Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 10
Þorsteinn á góðri stund með Þóru Kristinsdóttur, Rögnu Freyju Karlsdóttur og Magnúsi Magnússyni. Sorglegt, að vitsmunalega fatlaðir einstaklingar skuli njóta minnstrar samúðar - fólkið sem á erfiðast með boðskipti við aðra. Mikið hefur verið reynt að vekja samúð með vitsmuna- lega skertu fólki, en jafnvel öll heiti í tengslum við fötlunina fá með tím- anum neikvæða merkingu. Fáviti var fallegt orð í upphafi, en varð smám saman ónothæft. Sama gildir um heit- ið vangefinn, spurning hvað orðið þroskaheftur dugar lengi.“ Ahugamál og vinna Ahugamál Þorsteins eru skemmti- lega samtvinnuð lifsstarfinu. Útgáfu- mál er eitt áhugasvið hans sem að sjálfsögðu tengist skólamálunum. „Ahugi minn á bókaútgáfu kvikn- aði þegar ég lá á Vífilsstöðum í seinna skiptið. Þá notaði ég tímann til að hanna kennslugögn fyrir barna- skóla og fékk Halldór Pétursson teiknara til liðs við mig. Nú hef ég um alllangt skeið rekið pínulítið fyrirtæki sem heitir Þórsútgáfan og gef út ýmislegt fyrir skóla og kenn- ara.“ Hvernig stóð á að þú fórst sjálfur að stofna útgáfufyrirtæki? „A fyrstu kennaraárum minum í Reykjavík fórum við nafnarnir, Þor- steinn Matthíasson og ég að spjalla vítt og breitt um blessuð börnin og urðum sammála um að þau skorti les- efni. Það hlyti að vera bráðsniðugt að stofna útgáfufyrirtæki og gefa út barnabækur. Þannig varð Þórsútgáfan til. Ég tók að mér að skrifa fyrstu bók- ina Ævintýri Ola og Palla 1. Bókin fór út, en ævintýri Óla og Palla urðu ekki fleiri, hvorugur okkar kunni að markaðssetja! Við gátum rétt bjargað okkur frá stórtapi. Þetta uppátæki varð til þess að ég komst í bók- menntasöguna. Silja Aðalsteinsdóttir var að fjalla um barnabækur og nefndi bókina, fannst hún eitthvað öðruvísi.“ Ganga þarf á Þorstein til að fá hann til að nefna fleiri huglæg ritverk. „Jú, ég skrifaði tvær smásögur fyrir Samtíðina, tók þátt í smásagnakeppni Samvinnunnar og fékk önnur verð- laun. Sama vetur skrifaði ég stuttan reyfara og sendi til Sigluijarðarprent- smiðju sem gaf út þýdda reyfara. Útgáfustjórinn bað um kápumynd sem var að sjálfsögðu ekki til, bókin var ekki þýdd! Sex hundruð krónur fékk ég fyrir.“ Thor Stone var dulnafn Þorsteins á bók hans Þriskipta kortið í bóka- flokknum „spennandi gömlu reyf- ararnir.“ „Eitthvað rak mig til að gera þetta, sjálfsagt gróðavonin, en ég er löngu hættur þessu. Bestu verðlaunin fékk ég þó í samkeppni á vegum kirkj- unnar um dæmisögur Jesú, ferð til Norðurlanda með Gullfossi. Ég var svo upptekinn á þessum árum og hafði því aldrei samband við forstjóra Eimskipafélagsins. Sautján árum síðar, vorið 1969, þurfti ég að koma allri fjölskyldunni heim frá Noregi og peningar litlir. Þá datt mér í hug, hvort hægt væri að nota verðlaunin. Óttar Möller var nýr forstjóri og svaraði mér um hæl. Ég fékk ókeypis far á fyrsta farrými frá Kaupmannahöfn, ekki aðeins fyrir mig heldur alla ijölskylduna. Það kom sér vel.“ Þorsteinn er stoltari af útgáfu sinni sem tengist skólamálum og leiðir mig inn í forstofuherbergið. Hér er Þórs- útgáfan, stafrænn Ijósriti á miðju gólfi og fleiri bókagerðarverkfæri. Bækur og námsgögn eru í röðum í vegghillum, handrit að ýmsum kennslubókum sem Skólavörubúðin selur. Verkefnasafnið „Lesa og skilja“ er í sextán heftum og má nota frá sex ára upp í tíu ára bekk - handbækur og matsgögn fyrir kennara, eins og: Örðugleikar í lestrarkennslu, Kennsla barna með lestrarörðugleika, Aukið boðskiptin, Mat á lestrargetu og ís- lenskt framburðarpróf „Hér vinn ég að mínum áhuga- málum, sem texta, skanna inn myndir og hanna í umbrotsforriti, síðan full- vinn ég bækurnar,“ segir Þorsteinn. Hvenœr byrjaðir þú að vinna með tölvur? „Ég komst í kynni við fyrstu tölv- una í Safamýrarskóla. Síðan keypti ég tölvu til eigin nota - og nú get ég ekki án hennar verið. Tölvur eru afar nytsamlegar í sérhæfðri kennslu, sama gildir um annan raftæknibúnað til að ná sambandi við einstaklinga sem eru svo fatlaðir að þeir ráða ekki við talmálið. Enginn veit hvað inni fyrir býr hjá fjölfötluðum einstaklingi sem ekki hefur möguleika til nokkurrar hreyf- ingar. Þá einstaklinga ber að nálgast með sértækum aðferðum sem hér hafa þróast t.d. í Safamýrarskóla og skólanum við Kópavogsbraut, nú Fullorðinsfræðslu fatlaðra. Þar leitast frábært fagfólk við að auka lífsgæði þessa fjölfatlaða fólks og gera þeim lífið eins bærilegt og kostur er,“ segir Þorsteinn. Hvað hefur þér fundist skemmti- legast í starfinu? „Mér hefur i raun alltaf fundist það 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.