Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 5
Sigurbjörg Níelsdóttir
Kynning og
þakkir
r
Asíðustu vordögum hvarf
Guðríður okkar Gísla-
dóttir héðan af starfsvettvangi
og fór til annarra starfa.
Nær tvo áratugi hafði Guð-
ríður gegnt hér starfi af ein-
stakri trúmennsku og sam-
viskusemi, hress kona og hug-
þekk öllum. Var hún því
kvödd hér með mikilli þökk
og eftirsjá.
En maður kernur í manns
stað og hingað á skrifstofuna
var ráðin, sem starfsmaður
Hússjóðs, Sigurbjörg Níels-
dóttir.
Sigurbjörg vildi hafa kynn-
ingu á sér sem allra stysta en
leyfði þó að þessi atriði yrðu
tekin fram.
Sigurbjörg er fædd í Reykja-
vík 21.mars 1958. Foreldrar
hennar eru Guðrún Arnadóttir
og Níels Elís Karlsson.
Systkini hennar eru 5.
Sigurbjörg lauk prófi frá
Iðnskólanum í Reykjavík og
var síðan við nám í vefnaði úti
í Finnlandi. Lengstan hluta
starfsaldurs síns vann Sigur-
björg við iðjuþjálfun á Geð-
deild Landspítalans eða 14 ár.
Sigurbjörg á einn son, Sindra
Magnússon.
Fullvissa ritstjóra er sú að
hér hafi vel til tekist um val á
starfsmanni og við bjóðum
Sigurbjörgu innilega vel-
komna til vænna verka og
árnum henni allra heilla á
ævibraut.
H.S.
Brosið
Við erum alltof spör á brosið. Fátt er þó mikilvægara á tímum bölsýni og
erfiðleika en að þekkja gildi þess að brosa.
Brosið kostar ekkert, en ávinnur mikið.
Brosið auðgar þann sem fær það, án þess að svipta þann neinu sem veitir það.
Brosið gerist í einni svipan, en minningin um það getur varað ævilangt.
Enginn er svo ríkur að hann geti verið án þess og enginn svo snauður að hann
geti ekki veitt það.
Brosið skapar hamingju á heimilum og góðvilja í viðskiptum.
Bros er vináttuvottur.
Bros er þreyttum hvíld og birta þeim sem er dapur.
Bros er sólskin þess sorgmædda.
Bros verður ekki keypt eða leigt, það fær ekki gildi fyrr en það hefur verið
gefið öðrum.
Ef einhver er of önnum kafinn eða of þreyttur til að brosa til þín þá skaltu
brosa til hans.
Enginn þarf eins á brosi að halda og sá sem ekkert bros á til að gefa.
Viljir þú vinna vináttu manns skaltu fylgja ráði sem fáum bregst: BROSTU.
Hlerað í hornum
Karlinn rauk upp með andfælum í
rúmi sínu og vakti kerlu sína. “Mig
dreymdi svo hræðilegan draum. Mig
dreymdi að ég væri dáinn og kominn
upp til himna.”
Þá sagði kerla hans þessi huggunar-
orð: “Kvíddu ekki gæskur. Kannski
þú komist þangað aldrei.”
Ljóskan sá lýst eftir afbrotamanni og
hún sendi óðara umsókn urn starfið.
Litli drengurinn hafði verið í veislu
með foreldrum sínum og þegar hann
var að fara sagði húsráðandi honum
að sækja sér hnefa af góðgæti úr skál
sem var á borðinu. Drengurinn hikaði
og húsráðandi hvatti hann til að vera
ekki feiminn og fá sér en enn hikaði
drengur. Þá tók húsráðandi hnefafylli
sína úr skálinni og gaf drengnum. Á
heimleiðinni spurðu foreldrarnir
hann að því hvers vegna hann hefði
ekki fengið sér. Svar drengsins var
einlægt. “Höndin á honum er miklu
stærri en höndin á mér.”
í skoskri kirkju voru söfnunar-
baukarnir látnir ganga urn kirkjuna
en þeir komu galtómir til baka. Þá
lyfti prestur höndum til hirnins og
sagði: “Guð, ég þakka þér fýrir að ég
skyldi fá baukana óskemmda til
baka.”
“Ég á mikinn úrvalshund, sem sækir
Morgunblaðið fyrir mig á hverjum
degi”, sagði Jón. “Nú gera ekki flest-
ir hundar það”, spurði Gunnar,
“sækja þeir ekki blöðin fýrir hús-
bændur sína?” “Jú, sjálfsagt, en ég er
ekki einu sinni áskrifandi að Morg-
unblaðinu.”
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
5