Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 45
fœri til tengsla í leik og starfi. Reynslan er jákvæð og góð, en hún sýnir einnig að afar ólíklegt er að um mikla eftirspurn verði að ræða. Tengsl hafa skapast t.d. við Blindra- félagið og Félag heyrnarlausra, og einnig eru geðfatlaðir einstaklingar í hópi notenda sem hafa aukið lífs- gœði sín með þátttöku í starfinu. Enn fremur má nefna dœmi um yngri einstakling sem hefur hafið þátttöku í félagsstarfmu og auðgað það veru- lega með hljóðfæraleik sínum. Svo mörg voru þau verðugu orð og sannast sagna afar gleðilegt þegar góð reynsla eins og hjá þeim í Gerðubergi er nýtt til að hrinda góðum málum í fulla framkvæmd. Guðrún segist alltaf hafa verið viss um að þetta verkefni sitt myndi heppnast, á móti verkefnum sem þessum ætti hreinlega að taka með hugarfarinu: Þetta leysi ég. Engin truflun hafi orðið af völdum þeirra sem þangað hafa sótt yngri en 67 ára, fremur verið til ágætrar uppfyllingar. Aðalatriði væri að ná til þess fólks sem við mesta einangrun byggi, þar þyrftu allir á eitt að leggjast. Kynning þessa skipti miklu máli svo og tengingin við félagsþjónustuna al- mennt, einkum heimaþjónustuna. Guðrún nefndi m.a. varðandi geð- fatlaða að þar skipti baklandið miklu máli, að mega alltaf til þeirra leita sem sæju um læknisfræðilega meðhöndlan þessa fólks. Hún sagðist ekki óttast neina holskeflu aðsóknar, þetta kæmi smátt og smátt og dýrmætast væri fyrir fólk að vita um að þessi möguleiki stæði því opinn. Við ættum einfaldlega í þessu sem öðru að stuðla að einu samfélagi fyrir alla án aðgreiningar hvers konar m.a. aldursaðgreiningar. Hún vildi gjöra að sínum orðum niðurlagsorð viðtals í Morgun- blaðinu þar sem Guðbjörg Pálsdóttir hjúkrunardeildarstjóri á slysa- og bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi segir svo: “Hér eru allir fyrir alla á sama plani og enginn betri en annar. Það er náttúrulega grundvallaratriði í þessum samskiptum”. Við þökkum Guðrúnu fyrir spjallið og kaffið, já og heimabökuðu tertuna sem við nutum svo vel, en Guðrúnu verður aldrei fullþakkað frumkvæði hennar og hversu allt þar hefur vel til tekist. H.S. Hermann Páll Jónasson: í ljóðum Formálsorð: Hann Hermann Páll Jónasson sem hér býr í Hátúninu kom heldur betur færandi hendi til ritstjóra einn sælan sólskinsdag. Hermann Páll kom með nokkur sýnishorn af eins konar örljóðum þar sem sérkennið er m.a. það að nöfn þeirra allra byrja á forsetningunni: I.... Og hér koma svo fimm sýnishorn. í dag Úrillur eftir helgina. Skapvondur út af engu. Vantar tilgang. í gær í gær var sunnudagur. Það gerðist lítið. Prestarnir prédikuðu af gömlum vana. í því Brenni upp á Hótel ísland. Kenndur. Fer á barinn. Sé eina föngulega. Skellum í okkur nokkrum Tökum taxa. Hvað svo? Við lendum í hörku aftanákeyrslu. Endum bæði beinbrotin upp á slysavarðstofu. í stjórn Það er voða gaman að lifa og þeir ganga breiða veginn. í borg Stjórnin er ýmist til hægri eða vinstri en eins og margir vita er enginn munur á kók og pepsí. Kærar þakkir Hermann Páll. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.