Bændablaðið - 20.05.2020, Qupperneq 18

Bændablaðið - 20.05.2020, Qupperneq 18
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202018 HROSS&HESTAMENNSKA Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins: Umsóknir um styrki þarf að skila fyrir 19. júní Í kjölfar breytinga á kynbótamati í hrossarækt, sem kynnt var í blaðinu fyrir skömmu, voru reglur um afkvæmaverðlaun og -sýningar teknar til endurskoðunar. Þessar nýju reglur voru samþykktar í fagráði nú nýverið og eru kynntar hér. Ein af breytingunum í nýja kynbótamatinu er sú að nú er metið kynbótagildi fyrir svokallaða aðaleinkunn án skeiðs (þar sem vægi skeiðs er tekið út úr útreikningi á aðaleinkunn og dreift hlutfallslega yfir á aðra eiginleika hæfileika). Þótti rétt að horfa einnig til þessarar aðaleinkunnar án skeiðs við verðlaunun á afkvæmahrossum. Nú ná því hryssur heiðursverðlaunum með 5 fimm dæmd afkvæmi og 116 stig í aðaleinkunn eða aðaleinkunn á skeiðs. Ennfremur ná stóðhestar fyrstu verðlaunum með 15 dæmd afkvæmi og heiðursverðlaunum með 50 dæmd afkvæmi og 118 stig í aðaleinkunn eða aðaleinkunn án skeiðs. Þessi breyting er sannarlega til framfara þar sem nú er horft til fleiri hestgerða þegar afkvæmahross eru heiðruð en afkvæmahross sem eru að gefa að uppistöðu úrvals klárhross með tölti eru sannarlega verðmætir ræktunargripir. Sýningar á heiðursverðlauna hryssum með afkvæmum á stórmótum voru aflagðar fyrir nokkrum árum og var síðast gert á landsmóti 2006. Nú eru þær og hafa verið verðlaunaðar á árlegri haustráðstefnu fagráðs í hrossarækt. Hvað varðar afkvæmaverðlaun stóðhesta er nú breyting á að ekki er lengur krafa að hesturinn sé sýndur með afkvæmum á stórmóti (lands- eða fjórðungsmóti) eða landssýningu til að hljóta afkvæmaverðlaun. Í framtíðinni munu því allir stóðhestar sem ná afkvæmaverðlaunum hljóta viðurkenningu á haustráðstefnu fagráðs. Á aðalfundi FEIF 2018 voru settar alþjóðlegar reglur um hvaða verðlaunastig afkvæmahrossa í öllum löndum FEIF birtast í WorldFeng og var miðað við reglur Íslands um verðlaunastig fyrir afkvæmahross. Hvað stóðhestana varðar eru nú sömu viðmið alls staðar í FEIF löndunum; 118 stig og 15 dæmd afkvæmi til fyrstu verðlauna og 118 stig og 50 dæmd afkvæmi til heiðursverðlauna. Eini munurinn var að ekki eru gerðar kröfur erlendis um að stóðhestarnar séu sýndir með afkvæmum á stórmótum til að hljóta verðlaunin eins og gert hefur verið hér á landi. Það þótti ekki raunhæft að gera þá kröfu erlendis þar sem afkvæmi hestanna gætu verið í fleiri en einu landi og því afar erfitt að koma afkvæmasýningu við. Þetta á nú einnig við hér á landi. Sýning afkvæmahesta með afkvæmum á stórmótum er því valkvæð. Þegar stóðhesturinn nær fyrrgreindum verðlaunastigum fara upplýsingarnar inn í Worldfeng og eigandinn getur ákveðið sjálfur hvort hann stillir upp hópi afkvæma á stórmóti eða landssýningu. Að mæta með hóp á stórmót eða landssýningu verður engu að síður skilyrði verðlauna á mótinu og verður t.d. handhafi Sleipnisbikarsins að mæta með hóp á stórmót. Sýningar á afkvæmahópum stóðhesta Hvað varðar sýningar á afkvæma- hópum stóðhesta á stórmótum var einnig farið yfir þann fjölda afkvæma sem þarf að fylgja hestunum. Niðurstaðan var sú að hafa áfram 6 afkvæmi sem fylgja hestum til fyrstu verðlauna en fækka afkvæmum sem fylgja heiðursverðlauna hestum úr 12 í 10. Aðalástæðan fyrir fjölda viðmiðum í þessum afkvæmahópum er að gefa ræktendum góða yfirsýn yfir þá hestgerð sem hver hestur er að gefa. Þó sýningar á afkvæmum stóðhesta séu nú valkvæðar eins og fyrr segir eru þær engu að síður afar verðmætar fyrir ræktunarstarfið, þar sem ræktendur geta borið saman afkvæmahópana og áttað sig enn betur á kynbótagildi hestanna; fyrir utan hvað þær eru gríðarlega skemmtilegar. Reglur um afkvæmaverðlaun og -sýningar eru birtar í heild sinni hérna. Reglur um afkvæmaverðlaun og -sýningar. Lágmörk til verðlauna fyrir afkvæmi eru sem hér segir: • Stóðhestar 1. verðlauna fyrir afkvæmi: 118 