Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 43
Kyiming fr amkvæmdastj óra Hvað er framundan? Formálsorð: Hér á eftir fer fram kynning á nýjum framkvæmdastjóra Alnæm- issamtakanna. Um leið víkur Arn- dís að því sem efst er á baugi hjá samtökunum. En gefum henni orðið: r Eg, Arndís B j ö r k Andrésdóttir, fæddist í Reykj avík þann 15. des- ember 1970. Þegar ég var níu ára fluttist íjölskyldan til Nes- kaupstaðar. Þar varð mótun mín í verkamannaíjölskyldu í sjávar- plássi. Eftir stúdentspróf frá Mennta- skólanum á Egilsstöðum 1991 fór ég til Bandaríkjanna og var þar í tvö ár og þegar ég kom heim fór ég í Háskólann og nam guðfræði í nokkur ár eða þar til ég eignaðist dóttur mína Huldu Rós sem nú er þriggja ára, svo fæddist Gunnar í fyrra og þegar fæðingarorlofinu lauk ákvað ég að reyna við vinnu- markaðinn. Þannig endaði ég hér hjá Alnæmissamtökunum í mars í 75% starfi, alúðlegasta vinnustað sem ég hef verið á. Hér hjá Alnæmissamtökunum er heilmikið um að vera, hingað til hefur starfsemin aðallega falist í því að veita smituðum og aðstandendum stuðning, sem við munum áfram gera. Vegna nýju lyljanna sem komu á markaðinn 1996 hafa margir öðlast aukinn þrótt og sumir jafnvel getað farið út á vinnumarkaðinn aftur hluta úr degi, það eru mjög góðar fréttir. Aðrar fréttir, ekki svo góðar eru að sífellt fleiri smitast af HIV veirunni og þar sem engin lækning er til viljum við beita kröftum okkar í auknum mæli að forvörnum. Nú í haust munum við í samstarfi við SAMFÉS, samtök félagsmið- stöðva, og jafnvel fleiri aðila, hrinda af stað stórátaki í for- vörnum um allt land. Svona átak var í Reykjavík fyrir nokkrum árum sem heppnaðist mjög vel og er alveg kominn tími á nýja her- ferð. Framtíðarsýnin er svo að halda svona átaki rúllandi annað til þriðja hvert ár því umræðan má aldrei lognast út af. Ég tala nú ekki um ef við fáum félög eins og Sam- tök um ótímabærar barneignir í lið með okkur og getum tekið kynlíf fyrir í heildarmynd sinni; það jákvæða og fallega við kynlífið, hugsanlegar afleiðingar þess og hvernig koma má í veg fyrir þær. Það er alveg sjálfsagt að nota smokkinn, og það er sjálfsagt fyrir bæði stráka og stelpur að eiga hann, og það er allt í lagi að segja nei. Með kveðju Arndís Andrésdóttir. Arndís Björk Andrésdóttir hún hefði nú séð í kirkjunni. Þá svaraði sú litla: “Ég sá kall með skegg”. Og þá spyr mamman: “Og hvað gerði nú þessi kall?” Þá svaraði sú litla: “Ja, hann gat nú ekkert gert, því það var búið að negla hann á spýtu og hengja upp á vegg”. Ég fór oft með einum sonarsyni okkar í gönguferðir um göturnar og fundum við oft krónupeninga. Einn daginn fundum við óvenju marga peninga, en daginn eftir engan. Ég segi við þann stutta: “Þetta er merki- legt, í gær fundum við marga pen- inga, en nú finnum við enga”. Þá segir sá litli: “Já, afi, svona er lífið”. Lítil stúlka var í heimsókn hjá ömmu sinni. Amma þurfti að sópa gólfið en sópurinn var niðri í kjallara. Amman bað þá litlu að sækja hann þangað og færa henni. Litla stúlkan segist ekki fara þangað, því það sé svo dimmt. Amman segir þá: “Þú þarft ekki að vera hrædd við að fara ofan í kjallarann, því Guð er þar og passar þig og hjálpar”. Litla stúlkan gengur að stiganum sem lá niður í kjallarann og fer tvær tröppur niður, stansar þar og kallar niður: “Guð, fyrst þú ert þarna niðri, viltu þá ekki rétta mér sópinn”. Lítill strákur var í leikskóla og var honum m.a. sagt að Jesús væri alltaf hjá honum og hann passaði hann og hjálpaði þegar þess þyrfti. Eitt sinn þegar stráksi var heima hjá sér, þurfti hann að fara á klósett. Mamma hans fór með hann þangað, kom honum fyrir og bað hann að kalla fram í eld- hús þegar hann væri búinn. En af stráksa er það að segja að hann dettur tvöfaldur ofan í skálina og hrópar á hjálp, en bætir svo við: “Mamma, hvar er Jesús nú?” Þegar við þurftum að skipta yfir í rafmagnskyndingu í húsinu okkar, varð auðvitað að brjóta niður reyk- háfinn á húsinu. Einn sonarsonur okkar var hjá okkur meðan þetta var gert og fylgdist með af mikilli at- hygli. Svo þegar reykháfurinn var fallinn, segir sá stutti við mig. “Afi, nú verður amma sko að hætta að reykja”. Óskar Björnsson Hlerað í hornum Heyrt á vinkvennaspjall. “Heldurðu að maðurinn minn hafi ekki unnið ferð til Kanaríeyja fyrir tvo. Hann fór tvisvar”. Maður sótti um starf og stúlkan pikkaði allt inn á nýjustu tölvu. Hann dáðist að flýti hennar en hún svaraði: “Já þetta er sko hraðvirk tölva”, en bætti við “þú færð svarið eftir svona 4-6 vikur”. Kona ein segir frá: Mikið varð ég glöð þegar Kalli minn bað mig um að fá að sjá giftingaralbúmið okkar en við höfðum þá verið gift í 30 ár. Ég spurði hann hvað hann ætlaði að sjá en rnikil urðu vonbrigði mín, þegar hann svaraði: “Ég ætla að sýna strákunum myndina af sportbílnum sem ég átti þá”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.