Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 42
r Oskar Björnsson, Neskaupstað: SÖGUR AF SMÁFÓLKl Formálsorð ritstjóra: Frá honum Óskari Björnssyni í Neskaupstað fékk ritstjóri frá- bæra sendingu á sumardögum. Vissulega er það rétt hjá Óskari að alltof mikið af Hlerað í hornum er af fullorðnum og fyrir full- orðna, en Óskar bætir hér bæri- lega úr. En í stað þess að setja þetta í safnið þykir ritstjóra rétt að birta þetta kærkomna tilskrif sérstaklega með aðfararorðum Ósk- ars. En vonandi berast Óskari með vestanblænum hlýjar þakkir mínar og svo auðvitað lesenda. Megið þið sem ég mæta vel njóta. Og síðan bréfið í heild: Heill og sæll. Fyrst af öllu vil ég þakka fyrir blað ykkar, sem við fáum sent. Það fyrsta sem ég les er “Hlerað í hornum”, mér til mikillar ánægju. Mest hefur verið fjallað um fullorðna og því langar mig til að koma með tillögu. Væri ekki hægt að taka yngstu borgarana fyrir, því frá smáfólkinu koma oft ífábær gullkom. Reyndar er hraðinn það mikill á öllu í dag, að enginn hefúr lengur tíma til að hlusta á þau yngstu, nema þegar maður er kominn á eftirlaun, þá getur maður farið að hlusta á barna- börnin. Ég hef gert ofurlítið að því að rifja upp sniðug tilsvör og annað hjá þeim yngstu. Nokkur sýnishorn mun ég nú koma með: Sonarsonur okkar, sem er tveggja ára síðan í desember, hefur stundum sofið hjá okkur, þegar mamma hans hefur verið að vinna. Fyrir utan mjólk gefúm við honum oftast djús frekar en gos. Eitt sinn kom frændi hans í heimsókn þegar sá litli kom nývaknaður fram í eldhúsið. Frænd- inn býður honum góðan dag og tekur sá stutti undir það. Þá spyr frændinn: “Er bleyjan þung?” Stráksi kveðurjá við því. Síðan spyr frændinn: “Og hvað er í bleyjunni?” Þá svarar sá stutti: “Djús”. Eins og önnur börn á hann mikið af leikföngum og ef þau brotna lími ég þau gjama saman. í húsinu heima hjá honum eru stigar sem eru handriðs- lausir. Mamma hans segir eitt sinn við hann: “Þú verður að passa þig á stigunum, því þú gætir dottið og brotnað í þúsund mola, og ég vil ekki eiga strák sem er í þúsund molum”. Þá segir sá stutti: “Það er allt i lagi þó ég brotni, afi getur bara límt mig saman”. Eitt sinn var ég á göngu með honum og þurfti hann að stansa til að horfa á fugla, sem voru stutt frá fjöru- borðinu. Ég segi svona að gamni mínu við hann: “Hvar ætli fuglarnir læri að synda, ætli þeir læri í sund- lauginni?” Þá segir sá litli: “Nei, afi, í sjónum”. Fyrir mörgum árum var annar sonarsonur mikið hjá okkur. Þegar hann var á fjórða ári var ég á göngu með honum og þá kastar hann sér skyndilega í götuna. Ég spyr hann hvort hann sé orðinn þreyttur. Þá svarar sá stutti: “Nei, afi, ég er alveg orðinn bensínlaus”. Þegar hann var svolítið eldri kom hann eitt sinn með mér í búð. Ég keypti m.a. sígarettur. Þegar við vorum á leið heim byrjar sá stutti að tala. “Það er óhollt að reykja, lungun skemmast og húðin verður ljót. En það versta af öllu er, að sálin getur orðið svört”. Ég sagði mömmu hans ffá þessu og sagði hún mér að þetta hefði hann allt ffá sér, nema þetta með sálina, það kannaðist hún ekki við. Stundum þegar ég var að stytta þeim litla stundir kom það fyrir að eitthvað misheppnaðist og þá sagði ég oft: “Þar lágu danir í því”. Einn dag þurfti ég að fara í búð rétt fyrir lokun og tók stráksa með mér, en þegar við komum að búðinni var búið að loka. Ég segi við þann litla: “Þetta var nú verra”. Þá segir sá litli: “Þar lágu danir í því”. Ein systurdóttir mín sem var þá fjögurra ára fór oft með mömmu sinni í heimsókn til konu í næsta húsi. Eins og gengur fengu þær kaffi og aðrar góðgerðir. Þegar kvatt var þakkaði mamma hennar alltaf fyrir kaffið. Eitt sinn var farið í heimsókn til sömu konu, sem stóð þá í hrein- gerningum og var því ekki boðið upp á kaffi í það skipti. Þegar mamma telpunnar kveður, snýr sú litla sér við í dyrunum og segir hátt og skýrt: “Og takk fyrir kaffið”. Þessi litla stúlka var eitt sinn í öku- ferð með foreldrum sínum og var ekið eins og leið liggur inn í sveit. Þegar bíllinn hafði farið nokkurn spöl sáust tvær persónur í fjarska á veg- inum. Þá segir sú litla: “Þarna eru strákur og stelpa”. Fólkið stóð kyrrt á götunni og þegar bíllinn nálgaðist meir hrópar sú litla upp: “Nei, þetta eru maður og kona”. Enn er haldið áfram og er bíllinn kominn að fólk- inu. Um leið og bíllinn rennur ffam- hjá því hrópar sú litla upp: “Nei, þetta eru kall og kelling”. Lítill frændi minn sá mig kveikja mér í sígarettu og spyr: “Reykir þú frændi?” Égjátaþví. “Oh my God,” segir þá sá litli. Þegar einn af sonum okkar var lítill bað hann mömmu sína um mjólk með þessum hætti: “Mamma, viltu gefa mér glas af mjólk, í bolla”. Lítil stúlka var í leikskóla og fengu börnin að fara í kirkju dag einn. Þegar mamma hennar sótti hana í leikskólann spurði hún þá litlu hvað Óskar Biörnsson 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.