Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 52

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 52
Gildir tíl: 00.00.0000 Nr.: 000-0000-00000 Útgefíó af: 000000000000000000 Stæöiskort fyrirhreyfiharnlaöa Parkeringskort Parkeringskirt Parking card Tarjeta.de estacionamiento Parkausweis /| Contrassegno di pa.r.cheggio Parkeerkaart Cartao de estacionamento Pysáröintilupa Parkeringstillstlnd Carte destationnement KrlpTrí - EES gerð Nýja merkið - ekki í lit. Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra hættir afgreiðslu P-merkja Þann 30. maí 2000 tók gildi reglugerð um útgáfu og notkun stæðiskorta i fyrir hreyfihamlaða. Frá og með þeim degi hætti Sjálfsbjörg lsf. að afgreiða P-merki en þau merki sem gefin höfðu verið út fyrir gildis- töku reglugerðarinnar verða í gildi þar til dagsetning merkjanna rennur út. Lögreglustjórinn í Reykjavík og sýslumenn víðs vegar um landið sjá nú um afgreiðslu kortanna en ríkislögreglustjóri er útgáfuaðili. Umsóknareyðublöð fást hjá lögreglustjóra og sýslumönnum. Um er að ræða tvö eyðublöð, annað fyrir lækni og hitt sem umsækjandi fyllir sjálfur út. Umsóknum skal skilað til lögreglustjóra/sýslumanns þar sem umsækjandi á lögheimili eða dvelur að jafnaði. Umsóknareyðublöð fyrir stæðiskortin má einnig nálgast hjá Sjálfsbjörg lsf. Hátúni 12, Reykjavík svo og öllum aðildarfélögum Sjálfsbjargar um allt land. Miklar breytingar hafa verið gerðar á útliti kortsins og gildir það nú í öllum EES ríkjunum og ríkjum Evrópusambandsins. Þetta verður að teljast mikil framfor því gömlu merkin giltu ekki í öðrum löndum. Einnig felst í því mikil bót að kortin eru gefin út á einstaklinga en ekki bifreið, þannig að við- komandi á að geta notað kortið í hvaða bifreið sem er. Kortin eru sem fyrr gefin út til fimm ára en einnig er mögulegt að fá kort sem gildir í skemmri tíma, gerist þess þörf. Sjálfsbjörg hefur ekki alveg sleppt hendinni af kortunum, því fulltrúi sam- takanna situr í sérstakri úrskurðarnefnd sem dómsmálaráðherra skipar. Þessari nefnd er meðal annars ætlað að fjalla um synjanir á útgáfu stæðis- korta. Bára Aðalsteinsdóttir félagsmálafulltrúi Sjálfsbjargar Isf. Fundaferð um Austurland Dagana 11.-13. september sl. efndi Öryrkjabandalag íslands til fundaferðar um Austurland. Fundirnir voru haldnir á Vopnafirði, í Neskaup- stað og á Egilsstöðum. Framsögumenn voru þeir Arnór Pétursson formaður Sjálfsbjargar og Garðar Sverr- isson formaður Öryrkja- bandalagsins, en undirritaður stýrði fundi. Fundirnir voru allvel sóttir, á þá mættu alls um 70 manns og umræður hinar líflegustu eftir framsögur, enda höfðu heima- menn margt til mála að leggja. Framsögumenn fóru vítt um sviðið, kynntu vel stöðu kjara- mála og hvað þar mætti til sóknar og varnar verða. Yfir- færsla málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga kom mjög til umræðu og voru ýmis varn- aðarorð uppi höfð það varðandi af hálfu heimamanna. Fram- sögumenn skoruðu á heima- menn að þétta raðirnar, mynda öfluga grasrótarhreyfingu sem þrýst geti á ráðamenn um efndir þeirra fogru loforða er gefin voru fyrir síðustu kosningar. Viðtökur heimamanna voru einstaklega hlýlegar og hugur í fólki að fylkja sér enn betur um nýja, öfluga velferðarsókn í samfélaginu. Vonandi verður þessi för upphafið eitt að slíkum funda- ferðum, enda þegar gjört ráð fyrir því að halda fund á Höfn í Hornafirði á haustdögum. Þessi fundaferð nú lofar vissu- lega það góðu að auðsætt er að áfram skal halda. Heimamönnum eru sendar hlýjar kveðjur og þakkir fyrir þeirra frábæra hlut. Helgi Seljan. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.