Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 56

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 56
Blindrafélagið Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á íslandi var stofnað þann 19. ágúst árið 1939 og hefur því starfað í rúm 60 ár. I dag eru aðalfélagar Blindrafélagsins rösklega 300 talsins, á öllum aldri og styrktarfélagar þess um 6500. Félagið fjármagnar starfsemi sína að mestu leyti með frjálsum fram- lögum fyrirtœkja og almennings. í tæp 60 ár hefur Blindrafélagið rekið Blindravinnustofu þar sem blindir og sjónskertir starfa við burstaframleiðslu og pökk- un og merkingu ýmiss konar ræstiáhalda. I dag starfa þar um 20 blindir og sjónskertir í 13 stöðugildum. Allt frá stofnun Blindrafélagsins hefur öflugt og rnikið félags- starf blómstrað innan þess. I dag stendur félagið fyrir opnu húsi tvisvar í viku yfir vctrar mánuðina, auk þess sem boðið er upp á margvíslegar skemmtanir, námskeið og ferðalög. Blindrafélagið rekur um 25 leiguíbúðir fyrir félagsmenn sína, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Þá rekur félagið sambýli þar sem búa einstaklingar, sent auk sjónskerðingar eiga við aðra fötlun að stríða. Á sambýlinu búa nú firnm einstaklingar. Blindrafélagið rekur hljóðver í Hamrahlíð 17, þar sem fjölfaldað er margs konar fræðsluefni á snældur og dreift til félagsmanna. Einnig er gefið út hljóðtímaritið Valdar greinar, þar sem birtar eru tilkynningar frá félaginu og lesnar greinar úr dagblöðum. Snar þáttur í starfsemi félagsins er kynningar- og fræðslustarf, ekki síst á meðal almennings. Félagið leggur mikla áherslu á að kynna starfsemi sína og stöðu blindra og sjónskertra á Islandi. Allt frá stofnun Blindrafélagsins hefur það unnið að réttinda- og hagsmunamálum blindra og sjónskertra á Islandi og leitast við að gera félags- menn sína sem virkasta í samfélaginu. I’ctta er aðeins brot af þeirri starfsemi sem fram fér á vegum Blindrafélagsins. Félagið vill nota þetta tækifæri og þakka ein- staklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilurn fyrir hlýhug og velvild í sinn garð. f.h. Blindrafélagsins Halldór Sœvar Guöbergsson formaönr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.