Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Side 43
Frá Landssamtökum hjartasjúklinga
Frá aðalfundi LHS.
Landssamtök hjartasjúkl-
inga, LHS, voru formlega
stofnuð 8. október 1983 af230
stofnfélögum. Skrifstofa fé-
lagsins að Suðurgötu 10 er
opin frá 9-17. Sími 552 5744,
fax 562 5744 eða utan skrif-
stofutíma í símum 863 2069
og 898 7913.
Á skrifstofu LHS starfa þeir
Rúrik Kristjánsson, Ásgeir Þór
Árnason og Jóhannes Proppé.
Netfang: hjarta@sibs.is,
Heimasíða: www.lhs.is
Fjáröflun
Strax á fyrsta ári hófu félagsmenn
að safna peningum til að kaupa tæki
fyrir hjartadeild Landspítalans. Fljót-
lega fóru að berast áheit og gjafir, en
efnt var til fyrstu merkjasölunnar árið
1985 og hafa merki síðan verið seld á
tveggja ára fresti. Þessu fé hefur verið
varið til að styrkja hjartaskurðdeild
Landspítala, Endurhæfingarstöð
hjartasjúklinga að Reykjalundi, HL-
stöðina í Reykjavík, til íbúðarkaupa
og margt fleira. LHS hefur gefið
ýmis tæki fyrir um 250 millj. kr. á
núvirði á þeim 17 árum sem
samtökin hafa starfað.
Þá hafa samtökin staðið að útgáfu
og sölu jólakorta og hefur það fram-
tak skilað umtalsverðum tekjum. Þá
skilar tímarit LHS, Velferð, dágóðum
tekjum vegna örlætis auglýsenda.
Helstu markmið samtakanna eru:
• Að sameina félagsmenn til baráttu
fyrir hagsmunamálum hjartasjúkl-
inga og gæta réttar þeirra á öllum
sviðum.
• Að vinna að úrbótum á sviði heil-
brigðisþjónustu og bættri félagslegri
aðstöðu hjartasjúklinga.
• Að afla íjár, sem varið er til velferð-
armála hjartasjúklinga og hrinda í
framkvæmd markmiðum samtak-
anna.
• Að efla rannsóknir og fræðslu
varðandi hjartasjúkdóma.
• Að bæta aðstöðu og tækjakost á
sjúkrastofnunum til rannsókna og
lækninga á hjartasjúkdómum og
skapa aðstöðu til endurhæfingar.
• Að upplýsa hjartasjúklinga um
félagslegan rétt sinn, m.a. varðandi
skattamál, Ijárhagsaðstoð, trygginga-
mál, lífeyrisréttindi, læknismeðferð
erlendis o.fl.
HL stöðvar - endurhæfing
hjartasjúklinga
Stjórn LHS ákvað í ársbyrjun 1987
að heija undirbúning að starfrækslu
fullkominnar þjálfunar- og heilsu-
ræktarstöðvar í Reykjavík. Stofn-
endur voru LHS,
Hjartavernd og SÍBS.
HL-stöðin er sjálfs-
eignarstofnun sem veit-
ir þríþætta þjónustu:
a) Endurhæfingu í
framhaldi af dvöl á
sjúkrahúsi.
b) Aðstöðu til viðhalds-
þjálfunar.
c) Ráðgjöf, upplýsingar
og fræðslu.
Að jafnaði eru um
400 hjartasjúklingar að
þjálfa í HL stöðinni í
Rvík. Þá hafa verið
stofnaðar HL stöðvar
og HL hópar í Reykjavík, Hafnar-
firði, Stykkishólmi, ísafirði, Sauðár-
króki, Akureyri, Húsavík, Kópaskeri,
Neskaupstað, Hellu, Selfossi, Þor-
lákshöfn, Vestmannaeyjum og
Reykjanesbæ.
Aðild að SÍBS
LHS gekk í SÍBS árið 1992 og varð
um leið aðili að Öryrkjabandalaginu.
Þing annað hvert ár
LHS heldur þing á 2ja ára fresti og
þar er mörkuð stefna samtakanna.
Formenn LHS hafa verið Ingólfur
Viktorsson, Sigurður Helgason og
Gísli J. Eyland, en núverandi for-
maður er Vilhjálmur B. Vilhjálmsson.
í stjórn með honum eru Jóhannes
Proppé, Rvík, Pálmi Gíslason,
Rvík, Valur Stefánsson,
Neistanum, Ingibjörg Magn-
úsdóttir, Keflavík, Magnús
Þorgrímsson, Borgarnesi og
Þorbjörn Árnason, Sauðár-
króki.
Ellefu landsfélög
Á aðalfundi LHS í mars 1990
var ákveðið að breyta skipulagi
LHS og stofna 10 svæðafélög
hjartasjúklinga eftir lands-
svæðum. Ellefta félagið, Neistinn,
styrktarfélag hjartveikra barna, gekk
formlega í raðir LHS í sept. 1996. Nú
eru liðlega 3500 félagsmenn í LHS.
Velferð
er málgagn samtakanna og kemur út
2-3 sinnum á ári. Það er sent fé-
lagsmönnum og til heilsugæslustöð-
va og sjúkrahúsa um
land allt endurgjald-
slaust.
íbúð í eigu LHS og
Rauða kross Islands
LHS keypti árið
1993 ásamt Rauða
krossi íslands 3ja her-
bergja íbúð að Loka-
stíg 16. íbúðina geta
aðstandendur hjarta-
sjúklinga utan af landi
nýtt sér. Um úthlutun
sér hjartadeild Land-
spítala v/Hringbraut
eða skrifstofa LHS.
Kynningarefni
Landssamtökin hafa gefið út bækl-
inga á eigin vegum eða í samráði við
aðra. Þá hafa samtökin styrkt útgáfu
á myndbandinu Hjartans mál. Hafið
samband við skrifstofuna, ef þið
viljið fá bæklinga til dreifingar á
námskeiðum eða á heilsugæslu-
stöð vum/ sj úkrahúsum.
Styrktarsjóðurinn
Styrktarsjóður hjartasjúklinga var
stofnaður 1991 og var stofnfé sjóðs-
ins 2 milljónir kr. Meginmarkmið
sjóðsins er að styrkja efnalitla hjarta-
sjúklinga. í sjóðnum eru nú rúmlega
10 milljónir kr. Minningarkort sjóðs-
ins eru víða til.
Velferð, málgagn
samtakanna.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
43