Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Page 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Page 8
e.t.v. mestu hve mikið ríður á að vera sífellt að “útskýra” fyrir brotaþolum og öðrum illa upplýstum almenningi. Blekkingastarf öryrkjanefndar Þótt þorri landsmanna hafi séð í gegnum þær blekkingar og undan- brögð sem viðhöfð voru er eðlilegt að halda hér til haga þeirri meginrök- semd sem ríkisstjórnin beitti. í stuttu máli fólst hún í því að klippa eina setningu út úr margra síðna dóms- forsendum, slíta hana úr samhengi og draga síðan ályktun sem hver læs maður getur séð að er hrein hártogun á þvi sem verið er að segja. Til að fá eitthvert vit í þennan dúkkulísuleik öryrkjanefndarinnar er nauðsynlegt að fá einnig að sjá setninguna á und- an, en saman eru þær svohljóðandi: “Talið hefur verið að einstaklingur í hjúskap eða sambúð þurfi minna sér til framfærslu en sá sem býr einn. Getur það því átt við málefnaleg rök að styðjast að gera nokkurn mun á greiðslum til einstaklinga úr opin- berum sjóðum eftir því hvort við- komandi er í sambúð eða ekki.” Af síðari setningunni draga Jón Steinar og félagar svohljóðandi ályktun: “Telja verður framan- greindan rökstuðning sýna, að dóm- urinn telur það í sjálfu sér standast stjórnarskrá að taka mið af tekjum maka við ákvörðun örorkubóta...” (!) Hér þegja skýrsluhöfundar um þá staðreynd, sem vitaskuld var bæði Hæstarétti og öryrkjum kunn, að áður en til hinnar umdeildu skerð- ingar kemur er búið að gera allræki- legan mun á greiðslum til einstakl- inga á grundvelli þess hvort við- komandi er i sambúð eða ekki. Þessi munur, heimilisuppbót og sérstök heimilisuppbót, nemur litlum 22 þúsund krónum og fer eftir því einu hvort viðkomandi er í sambúð eða ekki. Þótt hér sé um verulega upp- hæð að ræða vissu skýrsluhöfundar manna best að Öryrkjabandalagið og ríkisstjórnin gerðu alls engan ágrein- ing um þennan mun, enda hefur hann af hálfu beggja aðila vera talinn eiga við málefnaleg rök að styðjast, þótt harkalegt sé að svipta öryrkja nærri þriðjungi bóta sinna fyrir að leyfa sér þann munað að stofna til hjúskapar og fjölskyldulífs. Glannalegur útúrsnúningur I annan stað þarf hvorki þekkingu á lögfræði né kerfi almannatrygginga til að sjá að í hinni tilvitnuðu setn- ingu er eingöngu verið að vísa til þess “hvort viðkomandi er í sambúð eða ekki.” En eins og fram hefur komið fer réttur einstaklings til heimilisuppbóta eftir þessu, en ekki því hvort eða hve miklar tekjur makinn hefur. Hér má því öllum ljóst vera að af hinum eðlilegu og sjálf- sögðu orðum í dómsforsendum Hæstaréttar er gersamlega út í bláinn að draga þá ályktun að heimilt sé að ganga enn lengra og láta sjálfa tekju- trygginguna ráðast af tekjum maka. Sá útúrsnúningur sem hér blasir við er svo glannalegur að undrum sætir að æðstu ráðamenn þjóðarinnar skyldu yfirleitt reyna að gera hann að meginröksemd sinni í málinu, reyna að láta líta svo út sem eðlileg skír- skotun til hjúskaparstöðu jafngildi því að heimilt sé að ganga enn lengra og láta sjálfa tekjutrygginguna ráðast af tekjum maka. I ljósi þess sem hér hefur verið rakið þarf engan að undra að skýrslu- höfundar og talsmenn lögbrjótanna á þingi skyldu að auki þegja um það samhengi sem þessi vísan til hjú- skaparstöðu var beint framhald af. En aðdragandinn var svohljóðandi í dómsforsendum Hæstaréttar: “Tekjur maka skipta ekki máli við greiðslu til dæmis slysatrygginga, sjúkratrygginga, atvinnuleysis- trygginga og fæðingarstyrks. Verður að telja það aðalreglu íslensks réttar að réttur einstaklinga til greiðslna úr opinberum sjóðum skuli vera án til- lits til tekna maka. Er það í samræmi við þá stefnumörkun sem liggur að baki íslenskri löggjöf um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 28/1991, sbr. og 2. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar.” Forherðing lögbrjótanna Ekki er að undra að það skyldi hafa vakið furðu almennings hvernig tveir þingflokkar gátu sammælst svo algerlega um að láta tilganginn einan helga meðalið - þann tilgang að knésetja fólk sem hafði ekki annað til sakar unnið en að leita lögmæts réttar síns fyrir dómstólum, leyft sér að sýna ráðherravaldinu slíkan skort á virðingu og undirgefni. Jafnhliða þeim óheilindum sem að ífaman eru rakin mátti þess víða sjá stað að þing- meirihlutinn virtist ekki stjórnast af heiðarleika og sanngirni, heldur yfir- gangi í bland við hreina hefnigirni. Rétt er þó að geta þess að í máli mar- gra gætti slíkrar fákunnáttu um ýmis grundvallaratriði málsins að vandséð er að þar hafi ráðið annað en sam- bland af blindri flokkshollustu og vanrækslu gagnvart þeirri starfskyldu 8

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.