Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 47
Þjónusta við fatlaða
í Norðurlandskjör-
dæmi vestra
Hér barst á borð á sumarmánuðum kynningarrit um þjónustu á vegum
Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra. Nú þegar
umræðan um yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga er hvað
brýnust í brennidepli er okkur skylt að huga að hversu sú þjónusta reynist sem
þegar er komin yfir til sveitarfélaganna, ýmist með sérstökum þjónustu-
samningi eða þá sem verkefni tilraunasveitarfélags. Allt er það þó með því
fororði að hér er um sérstaka samninga að ræða sem óhætt mun að segja að
séu allhagstæðir fyrir sveitarfélögin svo og að enn eru í fullu gildi sérlögin um
málefni fatlaðra. Þetta kynningarrit sannar það ótvírætt að byggðasamlagið
norður þar tekur hlutverk sitt alvarlega og vinnur vel að málum enda kom það
glögglega í ljós í fyrra þegar ritstjóri heimsótti Norðurland vestra í fylgd með
öðrum stjórnarnefndarmönnum um málefni fatlaðra. M.a. kom í ljós á Sauð-
árkróki hve þar hafði vel á málum verið tekið svo okkur þótti til fyrirmyndar
og sama var um Siglufjörð að segja.
I kynningarritinu áðurnefnda kemur það fram hver markmið þjónustu-
samnings eru: Að tryggja fotluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra
og skapa þeim skilyrði til að lifa eðlilegu lífi. Að þjónusta fólk í heimabyggð.
Að koma á betri aukinni þjónustu fyrir fatlaða. Að létta undir með fjöl-
skyldum fatlaðra barna.
Byggðasamlagið, sem að þjónustusamningnum stendur við félagsmála-
ráðuneyti gengst að sjálfsögðu undir það að starfa skv. lögum um málefni
fatlaðra og það er samstarfsvettvangur sveitarfélaganna í Norðurlandskjör-
dæmi vestra.
Þjónustusvæðin eru ijögur: Siglufjörður, Skagafjörður, Austur-Húnavatns-
sýsla og Húnaþing vestra.
I kynningarritinu er getið um svæðisráðið í málefnum fatlaðra sem eftirlit
hefur með framkvæmd samningsins og vel undirstrikað að trúnaðarmaður sé
starfandi hjá svæðisráði.
Glögg upptalning er á þjónustuþáttum:
Ráðgjöf, aðstoð við búsetu, aðstoð vegna atvinnu og náms (iðja-dagvist-
hæfing og styrkir til verkfæra eða tækjakaupa) og þjónusta við fjölskyldur
fatlaðra barna þ.m.t. leikfangasöfn.
Síðan er talið upp varðandi aðra þjónustu á vegum sveitarfélagsins: ferða-
þjónusta, heimaþjónusta, liðveisla, ijárhagsaðstoð og ýmiss stuðningur.
Síminn í aðalstöðvunum á Sauðárkróki er 455 6060.
Þarft og gott kynningarrit er þakkað vel.
H.S.
Félag heyrnarlausra
á nýjum stað
Félag heyrnarlausra er ekki lengur á Laugavegi 26, heldur hefur flutt sig
ofar á Laugaveginn. Heimilisfang félagsins er nú að Laugavegi 103, 3.
hæð 105 Reykjavík. Síminn er sá sami 561 3560.
Félaginu er alls góðs óskað í nýjum húsakynnum, en þegar þetta er skrifað
þá eru framundan framkvæmdastjóraskipti hjá félaginu og frá því sagt í næsta
blaði sem og öðrum hræringum í félögum okkar.
H.S.
Úr vísna-
safni Ólafar
Óskarsdóttur
Hún Ólöf Óskarsdóttir sem
hér býr í Hátúninu leit
hingað inn og fór með nokkrar
vel kveðnar vísur fyrir ritstjóra.
Þær fara hér á eftir. Sú fyrsta er
eftir henni óþekktan höfund:
Amahreggið hræðir kalt,
hélu á vegginn málar.
Titrar neggið ísað allt,
ála leggur sálar.
Og svo eru hér fleygar vísur
sem Ólöf kveður vera eftir
Stefán frá Knarrarnesi á Vatns-
leysuströnd sem hún segir hafa
verið uppi á síðustu öld.
Til stúlku sem ætíð gekk ber-
fætt og var nefnd eftir því:
Berum skokkar iljum á,
úldna kokkar hausa
hringadokkin björt á brá,
Bogga sokkalausa.
Kveðið við latar dætur sem
ekki vildu vinna útiverkin:
Þið eruð dulur, þolið ei kul
né vætu,
ræfilstuskur, rýjur, hró,
réttar buskur elds við stó.
Og sjálfslýsing að lokum:
Ég er eins og annar maur
oft með soltinn maga,
hef þó lífsins öslað aur
alla mína daga.
Ekki meira gap um gaur
gleymd og búin saga.
Frá Ólöfu Óskarsdóttur.
Hlerað í hornum
Á aðalþingum félagsskapar eins var
það orðin föst venja að ónefndur
maður fengi eitt atkvæði í helztu
virðingarstöður og höfðu menn
lúmskt gaman að. Nú brá hins vegar
svo við að sá hinn sami ónefndi
maður fékk tvö atkvæði og þá sagði
einhver stundarhátt: “ Nú, þau eru þá
bæði á þinginu, hjónakornin”.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
47