Bændablaðið - 20.05.2020, Qupperneq 20

Bændablaðið - 20.05.2020, Qupperneq 20
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202020 Fullyrt er af umhverfisráðuneyt­ inu og þar með íslenskum stjórn­ völdum að um 60% (áður 72%) af heildarlosun Íslands á koltvísýr­ ingsígildum komi úr framræstu mýrlendi. Einnig er áætlað að grafnir hafi verið „að lágmarki“ 34.000 kílómetrar af skurðum. Ráðuneytið leggur þó ekki fram neinar óyggjandi tölur eða vís­ indagögn sem staðfest geta þessar fullyrðingar. Þetta má m.a. lesa úr svari umhverfis ráðuneytisins við fyrir- spurn Bændablaðsins um þessi mál. Ansi drjúgan tíma tók að fá svör við spurningum blaðsins sem sendar voru 22. nóvember 2019. Svar barst loks frá ráðuneytinu fimmtudaginn 30. apríl 2020, eða 7 dögum eftir að umboðsmaður Alþingis hafði krafið ráðuneytið um skýringar á þessum seinagangi. Það var á 121. degi, eða rúmum fimm mánuðum eftir að fyr- irspurnin var gerð. Göfug markmið að draga úr mengun Vart ætti nokkur að þurfa að efast um jákvæð áhrif þess að draga úr loftmengun af mannavöldum. Ekki frekar en að efast um gildi þess að koma í veg fyrir mengun náttúrunnar af öllu tagi, líka í landbúnaði. Á þetta hlýtur allt hugsandi fólk að leggja áherslu þó deila megi um aðferða- fræðina hverju sinni. Endurheimt votlendis er líka göf- ugt markmið í sjálfu sér, m.a. til að endurvekja lífríkið sem á bólstað í mýrlendi. Þá eru það líka rök í mál- inu að með því að vatnsmetta landið sé hægt að hægja á losun kolefnis- og köfnunarefnissambanda. Landgræðsla er ekki síður áhuga- vert markmið og með því má einnig binda umtalsvert af margumræddum gróðurhúsalofttegundum og skapa tekjur í leiðinni. Samkvæmt tölum úr Aðgerðaáætlun ríkisins um bætta landnýtingu í þágu loftslagsmála frá 2019 er talið að landgræðsla muni aukast úr 6.000 hekturum á ári í 12.000 hektara frá 2019 til 2022. Þá muni það auka bindingu CO2 ígilda um 27.000 tonn á árinu 2022. Skógrækt er þó af mörgum talin áhrifaríkasta leiðin til kolefn- isbindingar. Í aðgerðaráætlun er gert ráð fyrir að skógrækt aukist úr 1.100 hekturum árið 2018 í 2.300 hektara á árinu 2022. Talið er að aukningin muni skila bindingu sem svarar 33.000 CO2 ígildum árið 2022. Þetta verður þó væntanlega allt að gera á réttum og vísindalegum forsendum en varast að láta slag- orðafrasa og „popúlísk“ vinsælda- mál duga sem rökstuðning fyrir aðgerðum. Miklir fjármunir í húfi og líka skattfé almennings Gríðarlega viðamikil verkefni af margvíslegum toga hafa verið sett á laggirnar um allan heim undir þeim formerkjum að verið sé að berjast gegn hlýnun jarðar. Kolefnisjöfnun og endurheimt votlendis eru þar of- arlega á blaði. Um þetta er meira að segja búið að þróa sérstakt hagkerfi sem veltir gríðarlegum fjármunum á hverju ári. Þarna hafa fjárfestar líka séð mikil tækifæri til skjótfengins gróða. Víða er þetta stutt dyggilega með fjármunum úr ríkissjóðum við- komandi ríkja, m.a. á Íslandi. Einföld krafa um rökstuðning fyrir endurheimt votlendis Opinber stuðningur af hvaða toga sem er við verkefni eins og barátt- una gegn hlýnun loftslags, hlýtur að byggjast á ákvörðunum lýðræðislega kjörinna fulltrúa. Á bak við það er þá væntanlega meirihlutavilji kjósenda. Þegar skattfé almennings er notað í slíkum tilgangi, hlýtur samt að vera lágmarkskrafa að við ákvörðunar- töku sé byggt á vísindalegum rökum, staðreyndum og gögnum, en ekki ágiskunum og órökstuddum full- yrðingum. Til að fá það staðfest að hér á landi væri örugglega byggt á stað- reyndum og vísindalegum rannsókn- um við ákvarðanatöku um að moka í stórum stíl ofan í framræsluskurði til að endurheimta votlendi, gerði Bændablaðið fyrrnefnda fyrirspurn til umhverfisráðuneytisins. Því miður er ekki hægt að sjá í þeim svörum að niðurstaðan styðji þær fullyrðingar sem látlaust hefur verið hamrað á um umfang skaðseminnar af framræstu landi og hlutfall losun- ar þeirra af heildarlosun hér á landi á gróðurhúsalofttegundum. Haldið áfram að bera á borð margítrekaðar fullyrðingar Bændablaðið sendi umhverfisráðu- neytinu 17 spurningar um þessi mál. Spurning 1: – Hversu mikið hefur verið grafið af skurðum til framræslu á vatni úr túnum og votlendi á Íslandi í kílómetrum? Í svari ráðuneytisins kemur fram áætluð tala en ekki er vísað í nein- ar staðfestar mælingar um lengd skurða, en þar segir: „Heildarlengd skurða á Íslandi er áætluð 34.000 kílómetrar hið minnsta en Landbúnaðarháskóli Íslands vinnur að nýju mati sem stendur.