Bændablaðið - 20.05.2020, Qupperneq 26

Bændablaðið - 20.05.2020, Qupperneq 26
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202026 Þegar þú ferð með fjölskylduna í ísbíltúr tekur atvinnulífið kipp. Þegar íssalinn lætur flísaleggja baðherbergið kemur annar kippur. Flísarinn lætur standsetja gamla hjólið sitt fyrir sumarið og enn kemur kippur, sem heldur áfram þegar hjólaviðgerðar- maðurinn kaupir íslenskan trúlofunarhring handa kærustunni. Loksins. Allt í einu er allt komið af stað á ný. ATVINNULÍFIÐ ER LÍF OKKAR ALLRA Þegar þú velur íslenskt tekur atvinnulífið við sér! Byggðarannsóknarsjóður: Tíu milljónir til fjögurra verkefna – Fjórða iðnbyltingin, fasteignamarkaður, örorka og dreifbýlisverslun Fjögur verkefni hljóta styrk úr Byggða rann­ sóknasjóði á þessu ári, en þau verk efni sem fá styrk í ár snú­ ast um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar, fasteigna markað, kortlagningu örorku og verslun í dreifbýli. Byggðarannsókna­ sjóður er fjármagnað­ ur af byggðaáætlun og með framlagi frá Byggðastofnun og hefur þann tilgang að efla byggða­ rannsóknir og bæta þannig þekk­ ingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Alls bár­ ust sjóðnum 14 umsóknir, samtals að upphæð 38 milljónir króna. Til úthlutunar voru 10 milljónir. Þekkingarnet Þingeyinga fékk 2,5 milljónir króna í styrk vegna verkefnis sem heitir Byltingar og byggðaþróun: hlutverk þekkingasetra í byggðaþróun fjórðu iðnbyltingarinnar. Markmið rann sóknar innar er að greina áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar í byggðum landsins og mögulegar leiðir til að nýta innviði þekkingarsetra til að mæta áskorunum og tækifærum byltingarinnar. Fasteignaverð og barnafjölskyldur Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fengu 2 milljónir vegna verkefnis með heitinu Fasteignamarkaður og foreldrar um land allt: Getur hátt fasteignaverð fælt barnafjölskyldur af landsbyggðinni eða haldið þeim frá? Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða hvað hefur áhrif á búferlaflutninga fólks á barneignaraldri og að styrkja fyrri greiningu á þessum þáttum svo auðveldara sé að hanna íbúaþróunarlíkön fyrir sveitarfélög. Í þriðja lagi að auka skilning á þeim áhrifum sem mikil sókn utanbæjarmanna í íbúðir fjarri heimahögum þeirra kunna að hafa. Þá fékk Rannsóknamiðstöð Há skólans á Akureyri styrk að upphæð 2,5 milljónir króna vegna kortlagningar örorku á Norðurlandi eystra. Markmiðið með verkefninu er að kortleggja umfang og þróun örorku á Norðurlandi eystra í samhengi við þróun vinnumarkaðar og lýðfræðilegra þátta. Þá er markmið að unnt verði að nýta niðurstöður rannsóknar innar í þágu þeirra sem vinna að atvinnuþróun, vinnumarkaðsúrræðum, mennta­ mál um endurhæfingu fólks á vinnumarkaði og byggðaþróun og að verkefnið stuðli að aukinni þekkingu. Emil B. Karlsson hlaut 3 milljón króna styrk vegna verkefnis sem heitir Verslun í heima byggð: greining á sóknarf ærum dreifbýlisverslana. Mark mið rannsóknarinnar er að leiða í ljós hverjar eru skilvirk ustu stuðningsaðgerðir við litlar verslanir í dreifbýli. Niðurstöðum er jafnframt ætlað að sýna hvaða þættir í rekstri dreifbýlisverslana skipta mestu til að lifa af í samkeppni við stærri verslanakeðjur. /MÞÞ Landbúnaðarráð Húnaþings vestra hvetur Matvælastofnun til að endurskoða fjárveitingar til varnagirðinga í héraðinu. Málið var rætt á fundi ráðsins á dögunum. Samkvæmt upplýsingum frá verktaka sem sér um viðhald sauðfjárveikivarnagirðinga að stórum hluta í Húnaþingi vestra hefur honum verið tilkynnt að fjárframlög til viðhalds á varnargirðingum verði lækkuð á árinu 2020. Það leiðir til þess að nauðsynlegt viðhald verður í lágmarki sem gerir það að verkum að varnir gegn smitsjúkdómum búfjár verða illviðráðanlegar. Skýtur skökku við Landbúnaðarráð Húnaþings vestra mótmælir harðlega þessari þróun og finnst skjóta skökku við að þetta sé gert eftir snjóþungan vetur og á sama tíma og umræða um smitsjúkdóma, matvælaöryggi og mikilvægi öruggrar matvælaframleiðslu er áberandi í heiminum og þá ekki síður í ljósi þess að stór hluti mannkyns hefur verið girtur af og hólfaður niður til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma. Því hvetur ráðið Mast til að endurskoða fjárveitingar sínar til varnagirðinga í Húnaþingi vestra. /MÞÞ Húnaþing vestra: Mótmæla lækkuðu framlagi í viðhald varnargirðinga Fé við Mjóavatn á Auðkúluheiði. Mynd / HKr. LÍF&STARF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.