Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 40
YFIRLIT YFIR KÖNNUN Á VIÐHORFUM
FORELDRA TIL STARFSEMI SAFA-
MÝRARSKÓLA OG ÖSKJUHLÍÐARSKÓLA
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur
fór haustið 1998 af stað með
úttekt á sérkennslu. Hluti af
þessari úttekt var könnun á viðhorf-
um foreldra til Öskjuhlíðarskóla og
Safamýrarskóla. Athugað var hvort
þeir væru ánægðir með skólastarfið
og af hverju þeir völdu þá leið að
setja barnið sitt í sérskóla. Úrvinnslu
og skýrslugerð annaðist Guðný Berg-
þóra Tryggvadóttir. Aðrir höfundar
voru Anna Ingeborg Pétursdóttir,
Anna Lilja Sigurðardóttir, Arthúr
Morthens og Kristín Jónsdóttir.
Könnuninni var beint til foreldra
barna í Öskjuhlíðarskóla og Safamýr-
arskóla eða 89 barna í Öskjuhlíðar-
skóla og 26 barna í Safamýrarskóla. í
skýrslunni er greint frá viðhorfum
foreldra eins og þau birtast í svörum
þess hóps sem þátt tók í könnuninni.
HELSTU
NIÐURSTÖÐUR
Hér verða helstu niðurstöður dregn-
ar saman og hverri rannsóknar-
spurningu svarað í stuttu máli.
Þjónusta skólanna
Foreldrar voru spurðir hversu
ánægðir þeir væru með þá þjónustu
sem börnin fá í sérskóla. Niðurstöð-
urnar sýna að mikill meirihluti for-
eldra barna í skólunum tveimur var
ánægður með störf skólanna eða 92-
93% foreldra. Þegar spurt var um
einstaka þætti kom í ljós að mikill
meirihluti foreldra var ánægður með
þjálfun í boðskiptum og tjáningu,
þjálfun í athöfnum daglegs lífs,
kennslu í bóklegum greinum þar sem
það átti við, kennslu í listgreinum og
þá líkamsþjálfun sem börnin fengu í
skólunum. Meirihluti foreldra var
ánægður með eftirlit og umönnun
barnanna í skólunum, samskipti
starfsfólks við börnin, samskipti
barnanna við aðra nemendur, sam-
skipti kennara og starfsfólks við for-
eldra og upplýsingastreymi frá skóla.
Enn fremur kom fram að mikill
meirihluti foreldra taldi að börnunum
liði vel í skólanum. Nokkrir foreldrar
Helgi Hróðmarsson
voru þó óánægðir með líkamsþjálfun
barnanna í skólanum.
Afstaða foreldra
til skólaúrræða
Leitað var eftir afstöðu foreldra til
skólaúrræða þegar börnin hófu skóla-
göngu sex ára gömul, hvort sem þau
fóru í sérskóla eða almennan grunn-
skóla. Fram kom að við upphaf
skólagöngu voru tæp 60% foreldra
barna í Öskjuhlíðarskóla hlynntari
því að börn þeirra stunduðu nám í
sérskóla heldur en í heimaskóla og
um 75 % foreldra barna í Safamýrar-
skóla. Athygli vekur að í 50% tilvika
var foreldrum barna í Öskjuhlíðar-
skóla boðið upp á eitt skólaúrræði og
í 83% tilvika var foreldrum barna í
Safamýrarskóla boðið upp á eitt
skólaúrræði þegar skólaganga hófst.
Mismunandi úrræði voru kynnt fyrir
foreldrum í minnihluta tilvika eða
46% foreldra i Öskjuhlíðarskóla og í
tveimur tilvikum fyrir foreldrum í
Safamýrarskóla. Um 41% foreldra
barna í Öskjuhlíðarskóla var boðin
skólavist fyrir börn sín í heimaskóla
eftir að kynning hafði farið fram og í
einu tilviki var foreldri barns úr Safa-
mýrarskóla boðin skólavist í heima-
skóla.
Frumkvæði
Kannað var hverjir áttu frumkvæði
að því að börnin fóru í sérskóla við
upphaf skólagöngu eða fluttust úr al-
mennum grunnskóla yfir í sérskóla.
Algengast var að foreldrar barna í
Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla
hefðu sjálfir haft frumkvæði að því
að börnin færu í sérskóla. Sérfræð-
ingar virtust þó hafa veruleg áhrif á
ákvörðun foreldra um skólagöngu
barnanna eða í tæplega 70% tilvika
hvað varðaði val foreldra í Öskju-
hlíðarskóla og um 40% tilvika hvað
varðaði val foreldra í Safamýrar-
skóla. Meirihluti foreldra reyndist
sáttur við þá ákvörðun að börn þeirra
stunduðu nám í sérskóla og flestir
töldu að sú ákvörðun hefði verið
samkvæmt ósk og vilja þeirra.
Skólafyrirkomulag
Athugað var hvaða skólafyrirkomu-
lag foreldrar veldu fyrir börn sín ef
þeir ættu að velja í dag. Þegar for-
eldrar voru spurðir um afstöðu sína til
sérskóla í dag sögðu 75% foreldra
barna í Öskjuhlíðarskóla og tæp 60%
foreldra barna í Safamýrarskóla að
þeir myndu velja nám í sérskóla og
skóladagvist í tengslum við hann ef
þeir ættu að velja skólaúrræði núna.
Um 5% foreldra barna í Öskjuhliðar-
skóla og 17% foreldra barna í Safa-
mýrarskóla sögðust myndu velja nám
í sérskóla en nýta þjónustu skóladag-
vistar í heimaskóla.
Hvor kosturinn
betri?
Athugað var hvort börnin hefðu
stundað nám í almennum skóla og
hvor kosturinn, almenni skólinn eða
sérskólinn hefði betur komið til móts
við þarfir þeirra. Foreldrar þeirra
barna í Öskjuhlíðarskóla sem bæði
höfðu stundað nám í almennum
grunnskóla og í sérskóla töldu að
líðan barnanna, félagsleg staða og
námsárangur væri betri í sérskóla.
Foreldrar barna í Safamýrarskóla
töldu að félagsleg staða væri betri í
sérskóla en líðan og námsárangur
svipaður í báðum skólum.
40