Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 32
Michael J. Fox og barátta hans gegn banvænum sjúkdómi Þýðing úr ensku: Ingólfur Örn Birgisson Aðalpersónan í þáttunum Spin city, Michael J. Fox (Back to the future I, II og III) hættir í sinni vinsælu þáttaröð vegna þess að hann getur ekki lengur falið vanlíðan sína af þeim illvíga Parkinson- sjúkdómi sem hann þjáist af. Suma daga get- ur hann varla gengið og hann á í erfiðleikum með að dylja titr- ing og skjálfta í höndum meðan á æfingum stendur. S j ú k - d ó m u r h a n s h e f u r stöðugt færst í aukana. Hann er orðinn þróttminni en hann vonaðist til, segir Jeanna Rosner, fræðslustjóri fyrir Parkinson - styrktar- sjóðinn. “Ég virði hann fyrir að hætta núna- og hætta með stæl. Það þarf virkilegt hug- rekki til þess”, segir hún. Góðu fréttirnar eru þær að leikferill þessa vinsæla leikara þarf ekki að vera á enda runninn. Með hvíld og afslöppun getur álagið á hann minnkað og martraðirnar má vel bæta. Michael er aðeins 38 ára gamall og er einn framleiðenda þátt- anna. Samstarfsmenn hans hafa sagt að hinn vinsæli leikari ætti að vinna akademísku kvikmyndaverðlaunin á hverjum degi. Tyggur tyggjó Þótt Michael hafi leikið mörg stór hlutverk, er hans mesti leikur þó í því fólginn að fela Parkinsonsjúkdóminn. Michael tyggur tyggjó, vindur upp á hendurnar, dansar og notar ótal önnur brögð til að fela sjúkdóminn sem hindrar hreyfingar hans. En á end- anum getur hann ekki falið það sem sjúkdómurinn er að eyðileggja. Hann verður að viðurkenna að jafnvel þótt hann geti eytt eða dregið úr áhrifum af sjúkdómnum, þá er ásigkomulag hans verra en hann sjálfur heldur oft á tíðum. Það höfðu komið dagar þar sem hann varð að fara heim til sín seint um nótt eftir æfingar og var þá svo stífur og þreyttur að hann varð að láta bera sig inn. Vandi er að segja fyrir um hegðan sjúkdómsins og vera þannig tilbúinn með meðulin á réttu augnabliki. En stundum fær hann, þó of sjaldan sé, daga þar sem skjálfti og tauga- deyfing voru á réttum tíma og honum leið vel, sem sannaði að hver dagur er einstakur. Hann tekur frá ákveðna tíma til að leika sér við börnin sín, Sam tíu ára og tvíburana Aquinnah og Schuyler sem eru að verða fimm ára. Leitar sér að nýrri vinnu Þegar hann kom úr góðu fríi með eiginkonu sinni, leikkonunni Tracy Pollan, ákvað hann að tími væri kominn til að yfirgefa leiksviðið og eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni og virkja sig betur gagnvart Parkin- son sjúkdómnum. Michael er mjög tryggur starfsfólki sínu og það dýrkar hann sömuleiðis, enda var loft til- finningaþrungið þegar hann las í eigin persónu fyrir þau það sem fjöl- miðlarnir áttu að segja um sjúk- dóminn. “Það hefði mátt heyra saumnál detta þegar rödd hans brást og hann reyndi grátandi að lesa”, er haft eftir þeim sem voru þar. Þegar hann tilkynnti þeim að hann væri hættur í þáttunum þegar samnings- tímanum lyki varð fólkið þrumu lostið. Fljótlega eftir það fóru allir í kringum Michael að hágráta. Hann sagði öllu sínu samstarfsfólki að þau væru bestu leikararnir í sjónvarpinu. Hann sagði þeim líka, hve hann væri hreykinn af hverjum og einum og hvað það hefði verið þægilegt að vinna með þeim síðustu fjögur ár. Að endingu sagði hann þeim að hann hefði ákveðið að skýra öllum frá sjúkdómi sínum núna frekar en í enda tímabilsins svo þau gætu leitað sér að nýrri vinnu í rólegheitum. Berst í hljóði Það er dæmigert fyrir Michael að setja alltaf alla á undan sér og þjást í hljóði. Framleiðendur þáttanna eru að reyna að finna mögulega leið til að halda þáttunum gangandi á meðan Michael er að reyna að beijast við sjúkdóminn. “Sjúkdómur hans er stirðleiki og stífni og suma daga á hann erfitt um gang”, segir leikari í þáttaröðinni við blaðamann. Ef Sam sonur hans vill fara og vera í fótbolta fyllast augu Michaels af tárum. “En þegar hann fær frí ffá þessum sjúkdómi getur vel verið að honum fari að líða betur”, segir einn framleiðandinn. Niðurlag Parkinsonsjúkdómurinn versnar undir álagi- og að stjórna vikulegum framhaldsþætti eykur mjög álagið. Þýtt úr National Enquirer 5. feb. 2000. Ingólfur Örn Birgisson. Á góðri stund með börn og hund. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.