Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 49

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 49
Heiðursfélagi Parkinson- samtakanna Bryndís Tómasdóttir Hingað kom til mín á sólríkum sumardegi einn ágætra baráttu- manna Parkinsonsamtakanna og sagði mér að nú hefði mér heldur betur orðið á í messunni í síðasta tölublaði í frásögn af aðalfundi Parkinsonsamtakanna. Þar hefði ég getið þess að þau heiðurshjón Aslaug Sigurbjörns- dóttir og séra Magnús Guðmundsson hefðu verið gjörð að fyrstu heiðurs- félögum samtakanna. Allt hefði það verið satt og rétt en þriðja heiðurs- félaganum hefði ég hreinlega gleymt, henni Bryndísi Tómasdóttur, þeirri kjarnakonu ódeigrar baráttu fyrir samtökin svo lengi. Mér þóttu þetta nokkur tíðindi svo mjög sem ég kann að meta þá mætu konu, enda kom, sem betur fer fyrir mig, í ljós að í frétt frá aðalfundi Parkinsonsamtakanna í þeirra eigin fréttabréfi, sem ég hafði byggt pistil minn á, þá var sómakonunnar Bryn- dísar einfaldlega hvergi getið. Mér var því fyrirmunað með öllu að vita þetta kjör hennar sem heiðursfélaga svo virkilega verðugt sem þetta var þó. Til hamingju, Bryndís mín og njóttu heiðursins vel svo sem þú átt helst skilið. H.S. Staka Hann Óskar Björnsson í Neskaap- stað læddi þessn að ritstjóra: Fyrir mörgum árum kom skag- firskur bóndi hingað á jeppa. Göngin voru ekki komin þá. A Oddsskarði datt honum þetta í hug: Hálfur fór ég heiman að hissa margur starði á það. Nú er ég í Neskaupstað, nálgast óðum Stalingrad. Hugrún Fanney Sigurðardóttir: Morgunstund Sól heilsar morgni meðan dalir sofa rótt. Draumar fara til skýja, útkoman verður nótt. Þú hlustar á hjarta vorsins. Ævintýrin gerast enn svo saklaus eins og blóm fýrir litlar konur og menn. Vindur kemur úr austri. Dagurinn gleður lítil börn. Rósin stingur þig á ljúfan máta á meðan líður dagurinn. Svo háttarðu þig bráðlega. Heldur fastar og fastar utan um og horfir á rósina sem brást og grætur. Hugrún F. Sigurðardóttir. Úr safni Friðgeirs Einars Þegar kona fær sér í glas nýtur hún vínsins í rólegheitum þar til hún finnur á sér. Er svo ber við fer hún heim að sofa. Þegar karl fær sér í staupinu sýpur hann áfengið af list uns hann er augafullur. Er svo er komið vafrar hann um þar til hann sofnar. Þá fellur hann á hausinn. Síðan fær hann í hausinn. Að lokum fer hann á hausinn. Löngu síðar lýstur niður í hausinn á allslausum: Þetta er munurinn á skynsemi annars vegar og þvermóði hins vegar. Friðgeir Einar. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.