Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Page 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Page 36
Frá Þórsmerkurferð Skálatúnsbúa. - Líklega eru leigumálin ekki rædd þarna. NEFNDARÁLIT Um leigumarkað og leiguhusnæði r apríl sl. gaf félagsmálaráðu- neytið út rit um húsnæðismál sem byggist alfarið á áliti nefndar sem ráðuneytið skipaði í ágúst 1998 til að vinna að úttekt á leigumarkaði og kanna þörf fyrir leiguíbúðir. Fulltrúi Öryrkjabandalagsins í nefndinni var Anna Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Hússjóðs, en for- maður hennar var Ingi Valur Jóhanns- son deildarstjóri í félagsmálaráðu- neytinu. Að nefndarstarfinu komu alls sem nefndarmenn og starfsmenn 13 manns, þó ekki allir á sama tíma. Til viðbótar við nefndarálitið er firna fróðlegt plagg sem felur í sér viðamikla könnun á leigumarkaði og leiguíbúðaþörf allra sveitarfélaga og félagasamtaka sem starfa á húsnæðis- markaði. Hér á eftir verður gjörð nokkur grein fyrir bæði könnuninni sem og tillögum nefndarinnar. Helstu niður- stöður könnunarinnar eru þessar: Samkvæmt könnun á þörf fyrir leiguíbúðir telja sveitarfélögin að um 1200 leiguíbúðir vanti til að tæma biðlista eftir leiguhúsnæði. Félagasamtök sem eiga og reka leiguhúsnæði telja að um 680 íbúðir vanti til að tæma biðlista eftir leiguhúsnæði. Taka verður með fyrirvara upp- lýsingar um biðlista. Hugsanlegt er að þeir sem eru á biðlistum hafi þegar fengið viðunandi úrræði eða séu skráðir á fleirum en einum stað. Upplýsingar um bið- lista gefa hins vegar mikilvægar upplýsingar um stöðu mála á leigumarkaði. Einnig ber að hafa í huga að biðlistar geta gefið ranga mynd af eftirspurn þar sem færri skrái sig þar en ella vegna viðvarandi og þekkts skorts á leiguíbúðum. Síðastliðin 5 ár voru að meðaltali byggðar um 1500 íbúðir. Ibúða- spá gerði ráð fyrir að byggja þyrfti um 1300 íbúðir. Heildarfjöldi íbúða í landinu er rúmlega 100 þúsund. Almennar leiguíbúðir eru um 12% og fé- lagslegar leiguíbúðir um 5%. r Aður en gjörð verður grein fyrir tillögum nefndarinnar þá skal getið um efnisþætti skýrslunnar. í kaflanum um íbúðaspá kemur marg- víslegur fróðleikur fram og nefndin leggur í framhaldi af því til heildar- könnun á húsnæðismarkaði fyrir árs- lok 2000. Grein er gjörð fyrir byggðaþróun síðustu ára og hversu þar hefur hallað á landsbyggðina. í kafla um leigumarkað á íslandi kemur fram að félagslegar leigu- íbúðir eru aðeins 5.2% af húsnæðis- markaðnum í heild sinni. Á leigu- markaði eru sveitarfélög með 14.5% og félagasamtök með 10.4% af heildinni á leigumarkaði. ítarlega er fjallað um stuðning hins opinbera við húsnæðismál, stuðning rikisins bæði með beinum framlögum inn í húsnæðislánakerfið (hverfandi nú), húsaleigubætur, vaxtabætur o.fl., framlög sveitarfélaga vegna félags- legra íbúða, húsaleigubótakerfið er rakið o.s.frv. Minnt er á stofnstyrki þ.e. 90% lán á lægstu vöxtum og hefði mátt minna þar einnig á ákveðna stofnstyrki frá Framkvæmdasjóði fatlaðra - 10%in. Sérkaflar eru um leiguíbúðir sveitar- félaga, Félagsbústaði hf. og síðan er umsögn um húsaleigulög, en nefndin leggur til að þau verði endurskoðuð svo auka megi öryggi leigjenda, einn- ig er ályktað um kynningarátak til að upplýsa fólk um réttindi og skyldur aðila á leigumarkaði. Ýmis fróðleg fylgiskjöl fylgja svo í lokin. En áður en ég fæ Önnu Ingvarsdóttur til að segja sitt álit á starfinu svo og tillögunum þykir mér 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.