Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 20
Bókarkynning Hingað kom á mildum júlí- morgni færandi hendi Birna H. Bergsdóttir, formaður Fé- lags áhugafólks um Downs - heil- kenni. Annars vegar kom hún með hina ágætustu fróðleiksgrein um fé- lagið sem hér birtist nú i blaðinu. Hins vegar færði hún bandalaginu hina myndarlegu bók um Downs - heilkenni sem félagið var að gefa út, gjöfin kærkominn þakklætisvottur fyrir þann þó takmarkaða fjárstyrk er Öryrkjabandalagið veitti félaginu til útgáfunnar. Meginefni bókarinnar eða 7 kaflar af 8 eru þýddir úr sænsku af Þorleifi Haukssyni, sem tryggir hið ljósa og vandaða málfar bókarinnar, en s.s. í formála segir þá eru höfundar hinir fremstu sérfræðingar sænskir, hver á sínu sviði. Friðrik Sigurðsson skrifar svo áttunda kaflann um félagslegan stuðning við fotluð börn og Ijöl- skyldur þeirra hér á landi. í fátæklegri kynningu er aðeins hægt að geta um kaflaheiti og taka upp eina eða tvær setningar úr hverj- um kafla til þess að vekja frekari áhuga fólks á efninu án þess að full- yrða nokkuð um vægi einstakra setn- inga eða tilvitnana. Fyrsti kaflinn nefnist: Að eignast barn með Downs - heilkenni og þar segir m.a. um viðbrögð móður við sársaukafullum veruleika: “Það var eins og ég hefði fall- ið fram af hengiflugi”. Annar kaflinn er um greiningu Downs - heil- kennis hjá nýfæddu barni og þar segir m.a.: Utlitseinkenni fólks með Downs - heilkenni eru ekki sérkennandi. Þriðji kaflinn er um sögulegt yfirlit. Þar segir að fyrsta lýsingin á einstaklingi með Downs - heilkenni hafi verið rituð árið 1838. Einnig kemur þar fram að með- alævi þessa fólks sé 57 ár. Fjórði kaflinn er um erfðafræðilegar rætur Downs - heilkenni Downs - heilkennis og um litningaaf- brigðið segir að Downs - heilkenni stafi alltaf af því að barnið hefur fengið aukalitningaefni úr 21. litn- ingi, hafi 47 litninga i stað 46. Þar er einnig gjörð glögg grein fyrir fóstur- greiningu og þar segir að það hafi risið og rísi enn talsverðar umræður í þjóðfélaginu hvort það sé siðferði- lega rétt að leita þannig, einmitt að Downs - heilkenni. Fimmti kaflinn fjallar um vandamál sem stafa af vanstarfsemi heilans og m.a. segir þar: Eina fötlunin sem er sameiginleg öllum einstaklingum með Downs - heilkenni er greindar- skerðing, en mismunur á greindar- þroska einstaklinga óhemju stór innan hópsins. Sjötti kaflinn er um læknisfræðileg vandamál og þau eru talin upp. Meðfæddur hjartagalli er alvarlegasta afbrigðið, hjá um helmingi nýfæddra barna, meðfædd lokun í meltingar- vegi hjá 8%, augnvandamál algeng svo og heyrnarskerðing, húðvanda- mál, sjálfsmótefni og sýkinganæmi, barnahvítblæði - tuttugu sinnum hættara en öðrum börnum, skjald- kirtilstruflanir, drengir yfirleitt ófrjóir og svo mætti áfram telja. Sjöundi kaflinn og sá langlengsti nefnist: Samræður um málþroska fyrir skólaskyldualdur. Þar er rætt um hvað þroskahömlun sé, farið ofan í saumana á gáfnamati með greindar- prófum, skynjun, skilningi, hreyfi- færni, námsörðugleikum o.s.frv. og komið inn á spurninguna hvað sé mál, lýst inn í hina mjög mismunandi afstöðu og varðandi málið rakst ég á yndislega tilvitnun: “Þegar ég var ung vann ég á heimili fyrir þroska- hefta. Ég man sérstaklega eftir tveimur karlmönnum sem sátu oft saman og virtust skemmta sér vel saman. Hvorugur þeirra kunni að tala, en þeir notuðu látbragð í stað- inn”. Þama er líka fjallað um gömul “sannindi” sem oft eru úr öllum takt við raunveruleikann. Nærfærnar og skýrar eru ýmsar myndir sem upp eru dregnar, farið í forðabúr foreldra, rætt hispurslaust um hlutina, farið yfir í samræðuformi hina ýmsu þætti varðandi mál, orða- myndun, setningamyndun og um leið gjörð grein fýrir hve ólíkir einstakl- ingarnir eru innan hópsins. Ein ljúfa, ljósra mynda úr bókinni. annast sagna fylgdist ég af áhuga með henni Dóru með Downs - heilkennið fram að skólaskyldualdri og varð vægast sagt margs vísari. Friðrik Sigurðsson hefur svo tekið saman mikinn og þarfan fróðleik um félagslegan stuðning, um lögin um málefni fatlaðra, greiningu og ráð- gjöf, umönnunargreiðslur o.s.ffv. I kynningu á bókinni sem er sú fyrsta og eina á íslensku um Downs - heilkenni segir að bókin sé ætluð mörgum les- endahópum, fyrst og fremst foreldrum, að- standendum, fagaðilum og starfsfólki sem sinnir einstaklingum með Downs - heilkenni. Hún er sögð geta nýst í menntun lækna og starfsfólks við umönnun fatlaðra og sem upp- flettirit og að loknum lestri skal vissulega undir þetta tekið. Félaginu eru sendar héðan heillaóskir með frábært framtak. H.S. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.