Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 83
neyslu súrefnis (V02 1/min) og sem neyslu
á hverja einingu líkamsþunga (V02
ml/kgxmin) við mesta álag. Verður sú stærð
hér eftir nefnd þrektala.
Af töflunni má sjá. að þrektala er ail-
breytileg innan hvers aldursflokks. Þetta
kemur aðeins ljósar fram í yngri aldurs-
flokkunum, sem bendir til þess, að þar sé
meiri munur á þjálfunarstigi manna.
Handknattleiks- og knattspyrnumennirnir
eru ekki aðskildar í töflu 3, en sé þrektala
hvors hóps reiknuð sérstaklega, kemur í ljós
að knattspyrnumennirnir hafa meðalþrek-
töluna 57.0 ml/kgxmin. og handknattleiks-
mennirnir 53,2 ml/kgxmin.
Eins og áður er getið, hefur sams konar
aðferð ekki verið beitt áður við þrekmæl-
ingar hér á landi. Verður af þeim sökum fátt
til viðmiðunar, en benda má á að í greinar-
gerð um þrekrannsóknir Í.B.R. 1958-1962
eftir Benedikt Jakobsson (5) er að finna
þrektöluna 48,1 að meðaltali fyrir 91 knatt-
spyrnumann á aldrinum 16-30 ára og 51
fyrir 94 handknattleiksmenn á aldrinum
15-30 ára.
Sú tala, 57,0 ml/kgxmin, sem áður var
gefin upp fyrir knattspyrnumenn, nær yfir
aldursbilið 11-31 árs. Sé hins vegar miðað
við samsvarandi aldurshóp og í skýrslu
Í.B.R., þ.e. 16-30 ára, fæst meðaltalið 53,9.
Benedikt Jakobsson mældi ekki súrefnis-
notkun heldur var hún áætluð í mælingum
hans. Þrektala einstaklings var reiknuð út
frá álagi þrekmælis, aldri og hjartsláttar-
hraða við mesta álag. Athuganir (per-Olaf
Ástrand og Káre Rodahl (2)) benda til
þess, að þrektölur, sem þannig eru fundnar,
séu yfirleitt 10-15% lægri en við beina mæl-
ingu. Séu þessi atriði tekin með í reikning-
inn, verður tæpast neinn greinilegur munur
á niðurstöðum þessara rannsókna. Enda
T A f l í 2
ÞynRÚ hmö FVC
Karlar
sptPCthlauitar.ir í 60-400 m)
n,5 76,5 178,5 4,95 520
18,3 75,0 187,0 5.55 570
19,9 73.5 184,0 5,10 605
20,9 72.5 181,5 4,90 555
mill i vtíRaÍengöahl auparar ( 400-1100 mj
12,6 72,5 162,0 4,70 555
19,6 85,0 191,5 6 05 575
19,8 69.5 179,0 6,00 : 525
20.6 81,0 -94,5 6,40 695
20,9 63.0 171.5 5,05 545
21,5 61.0 171,5 4,20 460
liiii li lanp.hUupatar ( 800 - 3000 tn *
16.2 69,5 183.0 5,35 525
20,4 59.0 170,5 4.25 600
laneMauparar ( 1500 - 10.000 m
18,6 70,0 177.0 4,45 600
! 8,9 68.0 176,5 4.80 '■K'
32,0 76,0 176,5 4,35 570
Imnur
S|>retthláuparar ( 60-400 m)
12,2 80,0 173,0 4,00 415
20,6 62,0 172,5 4,20 665
miltihla>opari ( 400 - 1500 m)
18,4 »1.5 174,0 3,75 515
þótt ekki sé leyfilegt að draga af þessum
samanburði ákveðnar ályktanir, þar sem
ekki er um sambærilegar aðferðir að ræða,
þá bendir hann frekar til þess, að umræddir
hópar íþróttafólks séu ekki þrekmeiri nú en
fyrir einum og hálfum áratug, og það út af
fyrir sig umhugsunarvert.
