Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 30
Ásgerður á góðri stund í Stykkishólmi. bros getur dimmu í dagsljós breytt”, stendur þar. r Eg vona að við séum ekki alveg heillum horfin í mannheimi. Að við höfum ennþá tíma til þess að huga að meðbræðrum okkar þó þeir búi kannski ekki í hólum og steinum. Það er erfitt nú til dags að fá fólk til þess að taka að sér þá vinnu sem felst í því að hlúa að meðbræðrum sínum og systrum sem þurfa þess með. Samt eru þeir eflaust margir sem gjarnan vildu taka þátt í því en launin sem fyrir þessi störf fást segja sitt. Það er ekki metið að verðleikum að vinna að því sem lýtur að mannleg- um samskiptum nema að sjálfsögðu þeir sem læra það sem kallast al- mannatengsl. En það felst í allt öðru en því að hlúa að meðbræðrum sínum. Almannatengsl eru til hjá fyr- irtækjum og felast að sjálfsögðu mest í því að veita upplýsingar til al- mennings um ágæti þessa eða þessa fyrirtækis. Svo sem gott mál í sjálfu sér en maður líttu þér nær. Það verð- ur að launa þau störf sem eru að- hlynning aldraðra og sjúkra betur. Og það þarf einnig að launa betur þá sem vinna við umönnun fatlaðra. Miklu betur. Þannig að fólki finnist eftirsóknarvert að vinna þessi störf. Nú er ég ekki að segja að gott sé að fá til þessara starfa fólk sem vinnur þau aðeins peninganna vegna. En ég held að þeir sem tolla í þessum störfum sé fólk sem hefur það til brunns að bera sem þarf til þess að geta sinnt þeim svo vel sé. Hinir hætta - gefast upp. Þetta geta verið ákaflega gefandi störf en einnig lýjandi. Það þarf að gefa mikið af sjálfum sér en það fæst líka oft mikið í staðinn. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar maður sest við að skrifa svona grein. Svo margt sem ég vildi gjarnan deila með ykkur. Eg hef alla tíð verið mikill lestrarhestur og lesið allt mögulegt. Oteljandi eru þær sögur, bæði sjálfsævisögur og skáldsögur, sem fjalla um ævi þeirra sem minna hafa mátt sín í þjóðfélag- inu. Oft hef ég hugsað hvort fólk hafi verið verra hér áður fyrr. Eða var lífsbaráttan svona hörð að hver varð að ota sínum tota og hugaði ekki sem skyldi að meðbræðrum sínum og systrum. Hvernig stóð á því að börn voru bæði svelt og barin? Ef litlu smalarnir fundu ekki allar kindurnar fengu þeir bara engan mat fyrr en rolluskjátan var fundin. Svo einfalt var það í augum þeirra sem réðu yfir þessum aumingja börnum. Ótal skáldsögur og þó einkum smá- sögur vitna um þess konar meðferð. Og þær hafa ekki orðið til af engu. Þetta er ekki bara í hugarheimi skáld- anna. Og sjálfsævisögur margra vitna um ótrúlega harðýðgi fullorðins fólks gagnvart börnum og öðrum sem minna máttu sín. Enginn er eins vamarlaus og barn sem á allt sitt und- ir geðþótta fullorðinna. En svo vitna líka sumar sögur um svo mikla manngæsku og svo mikið hugrekki til þess að tala máli lítilmagnans að þú öðlast aftur trú á að sem betur fer hafi líka þá verið til mikið af góðu fólki. Það er það sem við þurfum að eiga. Gott fólk. Fólk sem vill líta til með þeim sem hafa ekki fengið sömu tækifæri í lífinu og aðrir. Þó við fæðumst öll á sama veg þá höfum við ekki öll sömu tækifærin til þess að komast áfram. Alveg sama hvað hver segir um það. Ef við höfum ekki samúð með öðrum og reynum að sýna þeim hjálpsemi og kærleika þá líður okkur sjálfum verr. Þetta er ekki alltaf auðvelt. Mennirnir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Það er svo auðvelt að umgangast suma og sönn ánægja að rétta þeim hjálparhönd. En svo eru aðrir sem okkur geðjast ekki eins vel að. Ég man eftir einni ágætis setningu sem kona nokkur sagði þegar við vorum að ræða feikna erfiðan skjólstæðing . Hún sagði að hann væri auðvitað alveg óskaplega leiðinlegur en það yrði að hugsa um hann samt. Og þetta er sannleikur. Það verður að taka alla með í reikninginn hversu erfitt sem það er. Nú lýkur brátt þessu sumri alda- mótaársins. Á þessu sumri hafa skipst á skin og skúrir. Veðurfar yfir- leitt verið gott en yfir okkur dunið jarðskjálftar og slysfarir. Og hvað sem um okkur íslendinga verður sagt þá erum við alltaf sem einn maður þegar erfiðleikar dynja yfir. Þá erum við ein samheldin þjóð og í raun og veru held ég að við viljum hvergi frekar vera en á blessuðum hólman- um hérna norður í höfum talandi mál sem við fengum að erfðum frá for- feðrum okkar og enginn annar skilur. En við skiljum það og við viljum halda áfram að vera saman og skilja hvert annað og við vonum að bilið milli okkar breikki aldrei svo að ekki verði brúað. í miðjum ágústmánuði á því herrans ári 2000. Ásgerður Ingimarsdóttir. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.