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn eða aðaleinkunn án skeiðs og a.m.k. 15 dæmd afkvæmi • Stóðhestar heiðursverðlaun: 118 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn eða aðaleinkunn án skeiðs og a.m.k. 50 dæmd afkvæmi • Hryssur heiðursverðlaun: 116 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn eða aðaleinkunn án skeiðs og a.m.k. 5 dæmd afkvæmi Hryssur koma ekki til sýningar með afkvæmum, heldur eru þeim hryssum sem ná heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi veittar viðurkenningar á árlegri haustráðstefnu fagráðs í hrossarækt. Stóðhestar sem ná fyrstu- eða heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi hljóta einnig viðurkenningu á haustráðstefnu fagráðs. Afkvæmasýning á stóðhestum, sem hljóta fyrrgreind verðlauna- stig, á stórmótum (s.s. lands- eða fjórðungsmótum) eða landssýningum er valkvæð en er forsenda verðlauna á mótunum og byggir þá röðun hestanna innbyrðis á aðaleinkunn kynbótamatsins. Um sýningu á stóðhestum með afkvæmum gilda eftirfarandi reglur: • Fjöldi afkvæma sem fylgja skal stóðhestum í afkvæmasýningu skal vera sem hér segir: stóðhestar til heiðursverðlauna 10; stóðhestar til 1. verðlauna 6. • Um útfærslu á sýningu skal samráð haft við sýningarstjórn og mótshaldara á hverjum stað. • Öll afkvæmi sem koma fram í afkvæmasýningu skulu hafa hlotið kynbótadóm. • Afkvæmahestar geta einungis komið einu sinni til sýninga í hvert verðlaunastig á lands- og fjórðungsmótum þ.e. til 1. verðlauna og heiðursverðlauna og þeir þurfa að vera á lífi og staðsettir á Íslandi. Eignarhald skiptir engu um þátttöku né verðlaunun. • Dómnefnd skal semja dómsorð er lýsi þeim meginþáttum sem einkenna afkvæmahópinn. • Sömu reglur gilda almennt um búnað og annað við afkvæmasýningar og þær sem gilda um almennar kynbótasýningar. Hvað varðar járningar er þó heimilt að veita undanþágu frá þessum reglum þegar um er að ræða sýningahross í afkvæmahópi sem skráð er til þátttöku í gæðinga- eða íþróttakeppni á sama móti. Í slíkum tilvikum er heimilt að fara eftir reglum LH/FEIF um járningu. Þetta á þó eingöngu við um þátttöku hrossins í afkvæmasýningunni sjálfri en ekki ef um er að ræða sýningu þess til kynbótadóms. Afkvæmaverðlaun í hrossarækt Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður í hrossarækt thk@rml.is Arður frá Brautarholti hlaut Sleipnisbikarinn á Landsmóti á Hólum 2016. Mynd / GHP Skuggi frá Bjarnarnesi var fyrsti handhafi Sleipnisbikarsins og hlaut hann á Landbúnaðarsýningu í Reykjavík 1947. Fagráð í hrossa rækt starfar sam kvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fag- ráð fer, meðal annarra verk efna, með stjórn Stofn- verndarsjóðs sem starfræktur er sam- kvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglu gerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/ eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar. Fagráð tekur ákvörðun um styrkveitingar í júní 2020. Nánari upplýsingar fást hjá Bændasamtökunum. Frestur til að skila inn umsóknum er til 19. júní 2020 og skal umsóknum skilað til: Fagráð í hrossarækt, Bænda- höllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík. Fagráð í hrossarækt. Gæðingurinn Snæfinnur frá Sauðanesi tekur á móti hryssum í Söðulsholti á Snæfellsnesi Snæfinnur frá Sauðanesi (8,15) verður í Söðulsholti á Snæfellsnesi í sumar eftir að hafa lokið sýningum. Gjald fyrir hryssu er 45.000 kr. + girðingargjald og sónar. Snæfinnur er sérstaklega fallega móvindóttur foli með frábært geðslag. Snæfinnur á nú þegar nokkur afkvæmi og ljóst er að liturinn og geðslagið hefur erfst vel. Snæfinnur smellti sér í 1. verðlaun á síðasta ári í sinni fyrstu sýningu. Faðir Snæfinns er Spuni frá Vesturkoti (8,92) og móðir Sunna frá Sauðanesi (8,16). Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sigurðsson síma 899-5851. Snæfinnur IS2014167171 frá Sauðanesi. Nánari upplýsingar um Snæfinn er að finna á heimasíðunni hans: www.snaefinnur.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.