Aðrir höfundar (Rowell og fleiri 1964 (8))
hafa þó fundið enn meiri mismun á þessum
tveimur aðferðum, eða allt upp í 30%.
Meðalþrektölur þessara hópa íþrótta-
manna má hins vegar bera saman við nið-
urstöður erlendis frá, þar sem sömu rann-
sóknaraðferðum hefur verið beitt. Norskar
rannsóknir á 13 handknattleiksmönnum
eftir Lars Hermansen (4) frá 1973 gáfu
meðalþrektölu 60 og sænskar rannsóknir á
52 knattspyrnumönnum úr 1. deild eftir G.
Agnevik (1) frá 1970 gáfu meðalþrektölu
58,6. í báðum tilfellum er samanburðurinn
íslendingum óhagstæður, þótt munurinn sé
ekki mikill.
Hæsta þrektala, sem mældist hjá knatt-
spyrnumönnunum var 79,4 hjá 15 ára
dreng. Þetta er jafnframt hæsta þrektala,
sem mæld hefur verið í þessum rannsókn-
um, og er einnig meðal þess besta sem
mælst hefur til þessa í erlendum athugun-
um.
Hæsta þrektala, sem mældist hjá hand-
knattleiksmanni var 62,3 hjá 18 ára pilti.
Niðurstöður um hlaupara eru birtar í
töflu 4.
Á sama hátt og í töflu 3 er birtur hjart-
sláttarhraði þeirra við mesta álag. Séu þær
niðurstöður bornar saman við töflu 3, kem-
ur í ljós, að mesti hjartsláttarhraði hlaupar-
anna er áþekkur minnsta hjartsláttarhraða
hjá hinum íþróttamönnunum. Stafarþetta
væntanlega af betri þrekþjálfun hlaupar-
anna, fremur en því að þeir hafi ekki lagt
jafn mikið að sér og hinir íþróttamennirnir,
en vitað er að mesti hjartsláttarhraði er
lægri hjá vel þjálfuðum mönnum en hjá lítt
þjálfuðum.
Súrefnisneysla hlauparanna er einnig
sýnd í töflu 4, bæði sem heildarneysla (V02
1/min) og sem neysla á hverja einingu lík-
amsþunga (V02 ml/kgxmin). Meðalþrek-
tölur spretthlauparanna eru 56,8, milli-
hlauparanna 63,9, hjá millilanghlaupurun-
um 63,0 og langhlaupurunum 64,1. Af
þessu sést að hæstu gildin mælast hjá lang-
hlaupurum. Erlendar niðurstöður hafa
einnig sýnt þennan mun. T.d. koma eftir-
farandi gildi fram í grein eftir Bengt Saltin
og Per-Olof Ástrand (9) frá 1967 fyrir
hlaupara:
Karlar
1/min ml/kgxmin
3000 m,8 ca.79
800-1500 m,4 ca.75
400 m,9 ca.68
Konur
400-800 m,l ca.56
TAFU :>
alitur fjöioi \ M" V m/l/kr X rán :■ °2 '•■■-.•'■.;:':Kf.:;i . ^ •
u 8 '2,2 ( 1,8-2,7) 56,7 ( 50,6-66,1.) 196,5.( 192-200;
12 ■; 9 2.4 ( 1,8-2,8) :.: 57,5 ( 39,8-68,3) 201,7 .( 192-207-
13 6 2,6 ( 1,9-3,8) 56,2 ( 44,4-66,0) 198,3 ( 11)2-705.)
14 5 3,2 ( 2,5-3,6) 59,5 ( 52,8-65,9) 190.4 ( 184-200, .
15 6 3.5 ( 2.5-4,0) 59,5 ( 47,9-79,4) 196.4 < 197.700.:
1 <> 4 4.1 ( 3,4-5,0) ' 55,5 ( 41,4-65,5) 197.5 ( 182-200)
17 10 3,9 (2.9-4,8) 55.5 ( 45,7-66,0) 190,1 (. 176-205;
18 8 4,0 ( 3,3-4.7) V 58,5 ( 54.9-62,31 .194,5 ( 188-200)
: M9 • 5 3.9 ( 3,5-4,4 ) 56,3 ( 50,4-62.2) 190.9 ( 184-200!