“ Bændablaðið hefur ítrekað fjallað um þessi mál. Þar hafa sérfræðingar bent á að víða geti verið skekkjur varðandi fullyrðingar um losun íslenskra mýra á gróðurhúsaloft- tegundum. Hvergi er getið í svari ráðuneytisins hvar talan 34 þúsund kílómetrar af skurðum „hið minnsta“ er fengin. Áður hefur verið talað um 32.000 km. Þá hafa bæði dr. Þorsteinn Guðmundsson, þá prófessor í jarð- vegsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, og dr. Guðni Þorvaldsson, prófessor í jarðrækt við LbhÍ, bent á í Bændablaðinu mikla óvissu varð- andi fullyrðingar um stærð mýra og losun. Íslenskar mýrar steinefnaríkar Í grein í Bændablaðinu í febrúar 2018 bentu þeir á að ekki sé tekið nægt tillit til breytileika mýra og efnainnihalds. Þar sagði m.a.: „Íslenskar mýrar eru yfirleitt steinefnaríkari en mýrar í nágranna- löndunum, m.a. vegna áfoks, ösku- falls, mýrarrauða og vatnsrennslis í hlíðum, og lífrænt efni er að sama skapi minna.“ Þá benda þeir á að samkvæmt jarðvegskortum LbhÍ og Rala sé lítill hluti af íslensku votlendi með meira en 20% kolefni, en nær allar rannsóknir á losun sem stuðst hafi verið við séu af mýrlendi með yfir 20% kolefni. „Það þarf að taka tillit til þessa mikla breytileika í magni lífræns efnis þegar losun er áætluð úr þurrk- uðu votlendi,“ segir m.a. í greininni. Telja stærð áhrifasvæðis skurða ekki standast Þorsteinn og Guðni telja líka að mat á stærð lands sem skurðir þurrki ekki standast. Í stað 4.200 ferkílómetra lands sé nær að áætla að þeir þurrki 1.600 ferkílómetra. Þá sé nokkuð um að skurðir hafi verið grafnir á þurrlendi til að losna við yfirborðs- vatn þannig að ekki sé allt grafið land votlendi. Mat sitt á umfangi votlendis byggja þeir m.a. á því að algengt bil á milli samsíða fram- ræsluskurða á Íslandi sé 50 metrar en ekki 130 metrar eins og miðað er við í útreikningum sem umhverfis- ráðuneytið hefur greinilega byggt á. Áhrifasvæði skurðanna geti því vart verið meira en 25 metrar en ekki 65 metrar út frá skurðbökkum. 50 ára gamlir skurðir hættir að valda losun Í meistararitgerð Gunnhildar Evu Gunnarsdóttur við Háskóla Íslands frá 2017 var reynt að meta losun kolefnis í þurrkuðum mýrum. Niðurstöður hennar benda til að losun sé mest fyrstu árin en sé síðan hlutlaus að 50 árum liðnum. Það er ekki í samræmi við þær viðmiðunar- tölur sem yfirvöld á Íslandi styðjast við í sínum aðgerðaráætlunum. Það þýðir væntanlega að losunartölur geti verið stórlega ýktar og mokstur í stærstan hluta skurða á Íslandi kunni því að þjóna litlum sem engum til- gangi. Jarðraskið sem af því hlýst gæti hins vegar allt eins leitt til auk- innar losunar. Ofmat á framræstu landi Í forsíðufrétt Bændablaðsins 13. júní 2019 kemur fram að á ráðunauta- fundi Ráðgjafarmiðstöðvar land- búnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) á Hvanneyri 7. júní 2019 hafi Jón Guðmundsson, lektor við LbhÍ, greint frá nýrri hnitun á skurðakerfi landsins, sem ætlað er að meta upp viðbætur á framræstu landi frá fyrri hnitun. Einnig greindi hann frá innleiðingu Vistgerðarkorts Náttúrufræðistofnunar Íslands við mat á framræstu landi. Samkvæmt því var áætlað að framræst land sé rúmlega 70 þúsund hektara minna en áður var talið. Þegar lagt er mat á það hversu mikið tiltekið framræst land losar af kolefni þarf að taka mið bæði af flatarmáli og losun á flatareiningu – áður en það