Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Qupperneq 51

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Qupperneq 51
Þj ónustusetur líknarfélaga flytur í nýtt húsnæði Föstudaginn 2. mars síðastlið- inn var gleðistund á 9. hæð Hátúns lOb þegar tekið var í notkun nýtt húsnæði Þjónustuseturs líknarfélaga. Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og gættu þess að menn gætu notið hins fagra útsýnis sem ber fyrir augu úr gluggum set- ursins. Þjónustusetur líknarfélaga tók til starfa í febrúar 1999. Aðild að því eiga Parkinsonsamtökin á íslandi, Lauf, landsamtök áhuga- fólks um flogaveiki, Sam- tök sykursjúkra, Félag nýrnasjúkra, Tourette- samtökin á íslandi, Um- sjónarfélag einhverfra og Málbjörg, félag um stam. Fyrst í stað var það til húsa að Tryggvagötu 26. En á síðasta ári var hús- næðið selt. Leitaði stjórn Þjónustusetursins því til Hússjóðs Öryrkjabanda- lagsins um leigu á hent- ugu húsnæði. Þannig stóð á að húsnæði var laust á 9. hæð Hátúns lOb og var þegar hafist handa við endurbætur þess. - Mér finnst eins og að nú séu fé- lögin sem standa að þjónustusetrinu loksins komin í heimahöfn, sagði Jón Guðnason, ífamkvæmdastjóri Þjónustusetursins þegar hann var spurður um starfsemi setursins. Dagspítali öldrunardeildar Landspítalans var í þessu húsnæði áður. Innréttingarnar voru teknar út úr húsnæðinu, skipt um gólfefni og gler og lagðir tölvukaplar. Þessar framkvæmdir annaðist Hússjóður Öryrkjabandalagsins og kunnum við Önnu Ingvarsdóttur, fram- kvæmdastjóra, miklar þakkir fyrir einstaklega góða samvinnu og góð ráð. Aftur á móti á þjónustusetrið sjálft skilrúm sem notuð eru til þess að afmarka rými félaganna. Annars er þetta húsnæði opið. Hér er gott fundarherbergi og hefur hvert félag sinn litla bás, en að öðru leyti er allt rými sameiginlegt. Þetta samrýmist ágætlega þeirri hugsun að hingað geti félagsmenn aðildar- félaganna komið og fræðst um þá kvilla sem við ijöllum hér um á hverjum degi. Hérna erum við með myndband og sjónvarpstæki og talsvert efni á myndböndum. Nýr þjónustufulltrúi Ráðinn hefur verið sérstakur starfsmaður, Anna Guðmundsdóttir, til þess að sjá um þjónustu við þá sem leita hingað. Hún mun einnig annast um félagaskrár og jafnvel bókhald fyrir félögin ef óskað er eftir því. Þá erum við að byggja upp sam- eiginlegan gagnagrunn með upp- lýsingum um þá sjúkdóma sem fé- lögin íjalla um. Allur tölvubúnaður félaganna er samtengdur og það á því að vera auðvelt að leita þeirra upplýsinga sem fólk þarf á að halda. Hérna erum við með sítengingu við Alnetið og því geta allir félags- menn komið hingað og leitað sér upplýsinga í þeim ótæmandi gagna- grunni sem þar er. Markmið okkar er að hjálpa félagsmönnum til þess að afla sér fræðslu og styðja þá með hvers konar hætti. Það hefur jafnvel komið til tals að fitja upp á þjónustu svipaðri þeirri sem Öryrkjabanda- lagið er með og get ég nefnt í því sambandi sálfræðiráðgjöf og þjón- ustu djákna því að margt okkar fólk hefur lent í miklum hremmingum og þarf á aðstoð að halda. Fleiri félög geta fengið aðild Jón Jóhannsson, formaður stjórn- ar þjónustusetursins sagði að setrið væri byggt upp á frjálsri aðild félag- anna. I lögum setursins er kveðið á um að félög, sem segja sig úr setr- inu, eigi ekki kröfúr til neinna eigna setursins heldur gangi þær til þeirra félaga sem eftir eru eða þess félags sem ef til vill komi í staðinn. - Það er hægt að bæta við einni skrifstofu eins og er og hægt kannski að samnýta það skrifstofu- rými sem fyrir er. Ég get nefnt sem dæmi að Mál- björg kom til samstarfs við okkur á meðan við vorum niðri á Tryggva- götu. Félagið fékk hjá okkur fundaraðstöðu og bæklingar frá því lágu frammi. Við buðum þess vegna Málbjörg að koma til samstarfs við okkur þegar við fluttum í þetta nýja hús- næði. setur@,vortex.is Þeir félagar, Jón formaður og Jón framkvæmdastjóri eru bjartsýnir á framtíð Þjónustusetursins. Setrið er nú komið á fost ijárlög en starfs- menn þess og félagsmenn aðildar- félaganna vinna auk þess ötullega að frekari ljáröflun fyrir setrið. Á vegum þjónustusetursins er félög- unum veitt alhliða skrifstofuþjón- usta og í framtíðinni sjá þeir félagar fyrir sér útgáfuráðgjafa, starfsmann sem sinni útgáfumálum fyrir félög- in svo að kostnaður verði í lágmarki og ekkert fé fari í súginn. Öryrkjabandalag íslands óskar þessum aðildarfélögum sinum hjartanlega til hamingju með þessa glæsilegu aðstöðu og fagnar því að þau skuli komin í nágrennið. A. H. Frá opnun Þjónustuseturs líknarfélaga, Hátúni lOb, 9. hæð. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 51

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.