Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 55

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 55
láta síðan þau lið sem sigruðu í riðlun- um keppa sín á milli um heims- meistaratitilinn. Brasilíumenn höfðu búið sig vel undir keppnina og t.d. aukið áhorf- endasvæðið á hinum fræga Mara- cana-leikvangi í Rio de Janeiro og rúmuðust þar nú 200.000 áhorfendur. Þeir urðu fyrir vonbrigðum þegar áhorfendur að fyrsta leik Brasilíu- manna í keppninni — gegn Mexikó, urðu ekki nema 155.000. Fyrirfram var búizt við því að bar- áttan um heimsmeistaratitilinn stæði milli Brasilíumanna og Englendinga sem nú tóku í fyrsta sinn þátt í keppn- inni. Lið þeirra var skipað mörgum frægum leikmönnum: Matthews, Finney og Mortensen, svo einhverjir séu nefndir. Fyrsti leikur Englendinga var gegn Chile, og kom þar glögglega fram að aðstæðurnar höfðu sitt að segja. Englendingar voru óvanir að leika svo hátt yfir sjávarmáli og urðu að fá súrefnisgjöf í hálfleik. Allt gekk þó að óskum, og sæti í úrslitakeppninni virtist blasa við. En þá urðu Englend- ingar fyrir fyrsta, en alls ekki síðasta áfalli sínu í heimsmeistarakeppni. Þeir töpuðu fyrir Bandaríkjunum 0—1, og þar með voru möguleikar þeirra úr sögunni. Flafa sennilega úrslit sjaldan komið eins á óvart í heimsmeistara- keppninni, þótt jafnan hafi ýmislegt gerzt þar sem fáir áttu von á. í úrslitakeppnina komust Spánn, Brasilía, Uruguay og Svíþjóð, og nú bókuðu allir sigur heimamanna. Þeir sýndu algjöra yfirburði í leikjum sínum við Svíþjóð og Spán og sóknartríó þeirra: Jair, Ademir og Zizinho virtust með öllu óstöðvandi. Töldu heima- menn síðasta leikinn, við Uruguay, nánast vera formsatriði, en Uruguay hafði í úrslitakeppninni mátt þakka fyrir jafntefli í leik sínum við Spánverja og síðan marið sigur yfir Svíum. Þegar úrslitaleikurinn hófst höfðu 200.000 Brasilíumenn verið búnir að bíða klukkustundum saman á vellin- um, allir komnir til að hylla sína menn sem heimsmeistara. En bæði áhorfend- ur og leikmenn brasilíska liðsins höfðu gleymt einu; því að í liði Uruguay var leikmaður sem nefndist Juan Schiaff- ino og gekk undir nafninu beinagrindin vegna þess hvað hann var horaður. 1 þessum leik var hann konungur vallar- ins, bókstaflega alls staðar á vellinum og óviðráðanlegur. Staðan var raunar 0—0 í hálfleik, en snemma í seinni hálf- leik stakk Schiaffino sér milli brasilísku varnarleikmannanna og skoraði. Friaca jafnaði fyrir Brasilíu, en tíu mínútum fyrir leikslok, fór beinagrindin rétt einu sinni illa með varnarleikmenn Brasilíu, lék þá sundur og saman og sendi síðan knöttinn á félaga sinn, varnarmanninn Ghiggia, sem skoraði sigurmarkið. Mannfjöldinn var sem þrumu lost- inn. Hið ótrúlega hafði gerzt. Brasilíu- menn höfðu tapað. „Vitlaust" lið hélt heimleiðis með heimsmeistaratitilinn. ÚRSLITAKEPPNIN: Uruguay - Spánn 2-2 (1-2) Brasilía - Svíþjóð 7-1 (3-1) Uruguay - Svíþjóð 3-2 (1-2) Brasilía — Spánn 6-1 (3-0) Svíþjóð - Spánn 3-1 (2-0) Uruguay - Brasilía 2-1 (0-0) Sviss 1954 Þegar kom að heimsmeistara- keppninni 1954 höfðu viðhorf til keppninnar tekið miklum breytingum frá því sem áður var. Þátt- tökulið voru nú fleiri en nokkru sinni fyrr, og keppnin vakti gífurlega mikla athygli, ekki aðeins í þeim löndum sem áttu lið í lokakeppninni, heldur og um heim allan. Flestar beztu knattspyrnu- þjóðir heims höfðu búið sig af kost- gæfni undir keppnina, en fyrirfram var búizt við því að slagurinn myndi standa milli Þjóðverja og Ungverja, þar sem bæði þessi lið áttu frábæra knatt- spyrnumenn á þessum árum og höfðu Argentina'78 unnið hvern sigurinn af öðrum í lands- leikjum sínum. Þannig höfðu Ungverj- ar gert sér lítið fyrir og sigrað Englend- inga 7—1 í landsleik sem fram fór í Búdapest þá um veturinn. Margir áttu einnig von á þvi að Uruguay myndi blanda sér í baráttuna. Schiaffino var enn í liði þeirra og nú höfðu þeim bætzt tveir mjög góðir sóknarleikmenn þar sem voru þeir Abbadie og Borges. Byrjun heimsmeistaranna í þessari keppni benti líka til þess að þeir ætluðu sér að verja titilinn. Fyrst unnu þeir Tékka 2—0 og síðan lögðu þeir Skota á hné sér og rassskelltu þá, 7—0. í þeim leik skoruðu þeir Borges og Abbadie samtals 5 mörk! Ungverjar sýndu líka fljótt klærnar. Með hinn frábæra leikmann Puskas í fararbroddi sigruðu þeir Kóreu í fyrsta leik sínum í lokakeppninni 9—0 og hefðu þar vafalaust getað unnið stærri sigur, ef þeir hefðu kært sig um að láta kné fylgja kviði. En þessi sigur átti þó Ofsaglaðir heimsmeistarar Uruguay kyssa verðlaunagrip sinn eftir óvæntan sigur í heimsmeistarakeppninni 1950. Forsætisráð- herra lands þeirra horfir stoltur á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.