er hægt að reikna það út. Þegar verið var að ræsa fram land voru ekki samhliða gerð nein kort af því landi sem var ræst fram. Hér á landi vantaði því mat á umfangi framræslu sem hægt væri að leggja fram í alþjóðlegu samstarfi um lofts- lagsmál. Á það ekki bara við um stærð þeirra svæða sem hafa verið framræst, heldur einnig gögn um flokkun jarðvegsgerða þeirra sem Þóroddur Sveinsson, lektor við LbhÍ, fjallaði um á fundinum. Spurning 2: – Hversu mikil er að mati ráðu- neytisins losun gróðurhúsa- lofttegunda úr íslenskum mýrum sem grafnar hafa verið út? Bæði magn og hlutfall af heildarlosun Íslendinga á ígildi koltví- sýrings? Í svari ráðuneytisins kemur fram fullyrðing sem ekki byggir heldur á staðfest- um vísindalegum mælingum á Íslandi, en þar segir: „Samkvæmt loftslagsbók- haldi Íslands var heildarlos- un vegna framræsts lands um 8.429 kt CO2 koldíoxíðígilda árið 2017 (kílótonn, þ.e. um 8,4 milljónir tonna; innskot blm.). Það jafngildir um 60% af heildarlosun Íslands það ár.“ Fyrri opinberar fullyrðingar, sem nú er reyndar að mestu hætt að vitna til, miðuðu við að 72% hlut- fall losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi kæmi úr framræstum mýrum. Í svari við fyrirspurn Sigríðar Á Andersen á Alþingi Íslendinga 2015 kom fram að losun frá fram- ræstu mólendi næmi 9,47 milljónum tonna af CO2 ígildum og 2,16 millj- ónum tonna úr framræstu ræktuðu landi. Þar kemur líka fram að losun úr framræstu landi er ekki hluti af Kyoto-bókuninni um loftslagsmál. Í fréttaskýringaþættinum Kveik í Sjónvarpinu í október 2016 er þessari tölu m.a. haldið á lofti. Þar var Jóhann Þórsson, líffræðingur hjá Landgræðslunni, spurður út í hvort vitneskja sé um að þessi tala sé rétt. Hann játar því hvorki né neitar. Byggt á erlendum rannsóknum Spurning 3: – Á hvaða rannsóknum eru þær tölur byggðar og hvar fóru þær mælingar fram? Í svari ráðuneytisins er ekki stuðst við eða vísað í íslenskar vísindarannsóknir heldur mat út frá erlendum gögnum og stöðlum um mýrar í sama loftslagsbelti og Ísland. Samkvæmt heimildum vísindamanna sem Bændablaðið hefur rætt við er í slíkum stöðlum líka tekið mið af mælingum, m.a. í Þýskalandi, sem vart er hægt að telja til sama loftslagsbeltis. Einnig er í svarinu stuðst við mat á stærð framræsts lands á Íslandi og formúlu sem menn hafa gefið sér um áhrif losunar út frá skurðum sem bæði dr. Þorsteinn Guðmundsson og dr. Jón Þorvaldsson hafa gagnrýnt. Í svari ráðuneytisins segir: „Tölurnar sem notaðar eru í loftslagsbókhaldi Íslands eru annars vegar byggðar á mati á stærð hins framræsta lands og hins vegar stuðlum sem Milliríkjanefnd SÞ um loftslagsbreytingar (IPCC, 2014) gefur út og byggja á rann- sóknum á framræstum mýrum á sama loftslagsbelti og Ísland. Mat á stærð framræsts lands byggir á kortlagningu skurða og áhrifasvæði út frá hverjum skurði. Eins og áður segir vinnur Landbúnaðarháskólinn að nýju mati á heildarmagni skurða hér á landi.“ FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Losun gróðurhúsalofttegunda úr framræstu mýrlendi á Íslandi sagt jafngilda 60% til 72% af heildarlosun Íslands: Fullyrðingar byggðar á ágiskunum en ekki vísindalegum gögnum – Eftir rúmlega fimm mánaða yfirlegu gat umhverfisráðuneytið ekki vísað í nein vísindagögn sem staðfesta margendurteknar fullyrðingar Mikill áróður hefur verið rekinn fyrir ágæti þess í baráttunni gegn hlýnun loftslags að moka ofan í framræsluskurði í sveitum Íslands. Gefin hefur verið út viðamikil aðgerðaráætlun um bætta landnýtingu vegna loftslagsmála. Þar er m.a. tekið á endurheimt votlendis, en engin töluleg óyggjandi visindagögn virðast þó vera til sem staðfesta fullyrðingar um losunartölur og ekki einu sinni um lengd skurða. Þá hefur verið staðfest á Alþingi að mokstur í skurði hafi engin áhrif á losunarkvóta Íslands í loftslagsmáum. Mynd / Skýrsla stjórnarráðs Íslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.