslufundir og nám- skeið. Minnt er á góðan og vel- heppnaðan Dag heyrnarlausra og vikið að tvöföldun á fjölda gesta á heimasíðu félagsins sem væri fagn- aðarefni. Hjálparsending góð fór til Tanzaníu eftir beiðni félagsins þar, fylltur gámur með fötum og skóm og sendur. Svavar Gestsson var með virktum kvaddur af félaginu er hann hélt til Kanada fyrir ómetanleg störf Formaðurinn í fínu formi. og stuðning við málefni heyrnar- lausra. Baráttumál heyrnarlausra eru svo rakin og þar til viðbótar tveim áðurnefndum sigrum í mikilvægum málum nefnd heimsókn Johans Wesemann hingað til lands, sagt er nánar frá Skjáma, sagt frá baráttu vegna synjunar Heyrnar- og tal- meinastöðvar á tölvu fyrir textasíma handa heyrnarlausum og lausn þess máls síðar. Minnt er sérstaklega á baráttuna fyrir viðurkenningu á ís- lenska táknmálinu sem móðurmáli heyrnarlausra. Fyrir liggur samþykkt menntamálanefndar Alþingis svo- hljóðandi: “Alþingi ályktar að menntamála- ráðherra verði falið að láta gera at- hugun á réttarstöðu heyrnarlausra hér á landi í samanburði við réttarstöðu heyrnarlausra í nágrannalöndunum með það að markmiði að tryggja sem best stöðu íslenska táknmálsins.” En síðan ekki söguna meir. Greinilega er vel að verki staðið hvað varðar erlend samskipti og þátt- töku í ráðum og ráðstefnum. M.a. sóttur aðalfundur Alheimssamtaka heyrnarlausra í Brisbane í Astralíu, sem og heimsþing samtakanna í framhaldi þar af en hvoru tveggja einkar árangursríkt. Sagt er frá útgáfu bæklingsins: Um heyrnarlausar ijölskyldur svo og fréttabréfs heyrnarlausra: Döff blaðsins. Ágætar skýrslur og gagnorðar eru svo um hina ýmsu þætti starfsins. Formaður félagsins er eins og áður segir Berglind Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hafdís Gísladóttir, en auk hennar eru 3 starfsmenn á skrif- stofu. Raunar vekur athygli að í fimm manna aðalstjórn og tveggja vara- manna í stjórn eru 7 konur en enginn karl. Alls góðs er félaginu óskað með allt sitt væna starf og sitt kræfa kvennaveldi. Á vordögum 2000. H.S. Hlerað í hornum Ur ræðu: Eg var þama alveg einn, al- einn með hundinn minn og naut nátt- úrunnar. Þá sagði konan mín upp úr eins manns hljóði. Krakkar, nú er pabbi ykkar að yrkja. Tilvonandi verðbréfasalar voru með læriföður sínum í heimsókn í fýrir- tæki ýmis í kaupstað úti á landi og átti að kenna þeim að meta virði fyrirtækjanna. M.a. fóru þeir í neta- gerð og þar voru þeim sýnd net af ýmsum stærðum og gerðum hvað möskva varðaði. Allt í einu spyr einn neminn: “Hvernig vita fiskarnir í hvaða net þeir eiga að synda?” Sveitaprestur einn fyrr á öldinni þótti afar utan við sig. Sem dæmi um þetta var sagt að hann hefði hitt son gamallar konu í sveitinni, en gömlu konuna hafði klerkur jarðsungið fyrir tveim vikum og nú heilsar hann syn- inum og segir: “Komdu ævinlega blessaður og hvernig líður henni mömmu þinni núna?” Frá lýsingu á handboltaleik: “Nú er að hefjast leikur FH og Hauka og Hafnfirðingar byrja með boltann.” Úr Læknablaðinu hlerað: Sjúklingur hafði gengið til háls- nef- og eyrna- læknis í mörg ár til að losna við hringjandi hávaða í eyrunum. Dag nokkurn kom hann til læknisins og sagði: “Ég hef góðar og slæmar frétt- ir að færa þér.” “Góðu fréttirnar fyrst”, sagði læknirinn. “Ég heyri hringingarnar ekki lengur.” “En stór- kostlegt”, sagði læknirinn. En slæmu fréttirnar? “Nú heyrist mér alltaf vera á tali.” María gamla sagði að það færi alltaf í taugarnar á sér þegar vinkonurnar væru að tala um að hún væri í krumpuðum sokkum. “Ég sem aldrei geng í sokkum”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.