Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 38
Gísli Helgason ritari ÖBÍ: Dulítil saga um hana Súsönnu, Billy Graham og fleira Eg hef stundum tæpt á því hér í fréttabréfinu, að það séu hin ótrúlegustu atvik, sem fá mig til að muna hitt og þetta sem ég man ekki eftir að hafa munað. Einhvern tímann í haust vorum við Thor Vilhjálmsson að vinna saman. Hann var að lesa inná hljóðbók bókina Alkem- istann eftir portú- galska höfundinn Paulo Quelo. Thor þýddi bók- ina snilldarlega og sagðist hafa lært portúgölsku í leiðinni. A meðan við Thor unnum að hljóðbókinni bar margt á góma. Hann sagði mér einu sinni að nú væri hann að lesa aðra bók eftir sama höfundinn og hún héti “Súsanna ákveður að deyja” og svo rakti hann efni bókar- innar fyrir mér. Þetta rifjaði upp að fyrir 22 árum, nánar tiltekið í október 1978, umgekkst ég talsvert fólk, sem hafði unnið að stofnun tónlistarfé- lagsins Vísnavina hér í borg. Ég spil- aði með góðum vini mínum Guð- mundi Arnasyni, sem nú er hótel- eigandi á Akureyri. Einnig lék með okkur mjög góð vinkona okkar, dönsk vísnasöngkona, Hanne Juul að nafni. Þegar þetta var, var Jakob S. Jónsson viðloðandi félagið og flutti gamanvísur sjálfs sín og annarra. Svo talaðist til með okkur fjórum að við mynd- um halda í tónleika- ferð austur á land til þess að boða fagnað- arerindi Vísnavina og halda tónleika og verða frægari en við vorum. Við Jakob skyld- um sjá um ferðaáætlun og fram- kvæmd verkefnisins, ég þekkti þó nokkuð marga á landsbyggðinni og Jakob átti til náinnar frændsemi að telja austur á landi. Við ætluðum að byrja á Hornafirði, halda þaðan á Djúpavog, fara þaðan á Fáskrúðs- fjörð, koma við á Stöðvarfirði, en þar á ég góða vini. Þaðan skyldi farið á Eskifjörð og síðan skyldi endað á Norðfirði og farið þaðan náttfari til Hornafjarðar og spilað í morgun- kaffinu í frystihúsi þar, en sú uppá- koma var í samvinnu við verkalýðsfé- lagið á staðnum og Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Við Jakob áætluðum að lágmark 120 manns kæmu á tónleika á hverj- um stað og létum því prenta ókjör af aðgöngumiðum. Við álitum okkur ákaflega þjóðþekkta menn. Hin voru aðeins minna þekkt að okkar mati, en öll ætluðum við að verða fræg og urðum það svo sannarlega, en sum þó að endemum, og skulu þau ekki nefnd hér af tillitssemi við við- komandi. erðalagið hófst í miðjum október árið 1978. Við leigðum græna Lödu station og héldum af stað með okkar hafurtask. Við ókum í einum rykk til Hornafjarðar, hittum formann verkalýðsfélagsins og gerðum okkur klár fyrir tónleika í Sindrabæ um kvöldið. Við fengum að búa heima hjá sýslumanninum sem þá var Frið- jón Guðröðarson, ágætur vinur minn. Við vorum mætt í Sindrabæ upp úr klukan átta um kvöldið og bjuggumst við troðfullu húsi kl. hálfníu. Þegar klukkan var tvær mínútur yfir hálf- níu, var enginn kominn nema heið- ursgestur kvöldsins, sýslumaðurinn, og svo húsvörðurinn. Þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í níu, vora 8 manns mættir og tónleikarnir hófust. Aðeins tók að daprast bjartsýni okkar Jakobs. Sem betur fer gaf húsvörð- urinn okkur eftir húsaleiguna sam- kvæmt tilmælum sýslumanns. Daginn eftir héldum við til Djúpa- vogs og gerðum litla frægðarför þangað. I Skrúði á Fáskrúðsfirði mættu 11 manns og einn heimtaði endurgreiðslu á aðgöngumiðanum, af því að hann vildi heyra rímur, ekki eitthvert vísnabull. A Stöðvarfirði fengum við þokka- lega aðsókn, enda Stöðfirðingar ann- álaðir fyrir að kunna að meta það, sem til menningar heyrir. Daginn eftir skyldi haldið á Eski- fjörð. Við ákváðum að grípa til róttækra ráða til þess að reyna að troðfylla húsið, enda sáum við fram á stórtap á ferðinni. Því var gripið til þess ráðs að auglýsa í útvarpið með eftirminnilegum hætti. Jakob Jónsson söng nokkrar gamanvísur. Ein þeirra hét “Billy Graham boðar fagn- aðarerindið”. Þannig var, að í Neskirkju var sýnt myndband á stórum skjá með samkomu Billys. Margir, sem fóru að horfa á Billy í Nes- kirkju, tóku trú og frelsuðust fyrir fram- an skjáinn. Önnur vísa úr fór- um Jakobs hét “Sús- anne baðar sig”. Nektardansmær ein Gísli Helgason 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.