Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 51
Nýir formenn og
framkv æmdastj órar
Til viðbótar við fregn í blaðinu nú frá Um-
sjónarfélagi einhverfra um formannaskipti þar
höfum við fregnað af tveim nýjum formönnum í
félögum okkar og tveim nýjum framkvæmda-
stjórum.
Formaður í LAUF - Landssamtökum áhuga-
fólks um flogaveiki er nú Kolbeinn Pálsson. Þá
hefur Pétur Hauksson formaður Geðhjálpar látið
af formennsku en við hefur tekið Eydís Svein-
bjarnardóttir sem var varaformaður. Til Geð-
hjálpar hefur einnig verið ráðinn nýr
framkvæmdastjóri, Sveinn Magnússon. Þá er
tekinn til starfa nýr framkvæmdastjóri hjá SÍBS
— Pétur Bjamason.
Kynning hinna nýju framkvæmdastjóra fer
fram í desemberblaði.
H.S.
Hlerað í hornum
“Við tengdamamma erum sammála um eitt.
Dóttir hennar hefði átt að giftast öðrum manni”.
Dóttirin hafði tekið bílpróf og bauð föður sínum í
biltúr af því tilefni. Hann settist í aftursætið fyrir
aftan dótturina og þegar hún spurði af hverju hann
gerði það svaraði hann: “Þessarar stundar hefi ég
lengi beðið. Nú ætla ég að sitja hér eins og þú
áður og sparka í sætið”:
Faðirinn var afar alvörugefinn og brosti sjaldan.
Einu sinni fóru hann og eiginkonan til ljós-
myndara og dóttirin furðaði sig á fallegu brosi
föður síns. “Hvernig fór hann að því að láta pabba
brosa?” Móðirin svaraði ískalt: “Það var ekki
hann, það var hún”.
Gunna kom örvæntingarfull til Jónu og sagði að
eftir 40 ára hjónaband væri maðurinn hennar
farinn að elta ungar stelpur. Þá sagði Jóna:
“Hafðu engar áhyggjur. Hundurinn minn eltir
bíla, en ef hann næði nú einhverjum þeirra þá
vissi hann ekkert hvað hann ætti að gjöra við
hann”.
Kona ein kom inn í skóbúð og mátaði einhver
ósköp af skóm og afgreiðslumaðurinn var orðinn
dauðleiður. Loksins fann hún réttu skóna og
sagði: “Þessir eru alveg sniðnir á fæturna á mér
og passa alveg”. “Ja, það ætla ég rétt að vona.
Þetta eru skórnir sem þú komst í”.
Sá nýkvænti: “Ég hef reynslu af því að hjónabönd
til reynslu séu hættuleg”. “Og af hverju?”, spurði
ókvænti vinurinn. “Jú, þau geta endað í alvöru
hjónaböndum”.
HEIMILIÐ
MÝRARÁSI 2
r
Asíðsumardegi, nánar tiltekið föstudaginn 25. ágúst
var boðið til notalegrar athafnar að Mýrarási 2 hér í
Reykjavík. Þangað lögðu héðan leið sína Anna
Ingvarsdóttir, Kristín Jónsdóttir og undirritaður. Það var að
vonum að fulltrúar Hússjóðs ÖBÍ væru mættir á staðinn því
húsið að Mýrarási 2 var keypt af Hússjóði á sínum tíma að
beiðni Styrktarfélags vangefinna, sem vantaði úrlausn fyrir
aldraða þroskahefta einstaklinga. Allnokkur hópur var
mættur að Mýrarási 2 þetta síðsumarsíðdegi þ.á.m. að sjálf-
sögðu hinir 4 tilvonandi heimilismenn.
Heimilið mun rekið af Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í
Reykjavík og það var framkvæmdastjóri hennar, Björn
Sigurbjörnsson, sem ávarpaði viðstadda og bauð menn vel-
komna til þessarar ánægjulegu stundar. Hann færði Hús-
sjóði Öryrkjabandalagsins einlægar þakkir fyrir ijár-
mögnunina, sem forsenda alls væri, en afhenti svo forstöðu-
konu, Hildi Þórisdóttur húsið með vörmum velfarnaðar-
óskum.
Hildur bauð þá sem búa skulu á heimilinu sérstaklega vel-
komna. Hún sagði að starfsmannaekla hefði háð því að
heimilismenn flyttu inn en kvað tvo koma strax í næstu viku
þar á eftir og vonaði að allir ijórir yrðu komnir innan hálfs
mánaðar. Hún sagði heimili þetta skilgreint sem öldrunar-
sambýli og sagði 7 manns mundu vinna á sambýlinu en alls
verða heimilismenn að Mýrarási 2 ijórir talsins. Hildur
sagði það einlæga von sína að þarna kæmi öllum til með að
líða vel.
Halldór Gunnarsson formaður Þroskahjálpar færði heim-
ilinu að gjöf málverk er ber nafnið Tímamót, enda væru
nú tímamót hjá því fólki sem þarna fengi nýtt heimili. Flutti
kveðjur og heillaóskir samtaka sinna. Menn þáðu svo góðar
og hollar veitingar á eftir. Húsið að Mýrarási 2 er alls um
220 fermetrar, hver heimilismaður er með sérherbergi sem er
nálægt 15 fermetrum. Hin vistlegasta sameiginleg setustofa
er svo þarna sem og borðstofa, eldhús gott og borðstofa þar
með. Þá er starfsmannaaðstaða, rúmgott þvottahús og vel
búið bað, geymsla og bílskúr. Ekki er lakara að garðurinn
umhverfis húsið er einkar fallegur og vel hirtur og þar úti
greindi maður grill sem örugglega mun koma í góðar þarfir.
Eins og áður sagði er þetta skilgreint sem öldrunarsambýli
fyrir ljóra en heimilismenn eru frá 50-70 ára að aldri.
Þetta var afar hugguleg stund og í samtali við einn aðstand-
anda kom fram veruleg ánægja með nýja heimilið og fagn-
andi tóku heimilismennirnir tjórir þessari búsetubreytingu
og voru fullir tilhlökkunar að eigin sögn.
Hver slíkur áfangi í búsetumálum er ánægjulegur mjög og
honum vel fagnað.
Hamingjuóskir eru færðar Hússjóði Öryrkjabandalagsins,
Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra en allra helst þó heimilis-
mönnum með hlýlegt heimili og huggulegt hið besta.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
51