Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 54

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 54
I BRENNIDEPLI r sviptingum efnahagslífsins að undanfornu hafa þær raddir verið háværar sem kreijast enn meira aðhalds í ríkisQármálum á sama tíma og þeir sem að baki röddunum búa auka einkaneysluna æ meir með ein- um eða öðrum hætti. Ekki skal hér amast við aðhaldi almennt hjá hinu opinbera, því það er á hverjum tíma nauðsyn, en að hinu ber hins vegar vel að gæta á hvaða sviðum aðhaldið og sparnaðurinn kemur niður, allt yfir í tilviljana- kenndan niðurskurð þar sem það verður helst fyrir hnífnum oft á tíðum sem helst skyldi verja. Afgangur á fjárlögum er af hinu góða, en hann má ekki vera til kom- inn að verulegu leyti vegna of lágra heildarframlaga til bráðbrýnna mála- flokka og verður okkur hér á bæ þá helst hugsað til ríkisútgjalda vegna tryggingamála sem hvergi nærri eru þau sem skyldi og bráðbrýn þörf á því að nýta hluta hins ríflega afgangs til þess að bæta alls óviðunandi kjör lífeyrisþega. Sömuleiðis eru framlög til Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra skorin svo rösklega niður að í afganginum ríf- lega felast í kringum 400 milljónir af lögbundnum framlögum til sjóðsins. Og enn klingja aðvörunarbjöllur því í einhverju aðhaldsálitinu nú mun m.a. rætt um niðurskurð Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra, þó ekki sé ljóst hvort það er hinn mikli hefð- bundni niðurskurður eða hvort nú á að beita hnífnum enn frekar. Þegar boðuð er þjóðarsátt um vel- ferðarsamning, s.s. við þekkjum, þá verða grundvallaratriði þeirrar þjóð- arsáttar að vera unandi kjör allra lífeyrisþega svo og að lögbundnum framlögum sé skilað í Framkvæmda- sjóð fatlaðra. Flvoru tveggja er óhjákvæmilegt ef boðuð þjóðarsátt á að standa undir nafni. Það er einmitt nú lag til að ráðstafa afganginum að hluta þar sem þörfin er mest og neyð kallar á að úr sé leyst sem allra best. Þá en ekki fyrr er unnt að fara að ræða þjóðarsátt um vel- ferðarmál á landi hér. Formaður Gigtarfélags íslands, Einar Ingólfsson á ágæta forystu- grein í myndarlegu tímariti Gigtar- félagsins og ber greinin heitið: Hverju fær þekkingin áorkað? Þar rekur formaðurinn hversu mikla áherslu félagið hefur lagt á að auka og miðla þekkingu um gigtarsjúk- dóma og kemur þar m.a. inn á þá ágætu símaráðgjöf sem félagið gengst fyrir undir nafninu: Gigtar- línan. Einar víkur síðan spurning- unni að almenningi, að gigtsjúkum sjálfum og svo að heilbrigðisstarfs- fólki og kemst í svörunt sínum að þeirri rökréttu niðurstöðu að á þess- um þrem hópum væri frekar stigs- munur en eðlismunur, því að lokum væri það sá gigtsjúki sem nyti árang- urs af aukinni þekkingu og miðlun hennar sem bestri hvarvetna um sam- félagið. Þetta á auðvitað við um alla sjúk- dóma og kemur öllum þeim til góða sem hvers konar krankleiki herjar á. Og niðurstaðan söm og dag- ljós alls staðar segir Einar: Aukin almenn þekking á eðli og afleiðing- um sjúkdóma verður hinum sjúka ævinlega til góðs, eflir skilning ann- arra á líðan hans, hann sjálfur þekkir betur til ástands síns og betri með- ferðarúrræði verða til. Hér eru orð í tíma töluð sem við getum áreiðanlega öll tekið undir og sagt: Þekking er nauðsyn, ekki síst þegar um sjúk- dóma eða fatlanir af þeirra völdum er að ræða. r Uthlutun styrkja Öryrkjabanda- lagsins til félaga sinna sem annarra er æ snarari þáttur í rekstri bandalagsins og einhver sá ánægju- legasti um leið. Til viðbótar koma svo styrkveitingar úr sjóðum tveim í vörslu bandalagsins: Sjóði Odds Olafssonar og Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur sem fara hækkandi og veita æ fleirum mikilsverða aðstoð við þroskandi og gefandi nám í hinum ýmsu greinum. Þær eru dýrmætar þakkirnar sem hér berast á borð frá fólki sem sann- arlega kann að meta liðveislu sjóð- anna, þó við kysum að sjálfsögðu að gjöra enn betur. Það er ekki síður dýrmætt að sjá afraksturinn af erfiði þess ágæta fólks sem er að afla sér menntunar, fyrst og fremst í þeim tilgangi að bæta og efla stöðu sína á vinnumarkaði. Það má fullyrða hér að þar eru sannarlega mörg ágæt afrek unnin og árangurinn varðandi vinnumarkaðinn leynir sér ekki. • • Oryrkjabandalagið sjálft leggur verulega drjúgan hluta sinna tekna til styrkveitinga til aðildarfé- laga sinna sem og annarra. Lang- stærstur hluti fer eðlilega til aðildar- félaganna sem eru að fást við ótrú- lega fjölbreytt verkefni sem vissulega nýtast fólkinu þeirra einkar vel og efla þau félagslega, gjöra þeim um leið kleift að auka þjónustu sína við sitt fólk. En ekki skyldi því gleymt að ýmsir aðrir njóta góðs af styrkveitingum frá Öryrkjabandalaginu og ánægjulegt er að finna innilegt þakklæti fyrir veitta liðsemd og þakkarbréfin bera sann- arlega með sér einlæga hlýju sem yljar manni um hjartarætur. Þar fær íþróttasamband fatlaðra eðlilega mest til sinnar ágætu og þörfu starf- semi með sínum fjölbreytilegu lit- brigðum. En svo nefnd séu skýr dæmi um fjárstuðning frá bandalaginu nú á þessu ári þá fengu hin ýmsu félög og hópar styrki til starfsemi sinnar, mis- mikla að sjálfsögðu og skal hér aðeins nefna þá sem drýgst fengu s.s. Halaleikhópinn, BUSLARA Sjálfs- bjargar, Ferðafélagið Víðsýn (gestir Vinjar, athvarfs fyrir geðfatlaða), Atak, félag þroskaheftra og Félag áhugafólks um Downs heilkenni. Oft getur tiltölulega smá upphæð komið að góðum notum og má þar nefna það fólk sem myndin á næstu síðu lýtur að og sendi hingað hjartans þakkir fyrir stuðninginn, gestir og starfsfólk Dvalar, athvarfs fyrir geð- fatlaða í Kópavogi og var þó aðstoðin við þetta ágæta fólk ekki mikil í auði talin en kom sér virkilega vel að sögn. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.