Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 8
Umlukinn tölvu, töflu og sjónvarpsskjá, með bækur og blöð fyrir framan
sig er Þorsteinn í essinu sínu - hér í Kennaraháskólanum með námskeið
fyrir stjórnendur starfsleiknináms.
árabil og vissi því hvar skórinn
kreppti þegar ég fór utan í nám, en
mikið skorti á að lestrarkennsla væri
nógu hnitmiðuð fyrir þá sem áttu í
erfiðleikum með lestrarnám.“
Mikil þörf var á sérkennurum þegar
Þorsteinn kemur heim að loknu námi
1969, enda lendir hann í þrefoldu
starfi. Hann er ráðinn sérkennslu-
fulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykja-
víkur til að stýra sérkennslu í barna-
skólunum. Samtímis er hann fenginn
til að undirbúa kennslu sex ára barna
og sjá um námskeið fyrir kennara
þeirra. Einnig tekur hann að sér um-
sjón í sérkennslunámi fyrir 48 starf-
andi kennara í Kennaraskólanum sem
byggt var upp með sama sniði og
tíðkaðist í Noregi.
Innganga sex ára barna í skólana
markaði mikla breytingu á kennslu-
háttum og kennslugögnum“, segir
Þorsteinn, „ástæðan fyrir því að ég
var beðinn um að taka þetta starf að
mér mun að hluta til hafa verið sú að
ég hafði í samvinnu við Rannveigu
Löve samið kennslubók í lestri
Bamagaman sem var notuð í nokkra
áratugi samhliða Gagn og gaman.
Barnagaman naut vinsælda og jók
ijölbreytni í lestrarkennslu byrjenda.
Yfirvöld skólamála eru líka farin
að gera sér grein fyrir þörfinni á
sérkennslu og Kennaraskólinn vildi
mæta þessu. Ég var því fenginn til að
stýra sambærilegu framhaldsnámi og
tíðkaðist í Noregi, en námið náði yfir
tvö sumur með verkefnum um vetur-
inn. Eftir þetta var ég um nokkur ár
viðloðandi sérkennaranámið í Kenn-
araskólanum.
Fram að 1977 var enginn sér-
kennslufulltrúi starfandi í mennta-
málaráðuneytinu. Ég vann því tals-
vert á vegum þess, áður en Magnús
Magnússon var ráðinn þangað.
Árið 1971 kom upp mjög erfitt mál
varðandi ljóra nemendur sem sér-
fræðingateymi í Heyrnleysingjaskól-
anum taldi að ættu ekki heima þar.
Þetta voru börn með margar samhliða
fatlanir, sem gerði málið flóknara.
Ráðuneytið fól mér og læknunum
Hauki Þórðarsyni og Sævari Hall-
dórssyni að „stýra námi hreyfi-
hamlaðra og fjölfatlaðra barna“ eins
og það hét.
Sérskóli fyrir fjölfötluð börn var
stofnaður, en Styrktarfélag lamaðra
og fatlaðra rak heimavistarskóla í
Reykjadal sem ráðuneytið tók við.
Síðar voru þessir skólar lagðir niður
og nemendum ýmist komið fyrir í
heimaskóla, Öskjuhlíðarskóla eða
sérdeild hreyfihamlaðra í Hlíðaskóla.
Ég vil taka fram, að starfið í Hlíða-
skóla og Öskjuhlíðarskóla var ákaf-
lega happasælt.
Einnig stóðum við fyrir opnun dag-
heimilis fyrir fjölfötluð börn undir
skólaaldri í Bjarkarhlíð með stuðn-
ingi Reykjavíkurborgar. Eftir fyrsta
árið var starfsemin flutt í Kjarvalshús
á Seltjarnarnesi. Af þeim meiði
þróaðist síðan Greiningarstöð rík-
isins. Allt voru þetta byrjunarskref á
löngum þróunarferli.
Eftir 1972 var ég farinn að skipta
mér mjög af kennslu alvarlega fatl-
Þorsteinn á fundi hjá sérkennurum - að bera álitamál undir tengdadótt-
ur sína Lindu Udengaard og Baldur son sinn, sem bæði eru sérkennarar.
8