Bændablaðið - 20.05.2020, Qupperneq 22

Bændablaðið - 20.05.2020, Qupperneq 22
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202022 LÍF&STARF Laxárdalsbóndi sáir byggi í 170 hektara land í Gunnarsholti: Einn hektari getur gefið af sér tæpt tonn af svínakjöti – Bóndabaunir og sinnepsjurt í tilraunaræktun þetta sumarið Einn umsvifamesti kornræktandi landsins er svínabóndinn Björgvin Þór Harðarson í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á bökkum Stóru-Laxár. Hann og fjölskylda hans, sem stendur á bak við svína- búið, hefur á undanförnum árum markað sér heildstæða nálgun á búskapinn þar sem slagorðið er frá „akri í maga“. Að mestu leyti ræktar Björgvin sitt eigið svína- fóður, þar sem bygg er stærsti hlutinn. Hann er líka óhræddur við að prófa aðrar fóðurtegundir sem þjóna mismunandi tilgangi í fóðursamsetningunni. „Hér erum við með vetrar- hveiti sem var sáð í byrjun ágúst í fyrra,“ segir Björgvin, þar sem við hittumst á athafnasvæði hans í Gunnarsholti rétt hjá höfuðstöðvum Landgræðslunnar, sem hann leigir ræktarlönd sín af. „Þetta lifði vet- urinn af þó hann hafi verið lang- ur og kaldur, en það er allt í lagi fyrir vetrarhveiti ef það er ekki mjög rysjótt tíð. Það er líka mjög viðkvæmt fyrir kali, en hér háttar þannig til að það kelur ekki mikið. En þar sem landið liggur í smá lægðum sjáum við svolitlar skell- ur, þess vegna er mikilvægt að það séu góð næringarefni í jarðveginum fyrir veturinn.“ Hveitið er orkuríkt fóður í svínin Björgvin er þó enginn nýgræðingur í ræktun á vetrarhveiti og hefur gert það með hléum í allmörg ár. Hann er með 37 hektara undir vetr- arhveitið í þetta skiptið, en það er mjög orkuríkt fóður fyrir svínin. Það þarf að taka ýmislegt inn í reikningsdæmið þegar ákvörðun um ræktun á fóðurkorni er tekin, til dæmis staða íslensku krónunnar og heimsmarkaðsverð á fóðri. Ef þessar hagrænu aðstæður eru hagstæðar fyrir innkaup, borgar sig tæpast að rækta tegundir eins og vetrarhveiti. En það er einnig ákveðin spákaupmennska fólgin í slíkri ræktun, því á heildina litið tekur tvö ár að rækta vetrarhveiti; frá því að jarðvegurinn er undirbú- inn þar til skorið er upp. „Ég hef hins vegar haldið mig við sama magn af byggi, sáð í svona 160–200 hektara, auk þess sem nepjan er í stöðugri ræktun. Síðan er stundum einhver tilrauna- mennska í gangi hjá mér; í ár eru það bóndabaunir og sinnepsjurt. Bónabaunirnar er ég að prófa sjálf- ur og ef það heppnast vel gæti það orðið góður próteingjafi – sem val- kostur með nepjunni við innfluttar sojabaunir. Sinnepstilraunin er hins vegar unnin í samvinnu við hjón í Fljótshlið sem langaði til að prófa þetta. Það eru ýmsir kostir við það að rækta eigið fóður og einn sá mikil- vægasti er að mínu mati ferskleikinn – ekki síst í sambandi við nepjuna. Við nýtum olíuna og hratið úr henni. Við mölum nepjuna í hverja blöndu þannig að ekki er hætta á að olían eða hratið þráni. En það getur gerst ef nepjan er pressuð til að taka úr henni olíuna en hratið getur þá þrán- að á einni til tveim vikum, fer eftir hitastigi. Úr henni fást líka góðar fitusýr- ur, sem við höfum fengið staðfest úr mælingum á okkar gripum,“ segir Björgvin. Sjálfbærni eftirsóknarverð „Maður vill reyna að vera sem mest að vera sjálfbær hér og sem minnst háður aðföngum sem gjarnan eru ræktuð á risastórum skala með til- heyrandi eiturefnanotkun. Ég held að það sé alltaf að þróast meira í þá átt að neytendur vilji ekki vörur þar sem notast hefur verið við erfða- breyttar plöntur í framleiðsluferlinu, sem eiga að þola tiltekin eiturefni. Við komumst reyndar ekki hjá því að nota illgresiseyði eins og gert er í túnrækt í dag. En það er í mjög litlu magni. Við setjum 10 grömm af efni á hektara í júní. Þá eru tveir mánuðir í þreskingu. Við erum með nokkur verkefni undir okkar hatti en afurðirnar okkar bera vörumerkið Korngrís frá Laxárdal. Það eru mikil verð- mæti fólgin í því að geta ræktað svo mikið fóðurkorn sem raun ber vitni og til marks um það má segja að einn hektari af okkar kornakri getur gefið af sér um 800–900 kíló af svínakjöti. Við rekum okkar eigin kjötvinnslu í Árnesi undir merkinu Korngrís þar sem við framleið- um margs konar vörur; beikon, mismunandi skinkuafbrigði. Þar er mottó hjá okkur að nota engin aukaefni sem ekki er nauðsynlegt að nota við vinnsluna; ekkert soja, engin litar- eða bragðefni – já, bara eins hreinar vörur og hægt er að hafa þær. Þessar vörur eru bæði seldar beint til neytenda, en við notum þær líka sem álegg fyrir Pizzavagninn sem fer um þéttbýliskjarna í sveitum hér,“ segir Björgvin. Hveitið fer hægt af stað Þegar blaðamaður var á ferð í Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Björgvin sáir byggi 14. maí, en hann sáir ár hvert í um 160–200 hektara land í Gunnarsholti. Þetta ár sáir hann í 170 hektara, nepju í 40 hektara og vetrar- hveiti í tæpa 40 hektara. Myndir / smh Björgvin og sonur hans, Auðunn Magni, í vetrarhveitiakrinum á Rangárvöll- um, með fallega fjallasýn í bakgrunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.