Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Page 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Page 30
FRÁ HJÁLPARSTARFI KIRKJUNNAR 60% umsækjenda öryrkjar Þær eru athyglisverðar töl- Lirnar í skýrslu Hjálparstarfs kirkjunnar sem hingað barst á borð. Þær sýna öllu öðru fremur hina erfiðu ijárhagsstöðu öryrkja í samfélaginu, stöðu sem alltof margir þeirra sem málum ráða skella þó skollaeyrum við. Þær endurspegla hreina neyð svo alltof margra, því auðveld munu þau ekki sporin á fund Hjálparstarfs kirkjunnar með beiðni um hjálp. Hjálparstarfi kirkjunnar eru héðan færðar heilar þakkir fyrir þeirra hlut í því að gjöra gott, en auðvitað á samfélagsástandið að vera slíkt í bullandi góðærinu að slík ofur- neyð sé hreinlega ekki til staðar. En lítum á tölur. Umsóknir um að- stoð árið um kring voru alls 1576 og þar af voru umsóknir öryrkja 921 eða nær 60% allra umsókna, láglaunafólk kemur svo næst með 275 umsóknir og atvinnulausir 176. Þegar litið er eingöngu á jólaaðstoð þá eru tölur enn dekkri. Af 862 umsóknum voru 544 frá öryrkjum eða um 63%. Þessar tölur eru sláandi sönnun þess að sú fullyrðing okkar sé kór- rétt að kaupmáttur öryrkja hafi alls ekki aukist í uppsveiflu síðustu ára heldur hafi ótalmargt valdið því að kaupmátturinn hafi rýmað sé litið tólf ár aftur í tímann. Svo sannarlega er rík ástæða hér úr að bæta ekki síst í ljósi ofuraf- gangs á íjárlögum ár eftir ár. Mættum við biðja samvisku ráða- manna að rumska við sér. Helgi Seljan. Birna Eyjólfsdóttir Vestmannaeyjum tileinkar eftir- farandi Ijóð Reyni Dalton sem lést á síðasta ári úr hcilablóðfalli aðeins fertugur að aldri. Á dimmum morgni Hann stendur úti í auðninni á myrkum vetrarmorgni. Yfir höfði hans tindra stjörnurnar. Vindurinn hvín í rauðgullnum lokkum hans. Augu hans sem bláar stjörnur. Þar liggur ofurlítill steinn. Óskasteinn. Hann hvíslar með þurrum, sprungnum vörum. Og vindurinn yfirgnæfir veikt hvísl hans. Lífið er rétt að byrja. Birna Eyjólfsdóttir. Hlerað í hornum Málnotkun getur oft undarleg verið. Nýlega var í blaðagrein greint frá átaki hjá félagi einu á landi hér með þessum orðum: Félagið hrundi þessu af stað. Einu sinni var Skoti farþegi í leigubíl þegar bremsur bílsins biluðu og bíl- stjórinn sem stefndi beint fram af brattri brekku hrópaði: “Hjálp, hjálp, ég get ekki stoppað”. Þá hvein í Skotanum: “Stoppaðu samt gjald- mælinn”. Það var í útilegu að kona sagði við mann í efri kojunni um leið og hún snart öxl hans til að vekja hann: “Mér er ískalt, viltu vera svo góður að sækja teppi fyrir mig”. “Ég hef betri tillögu. Við skulum bara láta sem við séum hjón”. “Já, allt í lagi”, sagði hún svolítið vandræðaleg. Þá sagði maðurinn: “Sæktu þá teppið þitt sjálf kona”. Góðglaður náungi var í kirkju og þótti ræðan hjá presti, sem hann las af blöðum, bæði löng og leiðinleg. Sagði hann þá svo hátt að glumdi um kirkjuna: “Æ, flettu nú við séra Björn minn, ef það kynni að vera svolítið skárra hinum megin”. 30

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.