Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 86
y Enska
knattspyrnan
Jafnvel áköfustu
endurnir létu sig
ekki dreyma um
meistaratitilinn!
FOnpST
Gælunafn: The Red (Hinir
rauðu)
Stofnað: Árið 1865. Tók upp
atvinnumennsku árið 1889.
Heimavöllur: City Ground í
Notthingham frá árinu 1898.
(Heimilisfang: Notthingham
NG 2 5 FJ)
Árangur: Enskur meistari
1978, Enskur deildarbikar-
meistari 1978. Bikarmeistari
1898 og 1959.
Metsigur: 14—0 í leik við ut-
andeildaliðið Clapton í bikar-
keppninni árið 1890.
Metósigur: 1—9 tap fyrir
Blackbum Rovers í 2. deild
1937.
Hæsta sala leikmanns: Er
Duncan McKenzie var seldur
til Everton fyrir 240.000 pund
árið 1974.
Hæsta verð fyrir leikmann:
275.000 pund fyrir Peter
Shilton 1977.
Búningur: Rauðar treyjur,
hvítar buxur og rauð/hvítir
sokkar. Varabúningur: Gul
treyja, gular buxur og gulir
sokkar.
Meistaralið Notthingham Forest 1977—
1978. Efri röð frá vinstri: Brian Clough,
Kenny Bums, Colin Barrett, Gary Brook-
mann, Gary Birtles, Tom Middleton, Dave
Anderson, Peter Withe, Ian Bowyer, Martin
O’Neill, Brian Gunn, Jimmy Gordon.
Fremri röð frá vinstri: Tony Woodcock,
Terry Keam, John Robertson, John Mc-
Govera, Frank Clark, Sean Hazelgrove,
Larry Lloyd. H >
að munu fáir hafa átt von á því
er keppnistímabil ensku knatt-
spyrnunnar 1977-78 hófst í
fyrrahaust að lið Nottingham
Forest myndi standa uppi sem sigur-
vegari í 1. deildinni — sem Englands-
meistari í vor. Liðið háði harða baráttu
í 2. deildar keppninni í fyrra og tókst á
síðustu stundu að ná þar þriðja sætinu
og krækja sér þar með í 1. deildar sæti.
Það hefur reyndar komið fyrir að lið
sem komið hefur upp úr 2. deild hafi
náð alla leið á toppinn á næsta keppn-
istímabili, en slíkt er fátítt, og allra sízt
töldu sérfræðingar að Nottingham
Forest hefði burði til þess að ná slíkum
árangri. Það virkaði því broslega á
marga þegar framkvæmdastjóri liðsins,
Brian Clough gaf yfirlýsingar um það í
fyrrahaust að Nottingham Forest ætl-
aði sér stóran hlut í 1. deildar keppninni
í vetur, ef ekki alla leið á toppinn, þá
langleiðina.
— Ég hef ástæðu til þess að vera
bjartsýnn sagði Brian Clough í fyrra-
haust. — Við skoruðum 77 mörk í 2.
deildinni og nú ætlum við að kaupa
nokkra góða leikmenn, sem falla vel
86