Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 23
á lofti er m.a. unnið við að vefa og reynt að koma framleiðslunni þar eftir fongum í eitthvert verð. Niðri er fyrst og fremst um pökkunarvinnu að ræða: blöð, kort, vörur frá bygginga- vöruverslunum m.a. smáhlutir ýmsir settir í poka. Á vinnustofunum er verið að frá 9-3 og þegar nóg er að gera eru þeir hressustu og bestu að allan daginn með venjulegu matar- hléi. Allir fá þarna sín tækifæri sem mögulegt er og aðeins þeir allra lökustu fara ekki á vinnustofurnar. Þau sem þarna vinna fá svo ákveðna þóknun fyrir vinnuffamlag sitt. I sambandi við vinnustofurnar greinir Kristján okkur frá skiptunum við Tjaldanes sem einmitt var sagt frá í heimsókn þangað. Þar er góð sam- vinna á milli og 3 frá Tjaldanesi koma í Skálatún og svo öfugt, en mest eru þetta þeir sömu. 3 sam- býlisbúar fara svo í vinnu í borginni: 1 í Mylluna, 1 í Plastprent og 1 í Bjarkarás. Afþreying er allnokkur og allar meiri háttar samkomur s.s. jóla- ball og þorrablót eru heldur betur vel sóttar og t.d. á þorrablótið mæta foreldrar og aðrir aðstandendur all- vel. Heimilisfólk er einnig afar dug- legt að sækja dansleikina í Árseli og skemmtir sér þar undurvel. Flest sumur hefur svo verið farið í ferðalög en þeim fylgir eðlilega mikil vinna og mikil fyrirhöfn, en þeim fylgir líka gleðin góð. Og ekki má gleyma fullorðins- fræðslunni en okkur var sýnd stunda- taflan á síðustu vorönn og á henni sást að mikið var gjört og margir nutu enda rnunu yfir 30 Skálatúnsbúar sækja eitthvað til Fullorðinsfræðslu fatlaðra. Kristján kvað þetta einkar dýr- mætan þátt í starfseminni sem væri tekið í móti þakklátum huga svo margra. Auðvitað er hér um mismikla þátt- töku að ræða en hennar ríkulega notið af þeim mörgu sem þangað sækja. Við Guðríður enduðum svo heim- sóknina á því að fara í heimsókn á sambýlið þar sem 11 búa. Við feng- um íbúana til leiðsagnar sem sýndu okkur bæði einkaherbergi sín, sam- eiginlegu aðstöðuna, sólstofuna fall- egu og baðaðstöðuna. í einu herberginu búa tvær saman af þeirri einföldu ástæðu að þær Margrét og Guðlaug sem þar deila herbergi vilja ekki aðskildar vera, en annars eru herbergin u.þ.b. 16 fer- metrar, eins manns vel búin, og svo eru tveir íbúar um hverja snyrtingu. Þama er líka þvottahús og auðvitað eldhús og borðstofa, allt eins og vera ber á stóru heimili. Starfsfólkið sér að miklu leyti um öll verk s.s. þrif og tiltekt en sambýlisbúar virkjaðir til þess að taka sem bestan þátt í öllu heimilishaldi. Við spurðum Kristján að lokum hvað hann vildi segja lesendum okkar. Hann kvað vissulega margt framundan í málefnum fatlaðra og að þeim þyrfti svo sannarlega að hlúa sem allra best. Hann vildi líka alveg sérstaklega koma því að, hver nauð- syn væri á kjarabótum til þess fólks sem starfar að þessum málefnum, ekki síst hins ófaglærða starfsfólks sem á hreinum smánarlaunum væri. Menn yrðu að gjöra sér ljóst hve gífurlega mikilsverð vinna væri innt þarna af hendi og spurði svo: Hvað verður um þetta fólk sem við erum að hugsa um, ef enginn fæst til að sinna Hlerað í hornum Dóttursonurinn spurði ritstjóra: “Hvað er hægt að gefa manni sem á alla skapaða hluti?” Það vissi ritstjóri ekki. “Jú, það er nú einfalt. Þú gefur honum auðvitað þjófavarnarkerfi.” Sjónvarpsprédikari vestra messaði alltaf í kirkju einni og safnaði þar umönnun þess? Að þessu þyrfti að hyggja og það strax. Kristján nefndi einnig hve brýnt væri að veita auknu fé til viðhaldsframkvæmda, benti okkur m.a. á heimilið stóra er hýsir 16 og sem sannarlega þyrfti verulegt viðhald. Vanræksla viðhalds er stór- varasöm og kemur margfaldlega í bakið á mönnum og kostar ótrúlega mikið til framtíðar. Við Guðríður kvöddum Kristján með þökk fyrir ljúfa leiðsögn og fróðleik allan. Héðan eru heimilismönnum svo og öllum sem að vinna sendar hlýjar kveðjur og árnaðaróskir um auðnu- daga bjarta. Við látum svo Kristján hafa síðasta orðið en í blaðagreininni frá 1994 segir hann svo: “Það er von mín að í Skálatúni eigi þroskaheftir á öllum aldri skjól enn um langa hríð. Öllum þroskaheftum á íslandi eru sendar kærar kveðjur frá Skálatúni, og þeim óskað Guðs blessunar í bráð og lengd”. samskotum fyrir sig og starfið, en fólk var býsna tregt að gefa. Hann lét því setja rafskaut í sætin í kirkjunni og næst þegar hann messaði bað hann þá að standa upp sem gefa vildu 100 dollara og setti um leið rafstrauminn á. Af varð gífurleg söfnun því allir stóðu upp. Þegar fólk gekk út fann það þrjá Skota sitjandi stjarfa og steindauða í aftasta sætinu. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.