Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 29
en þokan hékk ofan í miðjar hlíðar
þegar ég var þar. Því miður. En því
aðeins komumst við þangað að vegir
hafa verið lagðir vegna virkjananna.
Ætli einhver fengi ekki algert flog ef
talað væri um að sökkva þessari auðn
þarna inn frá. En það eru ekki allir
sem komast á þessa staði. Ég hef
áður skrifað og talað um ýmsa fallega
staði sem ekki er hægt að komast að
nema þú sért fær um að ganga svo og
svo mikið. Ég held að það hafi
afskaplega lítið breyst. Ég heyri oft í
útvarpinu talað við hina og þessa
landverði sem eru að lýsa ágætum
gönguleiðum á sínu svæði en ég
minnist þess ekki að neinn hafi talað
um að það sé leiðinlegt að allir geti
ekki notið þessara hlunninda og séð
þessa fogru staði. Fólk hefur ekki
tíma til að staldra við og hugsa um að
til sé heill hópur sem ekki getur borið
sig um eins og göngugarparnir.
Það er eitt sem fer afskaplega í tau-
gamar á mér eftir að ég fór að
eldast. Það er hvað mér er orðið illa
við að ganga mikið í mýri. Áður fyrr
var þetta ekkert mál. Maður stiklaði
þúfu af þúfu og fór sjaldan ofan í
milli og þá gerði það kannski ekki
svo mikið til ef maður var sæmilega
skóaður. En núna! Ég læðist eins og
lús með saum og stend í eilífðartíma
til þess að sjá út næsta leik og svo
stekk ég eða held að ég stökkvi og
lendi oftar en ekki ofan í mýra-
rauðann! Og svona er þetta líka þeg-
ar ég geng í venjulegu þýfi. Mér hef-
ur verið sagt að sjúkraþjálfarar segi
að það sé einstaklega góð æfing að
ganga í þýfi. Ekki efast ég um að það
sé rétt en það er afskaplega þreytandi
að geta ekki hlaupið og stokkið eins
og þegar maður var yngri en ég
mjakast svo sem áfram mikil ósköp
og stundum miðar mér bara þó nokk-
uð vel. Svo er nokkuð sem heitir að
hleypa ofan í á hesti. Það er þegar
hesturinn fer óvart í einhverja keldu
og sekkur með knapann á bakinu. Ég
lenti einu sinni í því á gömlum vagn-
hesti og mikið get ég samglaðst hest-
inum að ég var þá ung og létt. Ég býð
ekki í þann klár sem sykki með mig
í dag!
En það er ákveðinn tilgangur hjá
mér með þessu þúfnahjali. Mér
finnst nefnilega að það megi líkja
ganginum í málefnum fatlaðra við
þetta þúfustikl mitt. Stundum hefur
allt gengið svo vel. Við höfum hitt á
stóru, góðu þúfurnar og ekki dottið
niður í milli. Allt hefur leikið í lyndi
um tíma. En svo kemur að því að við
hröpum ofan í milli og sökkvum í
mjóalegg i mýrina. Og þá falla okkur
stór orð af munni. Við setjumst á
þúfuna og reynum að toga okkur upp
úr rauðanum. Kannski kemur ein-
hver aðvífandi sem togar hressilega
og halar okkur upp með léttu brosi og
segir að þetta sé nú ekki svo voðalegt
og hvað við höfúm eiginlega verið að
ana þarna út í. Og við látum toga
okkur upp og teljum okkur trú um að
þetta gerum við ekki aftur. En þá er
það kannski bara þannig að við kom-
umst ekki á áfangastaðinn nema að
klöngrast yfir bannsetta mýrina með
öllu því basli sem því fylgir. En við
vonum að við komumst yfir á grænu
sléttu grundina, sem er þarna hinum
megin. Þarna sem fallegu blómin
vaxa, sem okkur langar svo að tína og
taka með okkur heim.
Oft hugsa ég um lögin um mál-
efni fatlaðra, sem tóku gildi
eftir að lögin um málefni þroska-
heftra voru afnumin. Og á undan
þeim lögum voru lögin um endurhæf-
ingu og einu sinni voru til lög um
fávitastofnanir. Margt hefur breyst í
áranna rás. Reyndar flest til batnaðar
a.m.k. var það áreiðanlega meining
þeirra sem að þessum lagasamningi
stóðu að lögin myndu breyta og bæta
lífi fatlaðs fólks. Og það hefur að
sjálfsögðu orðið bylting í þessum
málum eins og svo mörgum öðrum í
þjóðfélagi okkar. Fatlað fólk er mik-
ið sýnilegra en áður var. Það er ekki
lengur eins og óhreinu börnin hennar
Evu, þessi sem hún faldi svo guð sæi
þau ekki. Þjóðsagan segir að þau séu
huldufólkið, sem við mennirnir get-
um ekki séð nema sumir, sem hafa þá
náðargáfu að sjá meira en aðrir og
svo hafa líka sumir upplifað ýmislegt
í draumaheimi. Huldufólkið þurfti
stundum að leita til mannheima eftir
hjálp. Oft er talað um að mannfólkið
hafi þá brugðist vel við og hjálpað.
Einkum konum í barnsnauð. Huldu-
fólkið launaði vel fyrir sig . Þeir sem
höfðu gert því greiða vitandi eða
óvitandi urðu ýmsrar gæfu aðnjót-
andi. Þær sögur eru fallegar og það
er svo ljúft að lesa þær eða heyra
lesnar. Með fallegri sögum finnst
mér sagan um Álfkonuna í Kirkju-
höfn þar sem húsmóðirin unga hafði
svo mikla heimþrá til fyrri heim-
kynna að hún var ekki mönnum sinn-
andi. Álfkona kom til hennar í
draumi og bað hana að gefa sér
höfuðið af þeirri skepnu sem yrði
eftir í skut báts bónda hennar og
skyldi hún ekki sjá eftir því enda
gekk það eftir og læknaði álfkonan
góða ungu húsfreyjuna af heim-
þránni. Skyldi ennþá vera til huldu-
fólk - hvað haldið þið lesendur góðir?
Er það kannski flúið í burtu eitthvert
þar sem ekki er svona margbýlt eins
og er a.m.k á höfuðborgarsvæðinu.
Má einhver vera að því að gera því
greiða og fá það svo launað í staðinn,
kannski ekki með peningum heldur
hlýhug og réttri handleiðslu. “Eitt
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
29