Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 18
Birna H. Bergsdóttir form Félag áhugafólks um Downs-heilkenni Downs-heilkenni var þekkt fötlun löngu áður en hún var fyrst skilgreind árið 1959. Þrátt fyrir langa sögu á skilgreiningu fötlunarinnar var félag um þessa fötlun fyrst stofn- að hér á landi af foreldrum árið 1997. En af hverju sérstakt félag fyr- ir Downs-heil- kenni. Stofnaður var starfshópur af foreldrum sem gerði bækling- inn “Börnin okkar” og er ætlaður nýorðnum for- eldrum. Bæklingurinn tók tvö ár í vinnslu og hefur fengið mjög góðar undirtektir. í kjölfar hans var félagið stofnað. Félagið stofnuðu foreldrar yngri barna sem fannst veruleg þörf á markvissari og samræmdari með- höndlun barna sinna. Með stofnun félagsins voru mark- mið sett, sem eru: að stuðla að fræðslu foreldra og almennings um Downs-heilkenni, efla samkennd milli aðstandenda, afla upplýsinga um Downs-heilkenni, miðla þeim og samræma og efla þjónustuferli. Samstarfsverkefni nieð Iréne Johansson prófessor Viðamesta verkefni félagsins hefur verið innleiðing á hugmyndafræði Iréne Johansson prófessor. Félagið hefur verið í tengslum við Iréne frá árinu 1998. Iréne er prófessor í sér- kennslufræðum og hljóðfræði við Háskólann í Karlstad í Svíþjóð. Hún hefur þróað málþjálfunarefni fyrir einstaklinga með málörðugleika síð- astliðin 20 ár. Megin markmið Iréne með þjálfun eru í fyrsta lagi að örva börn strax frá fæðingu til almennrar notkunar talmáls og ritmáls en þó er, eins og hún sjálf segir, aldrei of seint að byrja. í öðru lagi að auðvelda þeim að leysa dagleg vandamál ásamt því að efla minni þeirra og hugsun og í þrið- ja lagi að kenna börnum og full- orðnum fleiri leiðir til auðveldari og samþættari tjáskipta við fólk með skerta getu. Fyrir milligöngu félagsins hélt Iréne hér námskeið um hug- myndafræði sína fyrir fagaðila árið 1998. Næsta ár eða 1999 - 2000 hélt félagið áfram með samvinnuverkefni við hana og Stellu Hermannsdóttur talmeinafræðing sem er við nám og störf við Háskólann í Karlstad. Það verkefni sem félagið hrinti af stað 1999 er samkvæmt málþjálf- unarkerfi Iréne, “Netvinna í málþjálf- un”. Stofnaðir voru nethópar um fimm einstaklinga með Downs- heilkenni. Með netvinnu er átt við að þeir aðilar sem eru leiðandi í uppeldi og umönnun og hafa áhuga á að styðja málumhverfi einstaklingsins komi reglulega saman og meti mál- getu hans og vinna markvisst að því að efla hana. Til að börn og fullorðnir hér á landi eigi þess kost að njóta góðs af tilrauna- netum okkar frá síðastliðnum vetri um þessa fimm einstaklinga, hefur félagið ákveðið, í samvinnu við fjögur netanna, sem gáfu kost á sér til frekari vinnu, að bjóða til eins konar smiðju. Félagið hefur gert áframhaldandi samning við Iréne næstu tvö misseri 2000 - 2001 og mun Stella leiða verkefnið með fyrirlestrum undir handleiðslu Iréne. Einstaklingur í hverjum hinna ijögurra nethópa verður kennslu- dæmi í smiðjunni. Hver fýrirlestur mun standa yfir í eina og hálfa klukkustund, alls sex skipti, veturinn 2000 - 2001 og mun sá fyrsti byrja í lok september. í hverju kennsludæmi verður fjallað um fyrirliggjandi grunn, ástæður mats og markmið og æfingar kynntar. Smiðjan verður boðin foreldrum og aðstandendum einstaklinga með mál- örðugleika og þeim fagaðilum sem vilja starfa samkvæmt málþjálfunar- kerfi Iréne og/eða hugsa sér að stofna nethópa. Engin skilyrði eru sett hvaða grein- ingu einstaklingurinn hefur. Nánari upplýsingar fást hjá Landsamtök- unum Þroskahjálp og Félagi áhuga- fólks um Downs-heilkenni. Styrking fyrir foreldra og fagaðila Ástæða þess að Félag áhugafólks 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.