Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 43

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 43
rígbundnir í stöðum á vellinum, heldur geta leyft sér að hlaupa úr þeim, vissir um að aðrir taka þá við þeim. Þetta er aðalmunurinn hjá okkur og hinum. Það er líka mikill styrkur fyrir Valsliðið hvað hópurinn er geysilega samrýmd- ur, liðsandinn góður, og einnig það hvað breiddin er mikil hjá okkur. Utan við liðið núna eru t.d. þrír mjög sterkir menn, Hálfdán Örlygsson, Magnús Bergs og svo Skoti sem æft hefur með okkur í vetur og mun sennilega leika þegar kemur fram á keppnistimabilið. Þessir menn hafa verið meiddir. Þjálfarinn okkar, Ungverjinn Nem- ez, sem er þó meira Belgíumaður en Ungverji, hefur komið með ferskan blæ með sér. Hann er búinn að leika með atvinnumannaliðum alllengi, og er með ómengaðar atvinnumannahugmyndir. Þetta hentar okkur Valsmönnum vel. Ég er því bjartsýnn á að við náum langt með þennan mann í fararbroddi. Vestmannaeyingar urðu í þriðja sæti í mótinu í fyrra og ég held að þeir verði á svipuðum stað einnig nú. Það eru friskir strákar í liðinu, einkum miðvall- arleikmennirnir og framlínumennirnir, en varnarmennirnir eru óneitanlega nokkuð þungir og svifaseinir, og það er fyrst og fremst þess vegna sem ég spái því að Vestmannaeyjaliðið nái ekki alla leið á toppinn. Þetta lið getur leikið stórskemmtilega knattspyrnu þegar sá gállinn er á því. Það er sennilega gott fyrir Eyjamenn að sami þjálfarinn er nú með liðið og í fyrra, Bretinn Skinner, en ég tel að hann sé mjög laginn að ná því út úr leikmönnum sínum sem mögulegt er að ná. Um Víkingana gengir svipuðu máli og Vestmannaeyinga. Þeir verða á svipuðum stað og þeir voru í fyrra. Þeir eru búnir að hafa sama þjálfarann nú undanfarin ár, og hann nær liðinu varla á toppinn héðan af. Víkingsliðið er of bundið í enska leikkerfið, — sóknar- leikur þess er of einhæfur og miðar fyrst og fremst að því að senda háar og langar sendingar fram á oddamennina, Arnór Guðjohnsen og Jóhann Torfa- son. Það er afskaplega ósennilegt að mikið komi út úr slíku, þegar til lengdar lætur. Annars er ekki unnt að fjalla um Víkingsliðið, án þess að minnast sér- staklega á nýliðann í því, Arnór Guð- johnsen. Hann er mesta efni sem ég hef séð á knattspyrnuvellinum, síðan ég byrjaði að fylgjast með knattspyrnunni, — strákur sem býr yfir ómældum hæfi- leikum. Keflvíkingar komu á óvart í fyrra, en þá var þeim spáð falli af mörgum. Nú tel ég þá vera stórt spurningarmerki. Annað hvort verða þeir í baráttunni, eða þá alls ekki og sennilega er ótrúlega stutt á milli hjá þeim. Þeir hafa ekki byrjað vel í ár, en það þarf ekki að þýða það að þeir nái sér ekki á strik. Aðal- vandamál liðsins er reynsluleysi leik- Ingi Björn skrifar manna. í liðinu eru nógu sterkir ein- staklingar, ég vil nefna t.d. hinn tekn- iska Einar Ólafsson og hinn sterka og kröftuga Sigurð Björgvinsson. Spurn- ingin er hvort Guðna Kjartanssyni tekst að hnýta saman lausa enda, og þjappa liðinu saman. Að mínu mati er það ekki spurning um hvort Keflavíkurliðið verði gott í framtíðinni, heldur hvenær það verður. Breiðabliksliðið hefur líka byrjað illa í ár. Það hefur nú nýjan þjálfara sem er að þreyfa fyrir sér og hefur enn ekki öðlast þekkingu á leikmönnum, né þeir á honum. Það mætti segja mér að Blik- unum gengi erfiðlega framan af, en næðu síðan góðum endaspretti, þegar þeir væru búnir að finna tóninn. Mér finnst líka athyglisvert hve liðinu nýtist illa heimavöllur sinn. Því gengur lítið betur þar en á útivelli, og áhangendur liðsins eru miklu daufari en t.d. áhang- 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.