Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 37

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 37
rétt að greina í stuttu máli þó frá þessum tillögum. Megintillagan er svohljóðandi orð- rétt: Hið opinbera kanni hagkvæmni þess að hverfa frá niðurgreiðslu lána vegna leiguhúsnæðis og frá því að eiga og reka leiguhúsnæði í eigin nafni. Lánskjör til leiguhúsnæðis taki mið af þeim vaxtakjörum sem íbúðalánasjóði bjóðast hverju sinni með sölu húsnæðisbréfa. í stað niðurgreiðslna á lánum til leiguhúsnæðis og á rekstrarkostnaði verji hið opinbera sambærilegu fjár- magni á ári hveiju til: hcekkunar á húsaleigubótum til að mœta auknum kostnaði leigjenda. Stofnstyrkja sem renni til leigufé- laga á vegum sveitarfélaga og til félagasamtaka, einstaklinga og fyrirtœkja sem eiga og reka sérhœft leiguhúsnceði, t.d. fyrir námsmenn, aldraða, fatlaða og öryrkja. í viðbótartillögum eru lagðar til sér- stakar tímabundnar aðgerðir þar sem veruleg þörf er á leiguhúsnæði: auknar lánsheimildir íbúðalánasjóðs, auknir lánamöguleikar fyrir einstakl- inga, félagasamtök og fyrirtæki, tímabundið stofnframlag frá hinu opinbera til ákveðinna aðila o.s.frv. Endurskoðun húsaleigubóta og skattlagning þeirra skoðuð. Ráðgjöf til sveitarfélaga og félagasamtaka verði efld og svo mætti áfram telja. Fyrir öryrkja er mikil nauðsyn að markvissar aðgerðir komi til í þess- um efnum svo stór hluti þeirra sem sér enga aðra leið færa en leigu- markaðinn. r Istuttu spjalli við Önnu Ingvarsdóttur vildi hún einkum að þetta kæmi fram: Hér að framan hefur ver- ið gjörð grein fyrir meginefni þess nefndar- starfs sem unnið var. Ljóst er að viðfangsefni nefnd- arinnar var viðamikið og vandasamt. Heildarkönnun sú sem gerð var á þörf leiguhúsnæðis var hin ágætasta, þar sem bæði sveitarfélög og félaga- samtök komu að upplýsingagjöf, þó eflaust hafi hún ekki verið tæmandi. Þarna er að finna miklar og þarfar upplýsingar, enda einn meginþátta nefndarstarfsins að koma þeim á framfæri við þá sem þessum málum stjórna. Ég hefði allt eins vel getað séð aðra leið til úrlausnar en þá sem megin- tillagan gerir ráð fyrir. Sú tillaga er vænleg til árangurs ef framkvæmd hennar verður sú sem drög eru lögð að og það tryggt um leið að hún taki til allra þátta málsins. Það sem öllu máli skiptir í fram- tíðarmeðferð mála er að hagur leigj- enda verði í engu fyrir borð borinn, enda hlýtur markmiðið að vera það að sjá hag þeirra enn betur borgið. Með þessum orðum Önnu segjum við amen eftir efninu. H.S. Anna Ingvarsdóttir Björn G. Eiríksson: Skýjadans (brot) Sólin er að hníga til viðar og varpar síðustu geislunum yfir móður jörð, sem böðuð er gull- litri og rauðri glitblæju. Skýin eru glóbjört eins og rauða- gull. Árnar niða kyrrlátlega í kvöldkyrrðinni, en lækirnir seytla fram af hamra- stöllunum og mynda silfur- skæran klið, eins og ótal litlum Björn G. silfurbjöllum Eiríksson værj samhringt. Fjallsvalinn hvíslar lágvær í blöðum trjánna og bylgjar græn grösin á enginu. Nokk- ur laufblöð, rauð og gul, falla til jarð- ar, það eru merki haustsins. Sumarið er vikið og bráðum kemur veturinn og leggur hvíta, nákalda líkblæju yfir allt. Vetrarkvíðinn er farinn að gjöra vart við sig í brjóstum litlu sakleysingj- anna, sem flögra til og frá, þúfu af þúfu, grein af grein. í fjarlægð heyrist gagg í tófu og jarm í einmana lambi, sem leitar að móður sinni og jarmar því svo sáran. r Ottan færist yfir. Allt hljóðnar, en tvö eru þau er vaka, þótt aðrir sofi, karl og kona, elskendur sem verða að skilja, ást þeirra er í mein- um. Tvær verur koma og fara en hittast af tilviljun á lífsleiðinni, þær þrá hvor aðra en er meinað að njótast. Elsk- endurnir ganga hlið við hlið og haldast í hendur. Þau þurfa ekki orð til að tjá tilfinningar sínar. Þögnin er þeim nóg. Hann fylgir henni yfir ána, þar kveðjast þau heitt og innilega, þannig geta aðeins þau kvaðst er unnast. Hún veifar til hans hendinni um leið og hún hverfur fyrir næsta leiti. Hann stendur lengi í sömu sporum og starir í áttina, þar sem hún hvarf seinast. Skyldu þau eiga eftir að sjást aftur eða skyldu þau aldrei sjást framar? Það eru svo margir sem koma og fara, heilsast og kveðjast, þrá hvort annað, en sjást - aldrei framar. Hann snýr við, gengur hægt og þreytulega heim á leið, það liggur ekkert á - enn er góð stund til morguns. Sólin er fyrir löngu hnigin til viðar. Það hvílir rökkurskuggi yfir öllu, ekki aðeins yfir móður jörð, heldur einnig yfir einmana sál. Það er eins og þetta tvennt samlagist hvort öðru, enda er það líka undarlega skylt og furðu ólíkt þó. Hvort tveggja hefur misst sitt fegursta, annað aðeins um stundar- sakir en hitt e.t.v. um aldur og ævi? Skýin eru eins og dökkar flygsur sem hanga á himninum og koma fram í ýmsum myndum- og það sumum æði skringilegum. Það er eins og þau séu í kapphlaupi hvert við annað um það að taka á sig hinar fjölbreytilegustu myndir. Já, það er sannarlega skýjadans. Björn G. Eiríksson. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.