Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 7
Útilíf — ferðalög Gengið um Gálgahraun Þótt það sé nú orðið flestum fjarlægt, að sakamenn hafi verið teknir af lífi á íslandi, er samt ekki nema tæplega hálf önnur öld síðan síðasta opinbera af- takan fór fram. I janúarmánuði árið 1830 varð fjöldi fólks vitni að því er piltur og stúlka voru hálshöggvin í Vatnsdalshólum í Húnaþingi. Það fólk sem þarna var viðstatt hafa sennilega verið ömmur og afar núlifandi íslend- inga. Aftaka sakamanna tíðkaðist um langan aldur á íslandi, og oft voru sakir litlar, sem menn urðu að gjalda fyrir með lífi sínu. í þeim lögum sem okkur voru sett af erlendu drottnunarveldi var litla mannúð að finna. Yrði fólki það á að brjóta þessi lög voru valdsmennirnir, sem einnig voru oft erlendir, tilbúnir til þess að reiða upp refsivöndinn og láta höggið falla. Fjölmörg örnefni eru til á íslandi sem benda til þess að þar hafi aftökur farið fram. Drekkingarhylur í Öxará er sennilega þeirra nafnkunnastur, og hafa flestir íslendingar, sem komnir eru til vits og ára litið þann stað. Á 17. öld- inni urðu Þingvellir, hinn fornhelgi staður íslenzku þjóðarinnar, að vett- vangi mikilla mannfórna óréttlátra laga. Höggstokkur stóð í Öxarárhólma og skammt frá hinu forna Lögbergi er hin svonefnda Brennugjá, þar sem vit- að er að níu menn voru brenndir, dæmdir fyrir galdra. Annars virðist svo sem aftökustað- irnir hafi oftast verið kenndir við þjófa eða gálga. Eru þessir staðir oftast skammt frá alfaraleið, enda jafnan til þess stillt að fólk gæti fylgst með er verið var að taka hið ógæfusama fólk af lífi. Eftir líflátið voru sakamennirnir jafnan huslaðir í grennd við aftöku- staðinn. Var gjarnan látið á þessum dysjum bera, þar sem þau áttu að verða öðrum áminning og til viðvörunar. Þótti það sjálfsögð skylda þeirra er leið áttu framhjá slíkum dysjum að nema þar staðar og kasta að þeim grjóti. For- dæmingin skyldi einnig ná út fyrir gröf og dauða. Það gefur auga leið, að Garðahrepp- ur, sem var í nábýli við valdasetrið Bessastaði, hefur til forna einnig verið Eftir Steinar J. Lúövíksson vettvangur böðla. Á Bessastöðum var hið alkunna Bramshús, fyrsta fangelsi á íslandi sem notað var allt til þess tíma að tugthúsið á Arnarhóli, núverandi höfuðból íslenzka ríkisvaldsins, var byggt. Bramshúsið á Bessastöðum, sem einnig var kallað „Þjófakistan“ var ill- ræmt á sínum tíma, og þaðan lá oftast leið sakamannanna annað hvort til af- tökustaðarins eða til skipa sem fluttu þá til Brimarhólms. Nyrzti hluti Garðahraunsins, sem þekur meginhluta Álftanessins, heitir Gálgahraun, og sker það sig nokkuð úr, sökum þess hve það er úfið og illt yfir- ferðar. Er ekki ósennilegt að þarna hafi hraunið í fyrndinni runnið yfir votlendi og sú mótstaða orðið til þess að mynda þá miklu dranga og kynjamyndir sem í því eru. Að lokum hefur svo hraunelfan náð til sjávar, og þar hafa átök elds og ægis reist sér minnisvarða, suma all- hrikalega. Víða eru háir klettadrangar, sundur sprungnir eða skornir, hyldjúp- ar gjár og hellar. I landi, þar sem engin voru tré til þess að hengja sakamenn í, hefur slíkt landslag verið hið ákjósan- legasta til að koma hinu einfalda af- tökutæki, gálganum fyrir. Ekki þurfti annað en að kasta tré yfir sprungu eða milli kletta, koma þar fyrir reipinu og hrinda síðan sakamanninum út af því. Skammt frá sjónum í Gálgahrauni rísa tveir háir klettar, hærri en flestir klettar þarna í nágrenninu og eru þeir sundur sprungnir sitt á hvað. Sprung- urnar eru djúpar og beinir klettaveggir sitt hvoru megin við þær. Fram undan staðnum er lítill vogur og upp af honum klettakvos með sléttum og grónum botni. Þaðan er hið ákjósanlegasta út- sýni til fyrrnefndra kletta - Gálga- klettanna. Hér var því allt sem á var kosið. Stuttur og hægur sjóvegur frá Bramshúsinu yfir Lambhúsatjörn, gott svæði fyrir áhorfendur, og síðast en ekki sizt, gálgi af náttúrunnar hendi. Ekki þurfti heldur að hafa miklar áhyggjur af því að husla hræin þegar aftökunni var lokið. Því var kastað til hliðar og hulið hraunhellum og grjóti. Ekki er vitað hversu margir menn voru teknir af lífi við Gálgakletta. í annálum frá 1664 er þess getið að maður nokkur, Þórður Þs. að nafni hafi verið hengdur „suður frá Bessastöðum í Garðahrauni“, fyrir þá sök, að hann hafði stolið „úr búðum danskra í Gálgaklettamir í Gálgahrauni 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.