Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Page 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Page 14
FRÁ SAMTÖKUM LUN GNAS JÚKLIN G A Hingað komu í heimsókn á mildum mánudegi síðsumars góðir gestir frá Samtökum lungnasjúklinga, sem við Guðríður tókum á móti svo vel sem við mátt- um. Þetta voru stj órnarmennirnir Jóhannes Kr. Guðmundsson formaður og Brynja D. Run- ólfsdóttir ritari. Þau áttu hið ágætasta tal við okkur og Brynja benti um leið á grein um Samtök lungnasjúklinga sem hún hafði ritað í síðasta SÍBS blað. Verður fyrst Brynja D. stiklað á nokkr- Runólfsdóttir um atriðum í þessari greinar- góðu samantekt um tilurð sam- takanna og starf þeirra. Brynja segir þar að Jóhannes hafi verið aðalhvatamaður að stofnun samtakanna og þau Brynja og hann fengið Björn Magnússon lungnasér- fræðing, þá á Reykjalundi, í lið með sér og eins studdi Haukur Þórðarson þáv. yfirlæknir þau við stofnunina með ráðum og dáð. 20. maí 1997 voru svo samtökin stofnuð og þeim sett lög. Markmiðið er að sjálfsögðu að vinna að velferðar- og hagsmuna- málum lungnasjúklinga, halda uppi öflugri félagsstarfsemi, stuðla að fræðslu og rannsóknum á lungnasjúk- dómum og afleiðingum þeirra, efla forvarnarstarf hvers konar og vinna að ráðgjöf og upplýsingamiðlun fyrir lungnasjúklinga, sérstaklega er varð- ar réttindi þeirra og velferð. Haustið 1998 voru samtökin tekin inn í SÍBS og skrifstofu opnuðu þau svo í árs- byrjun 1999 sem er í Suðurgötu 10 og er nú opin einu sinni í viku, á mið- vikudögum frá kl. 15-17. En svo að samtali góðu sé vikið við þau Brynju og Jóhannes þá skal hér eftir föngum reynt að fanga það helsta, en sannarlega bar margt á góma og fróðleikur mikill færður okkur. Þau segja félagsmenn í samtök- unum nú nálgast 300 (stofnfélagar rúmlega 100), en þarna eru líka að- standendur, vinir og vandamenn og svo sögðu þau þarna vera mikið af mikið veiku fólki. Vandinn fælist í því að ná til þeirra fjölmörgu sem einhverjir lungnasjúkdómar hrjá, því samkvæmt rannsóknum erlendis þá er talið að um 10% íbúanna séu með lungnasjúkdóma (astma og ofnæmi, bronchitis og lungnaþembu). Inn í þetta samhengi minntu þau á hve barnaasmi væri algengur hér, alltof algengur og þyrfti í raun að rannsaka það. Samkvæmt skýrslum á heimsvísu eru lungnasjúkdómar fjórða hæsta dánarorsökin og því spáð að 2010 verði lungnasjúkdómar í fyrsta sæti þ.m.t. lungnakrabbi að sjálfsögðu. Þau sögðu berklana ekki vera þarna inni, en varðandi þá óttast menn hreinan faraldur víða og er Rússland þar gleggst dæma. Þau Brynja og Jóhannes minntu svo einnig á hina duldu lungnasjúkdóma. því ekki væru allir greindir þó lungnasjúkir væru í raun. Þau komu þar inn á reykingarnar og hve ríkur áhrifavaldur þær væru gagnvart lungnasjúkdómum og nefndu til ofurháa prósentutölu og þar kæmu óbeinu reykingarnar aldeilis inn í einnig. Inn í þessar um- ræður komu svo áhyggjur þeirra vegna reykinga ungs fólks, á þeim væri veruleg aukning og ekki væri það vegna þess að unga fólkið vissi ekki um heilsufarslega áhættu er fylgdi, burtséð frá sóun fjármunanna. í þessu sambandi nefndi Jóhannes það að hann hefði verið að tala yfir ungu fólki í Neskaupstað þar sem hann hefði spurt hið unga reykinga- fólk hvort það ætlaði ekki að hætta og þau kveðið nei við því. “Ætlið þið þá að verða eins og ég?”, sagðist Jó- hannes hafa spurt þau. Þau gátu al- veg eins hugsað sér það en bara ekki með eins lungu!! Þau minntu einnig á ofnæmið og hve athugunarleysið varðandi áreiti hvers konar kæmi víða fram: blóm, rakspíri, ilmvötn, ilmkerti og kerti yfirleitt og Brynja sagði frá slökun í stóra salnum á Reykjalundi og þar hefði verið kveikt á kertum. Þegar svo lungnasjúkl- ingur kom þar inn með súrefniskút til Frá félagsstarfinu. 14

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.