Bændablaðið - 20.05.2020, Síða 40

Bændablaðið - 20.05.2020, Síða 40
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202040 Deilieldhúsið Eldstæðið opnar í sumar – Ætti að höfða til flestra matarfrumkvöðla Á Facebook-síðunni Eldstæðið sameinast matarfrumkvöðlar og smáframleiðendur sem hafa áhuga á að vinna saman undir einu þaki að verkefnum sínum. Stofnandi hópsins er Eva Michelsen, sem hefur átt sér þann draum að reka slíkt deilieldhús undir merkjum Eldstæðisins þar sem félagar hennar í hópunum geta þróað hugmyndir sínar frekar. Hún er búin að fá húsnæði undir starf- semina og vonast til að geta opnað í sumar. „Það væri draumur að opna í júní en við erum enn að standsetja allt saman í húsnæðinu og svo erum við að vinna með heilbrigðis- eftirlitinu, sem fundar bara einu sinni í mánuði fyrir Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Svo mögulega erum við að horfa á júlí eða ágústmánuð, sjáum hversu öflug við erum og hvernig gengur með starfsleyfið.“ Skortur verið á starfsaðstöðu Að sögn Evu hefur verið skortur á slíkri aðstöðu undanfarin misseri enda hefur verið nokkur gerjun í þessum geira. „Ég hef nokkuð stöð- ugt og reglulega fengið fyrirspurnir síðustu tvö árin meðan ég hef verið að „djöflast“ í þessu – eins og einn orðaði svo skemmtilega um þetta brölt hjá mér um daginn. Við erum með rúmlega 100 manns í Facebook- hópnum sem ég stofnaði fyrir um tveimur árum svo það er að minnsta kosti áhugi á að fylgjast með. Það geta allir látið vita af áhuga sínum á því að fá aðgang að aðstöðunni, en formlegt umsóknarferli er ekki hafið. Ég er þegar með einstaklinga og smærri rekstraraðila á biðlista, svo verður áhugavert að sjá hvort hafi orðið breyting þar á, eða hvort verði hreinlega enn meiri eftir- spurn. Markmiðið er að hafa að minnsta kosti þrjár til fjórar virkar vinnustöðvar í einu – og húsnæðið aðgengilegt allan sólarhringinn. Svo það ætti að vera hægt að þjónusta að lágmarki 15–20 einstaklinga eða rekstraraðila hverju sinni. Þetta fer auðvitað eftir umfangi hvers og eins, sumir eru að framleiða í eitt skipti á ári og aðrir fjögur – og þurfa bara lager þess á milli. Aðrir eru mánað- arlega, vikulega, daglega og svo framvegis. Sumir þurfa eingöngu undirbúningsaðstöðu, aðrir fram- leiðslu og eldun. Þetta er auðvitað alveg splunkunýtt og af nokkuð stærri skala en tilraunaeldhúsin sem til eru svo þetta er ágætis lærdóm- skúrfa líka. Við verðum einnig með skrifstofuaðstöðu svo það verður hægt að sinna pappírsvinnunni sem fylgir og getur verið mikill kostur. Það er margt fleira í bígerð varð- andi aðstöðuna, þjónustuna og fríð- indi sem frumkvöðlar njóta með því að vera með aðstöðu hjá okkur.“ Deilieldhúsið rekið undir Eldstæðinu Að sögn Evu verður verkefnið rekið undir rekstrarfélaginu Eldstæðinu ehf. en eigendur þess eru hún sjálf og maður hennar. „Við fjármögnum þetta af eigin fé, en ég er með mjög góða aðila í kringum mig sem eru ómetanlegir í þessu ferli, þar á meðal góð vinkona sem hefur stutt mig gegnum þetta ferli. Fjölskyldan er auðvitað að hjálpa til eins og þau geta og vinir bíða eftir að komast að og hjálpa til,“ segir hún. „Það hefur sannarlega verið að mörgu að huga í þessu ferli; að teikna upp aðstöðuna og finna hvernig þetta allt gengur upp saman með þeim hætti sem við leggjum upp með. Það er auðvitað þetta hefðbundna; mála og gera huggu- legt en svo er að ákveða viðeigandi tækjakost, uppsetning á þurrlager, kælum, frystum og svo framveg- is. Allt með það í huga að tryggja fæðuöryggi, hreinlæti og fleira sem ber að hafa í huga þegar kemur að matvælavinnslu. Fyrirtækin sem ég hef verið í samskiptum við hafa verið alveg frábær og taka vel í þetta klikkaða framtak. Þessu fylgir einnig að setja upp þjónustupakk- ana/verðskrá og hvað er innifalið í hverjum pakka. Við viljum geta aðstoðað stóra sem smáa og eftir tímasetningu, margir eru að prufa sig áfram meðfram vinnu og kom- ast því bara á kvöldin og um helgar. Það verður því eitthvað á borð við grunnpakka, frumkvöðlapakka, helgarpakka, nátthrafnapakka og stóra pakkann. Við erum nokkurn vegin komin með þetta á hreint en viljum aðeins fínpússa áður en vefurinn fer í loftið með öllum upp- lýsingum.“ Flestir ættu að geta nýtt sér aðstöðuna „Ég reikna með að ég sjái að mestu um reksturinn til að byrja með og ef allt gengur upp þá get ég von- andi ráðið fólk til starfa. Ég er svo heppin að búa að góðri reynslu úr Sjávarklasanum úti á Granda ásamt Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði en bæði þessi húsnæði byggja á deilihagkerfinu og uppbyggingu á samfélagi kringum ákveðnar starfsgreinar,“ segir Eva. Hún bætir við að hún telji að flestir matar- frumkvöðlar ættu að geta nýtt sér þá aðstöðu sem verður í boði, en nauðsynlegt sé að passa upp á of- næmisvalda. „Gjaldskráin er alveg að verða klár, viljum leggjast aðeins betur yfir hana áður en hún er birt opin- berlega,“ segir Eva. Áhugasamir um framvindu verkefnisins geta fylgst með á Facebook-síðu Eldstæðisins, https://www.facebook.com/eld- staedid. /smh LÍF&STARF HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Eva var á fullu í undirbúningi að koma Eldstæðinu í stand þegar ljósmyndari kom í heimsókn. Hér er hún í máln- ingarvinnu í tilvonandi skrifstofurými þar sem matarfrumkvöðlarnir geta sinnt pappírsvinnunni. Myndir / smh Horft inn í vinnslurýmið, stór kælir er í bakgrunni en í húsnæðinu var áður matvælavinnsla. Bændablaðið er mest lesna blaðið á landsbyggðinni Hvar auglýsir þú? Lestur prentmiðla á landsbyggðinni ViðskiptablaðiðMannlíf H eim ild: Prentm iðlakönnun G allup. K önnunartím i okt.-des. 2019. 50% 40% 30% 20% 10% Stundin DV Morgunblaðið Fréttablaðið Bændablaðið Bændablaðið / Bændahöllin við Hagatorg / Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is Lestur Bændablaðsins: 41,9% 21,9%19% 5,8% 9,1% 5,2%2,2% 41,9% 21,9% 29,2% á landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðinu landsmanna lesa Bændablaðið BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.