20 6 3.9 ( 3,6-4,81 52.7 (44.1-60,61 184,3 ( 184-196)
?1 '• 11 «,3 ( 3,0-4.9) 56,1 ( 42,5-67.9, 184,8 t 176-200)
/? 9 4,3(4,0-4,81 56,3 ( 51,0-65,4) 191,4 ( 173-200)
7 3 7 4,0 ( 3,6-4 ,4) 50,9 ( 44.0-58,6, 187,7 ( 180-194 :
24 12 4,3 ( 3.6-5.4; ■ 57,4 < 50,2-62,6) :. 187,8 ( 175-205:. !; .
3 4,2 ( 3,9-4,5: 51,3(48,2-56,6) 188.3 ( 1.80-205.
-'/'26"'. 4 4,3 ( 4.1-4.5, 52,7 i 49,9 - 55,3 187.4 i 176-1*2
"• 27 l 4,1 47,5 192,0
f 78 ■: 2 : 4,1 (4.0-4,2, : 53,0 ( 67^,-58,5.;.: .189,0 1.186-192,
30 1 4,0 . . .'50,6. '■ 173,0
•f'i-ai". ’ 4.1 ( 4.3-4.4. 51,8 i 51,4-52,21 181,0 ( 178-184/;
Má af þessum tölum sjá, að íslensku
hlaupararnir hafa allmiklu lægri rneðal-
þrektölu en þeir sænsku hlauparar, sem at-
hugaðir voru fyrir um það bil áratug.
Aðeins 2 hlauparar hafa hærri þrektölu
en 70. Annar þeirra er millihlaupari með
þrektölu 74.9, sem er hæsta þrektala, sem
mældist í þessum hópi og samsvarar vel því
meðalgildi, sem Saltin og Ástrand fengu.
Hinn er ianghlaupari, með þrektöluna 71,7,
en það er töluvert lægra en það meðalgildi,
sem Saltin og Ástrand mældu hjá sænskum
langhlaupurum.
í grein eftir Margaria og fl. (7) frá 1975, er
sýnt fram á samsvörun milli þrektölu og
árangurs í hlaupum. Þar segir að t.d.
hlauparar með þrektöluna 50 geti ekki
vænst þess að hlaupa 10000 m á skemmri
tíma en 44 mínútum. Vilji hlauparar hins
vegar spreyta sig á heimsmetum frá 1969 í
10000 m (28 min 3 sek), 5000 m (13 min 29
sek) eða 1500 m hlaupum (3 min 37 sek)
þurfi þrektalan a.m.k. að ná 74 fyrir 1000 m
hlaupið, 75 fyrir 5000 m hlaupið og 70 fyrir
1500 m hlaupið. Rétt er þó að geta þess, að
góð þrektala táknar ekki endilega góðan
árangur, þar sem tækni í hlaupum. betri
útbúnaður og betri keppnisbrautir hafa
einnig verulega mikið að segja (Saltin og
Ástrand 1967 (9), Costill og fl. 1973 (3)).
Lokaorð
Hér að framan hefir verið gerð grein fyrir
þrekmælingum er ná til 137 íþróttamanna
úr þremur íþróttagreinum og samanburður
gerður við tiltækar sambærilegar athuganir
t nágrannalöndum okkar.
Þær niðurstöður sem hér birtast benda til
þess að nokkuð skorti á að þrekþjálfun
íþróttafólksins, er athugað var, sé í því horfi,
sem æskilegt væri. Einnig sýnir saman-
burður við erlendar rannsóknir. að við
stöndum höllum fæti gagnvart nágrönnum
okkar. Þessar niðurstöður ættu því að verða
Framhald á bls. 93
83