Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 39
tslenska unglingalandsliðið, sem tók
Sl ' þátt í úrslitaképpni í Póllandi ásamt farar-
stjórum og þjálfara. Á myndinni eru frá vinstri: Dr. Youry Ilitchev landsliðsþjálfari.
Lárús Loftsson unglirtgalandsliðsþjálfari, Skúli Rósantsson, ÍRK, Bérgut Heimii
Bergsson, Selfossi, Ingólfur Ingólfsson, Stjornunni, Kristján B. Órgeirsson(,yöls-
ungi og fyriHiði á lelkvelli, Arnór Guðjohnsen, Víkíhg, Háícon Gunnarssón, UJBK,
Hákon Gunnarssoij,
t Hauksson, Þrótti, 1
Unglingakeppni UEFA
Dagana 5.—14. maí s.l. fór fram í
Póllandi úrslitakeppnin í Evrópu-
keppni unglingalandsliða skipuð leik-
mönnum 16—18 ára og voru unglinga-
landslið 16 landa þar mætt til leiks. Var
þetta 31. Evrópukeppnin fyrir þennan
aldursflokk. Meðal þátttakenda voru
íslendingar og þetta 3ja árið í röð og í
5ta sinn síðan 1973 að unglingalandslið
okkar tryggir sér rétt til þátttöku í úr-
slitakeppninni. Óhætt er að fullyrða, að
ekkert Norðurlandanna hefur náð þess-
um árangri og fáar aðrar þjóðir í Evr-
ópu hafa gert betur. Að þessu voru það
t.d. íslendingar einir Norðurlandaþjóð-
anna sem unnu sér rétt til þátttöku, en
Norðmenn léku þar sem gestir og stóðu
sig með miklum ágætum.
Þátttökuliðunum var skipt í 4. fjög-
urra liða riðla og léku íslendingar í C-
riðli ásamt Ungverjum, Júgóslövum og
Belgum. I A riðli léku Skotar, V-Þjóð-
verjar, Portúgalir og ítalir. í B riðli voru
Grikkir, Norðmenn, Hollendingar og
Sovétmenn, en í D riðli léku Spánn,
Pólland, England og Tyrkland.
Á þessari upptalningu sést, að erfitt
er að meta hver riðillinn er sterkastur,
Helgi Daníelsson
skrifar
en víst er um það, að íslendingar voru
þarna í félagsskap sterkustu knatt-
spyrnuþjóða Evrópu.
Það er ekki hægt að gera keppninni
nein tæmandi skil enda var hún of
yfirgripsmikil til þess, en keppnin í
riðlunum var mjög jöfn og spennandi
og í sumum tilfellum varð markatalan.
að skera þar úr.
Skotar unnu A riðilinn, en í B riðli
urðu Sovétmenn yfirburðar sigurveg-
arar, en í C riðli komust Júgóslavar
áfram á hagstæðari markatölu og í D
riðli sigruðu gestgjafarnir, Pólverjar
eftir harða keppni.
Það er ævintýri líkast fyrir okkar
knattspyrnudrengi að fá tækifæri til að
taka þátt í keppni sem þessari. Þar
kynnast þeir og fá að leika gegn jafn-
öldrum sínum frá stórþjóðum, sem eru í
hópi þeirra bestu í heiminum og fá
þannig reynslu sem er þeim ómetanleg.
Þeir fá að sjá og kynnast hvernig slík
keppni er framkvæmd. Það eru gerðar
miklar kröfur til leikmanna, jafnt utan
vallar sem innan.
íslenska unglingalandsliðið vakti
mikla athygli í þessari keppni fyrir
prúðmannlega framkomu, jafnt utan
vallar sem innan og þó sérstaklega fyrir
mikla og drengilega baráttu á leikvell-
inum. Mér er til efs, að nokkurntíma
hafi verið sendur til keppni, hópur sem
var jafn samstilltur í öllu sem gert var.
Það er ástæðulaust, að skrifa ítarlegt
mál um leiki liðsins í þessari keppni.
Úrslita hefur verið getið í fjölmiðlum,
en fyrsti leikurinn fór fram við ágætis
aðstæður 5. maí gegn Ungverjum. Það
vakti athygli, að undir lok fyrri hálfleiks
tóku íslendingar forystuna með marki
In-gólfs Ingólfssonar og það var ekki
fyrr en liðið var á síðari hálfleik, að
Ungverjum tókst að jafna og bæta síðan
tveim öðrum mörkum við, þannig að
við töpuðum leiknum með 1—3. Úrslit
sem við eftir atvikum gátum verið
ánægðir með. Á sama tíma og þessi
leikur fór fram, léku Júgóslavar við
Belga, sem gátu ekki stillt upp nema 8
39