Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 97

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 97
íslandsmótið Framhald af bls. 29 KR of gott lið til þess að detta niður, og að sögn þeirra sem náið hafa fylgst með liðinu að undanfömu, kemur það nú jafnvel enn betur búið undir mót, en verið hefur á undanfömum árum. Þó hafa KR-ingar misst tvo af fastamönn- um sínum í önnur félög, þá Hálfdan Örlygsson sem fór til Vals og Öm Ósk- arsson er flutti aftur út til Vestmanna- eyja. Baráttan um 2. sætið í deildinni verður ugglaust til muna harðari. Haukar hafa verið nærri því að krækja í 1. deildar sæti, og verðskulduðu að sú barátta bæri loksins árangur í sumar. Þór hefur ugglaust mikinn hug á að endurheimta sætið og fleiri lið munu koma við sögu, sennilega Reynir úr Sandgerði og jafnvel nýliðarnir í deild- inni, Reykjavíkurliðið Fylkir sem teflir fram mjög ungu og efnilegu liði. ísfirð- ingar eiga einnig mjög skemmtilegt lið og kunna þeir að blanda sér í baráttuna á toppnum. Á botninum í 2. deild verður örugg- lega einnig mikil barátta, en margir á- líta að það verði Ármenningar, Austra- menn og Völsungar sem heyi þá bar- áttu. Austri er nýtt lið í deildinni, en bæði Ármenningar og Völsungar hafa misst frá sér nokkra af sínum beztu mönnum. 3. deild Þótt minnst athygli beinist ef til vill að 3. deildinni er hún umfangsmest enda keppa þar fjölmörg lið, víðs vegar að af landinu. Næf óhugsandi er að spá neinu um hvaða lið muni koma upp úr deildinni í sumar, nema þá helzt því að líklegt er að Selfyssingar endurheimti sæti sitt í 2. deild, þegar upp verður staðið í haust. Önnur lið sem koma sterklega til greina eru Breiðholtsliðið Fylkir og Garðabæjarliðið Stjarnan, en bæði þesisi lið gjalda þó nábýlis síns við sterkari félög og hefur gangurinn verið sá að þau, sérstaklega þó Stjaman, hafa misst sína beztu menn í önnur félög. Hver verður Framhald af bls. 65 í raðir söluhæstu hljómplatnanna í Skotlandi og færði honum góðar tekjur. Þegar honum og Marinu konu hans fæddist dóttir, var engu líkara en nýtt drottningarbam væri komið í heiminn. Þúsundir aðdáenda Celtic-liðsins biðu fyrir framan heimili þeirra hjóna, eftir fréttum af fæðingunni. Það var sem reiðarslag fyrir aðdá- endur Celtic-liðsins þegar Kenny Dalglish óskaði sjálfur eftir því árið 1975 að verða settur á sölulista hjá fé- laginu, og bar hann þá fyrir sig fjár- hagsástæður. En brátt kom í ljós að unnt var að setja málið niður og gera það fyrir hann sem hann vildi. Þegar Celtic ferðaðist svo, árið 1977, til Asíu og Ástralíu sat Dalglish heima, og bar það fyrir sig að hann væri þreyttur, og hefði mikla þörf fyrir að taka sér gott sumarleyfi. Þá héldu margir að hann yrði seldur frá félaginu, en smátt og smátt hljóðnuðu þær radd- ir. Einmitt vegna þess að öldumar virt- ust hafa lægt, kom það svo mjög á óvart að hann var seldur. Dalglish skrifaði undir samning við Liverpool undir miðnætti eftir leik með Celtic í Dun- fermline, og Skotamir fengu fréttimar í útvarpinu þegar þeir voru að borða morgunverðinn sinn. Segir sagan, að aldrei hafi jafnmargir talað með munninn fullan af mat, og þennan morgun. Dalglish fékk í sinn hlut 10% af upp- hæðinni sem Liverpool greiddi fyrir hann. Sjálfur sagði hann í blaðaviðtöl- um eftir að gengið hafði verið frá samningum, að það hefði ekki verið peningar sem réðu ákvörðun hans, — ég þarfnaðist tilbreytingar, sagði hann, — hjá Celtic gat ég ekki náð lengra. Þótt Dalglish yrði brátt vinur og félagi sam- herja sinna hjá Liverpool kom þó fljótt í ljós að hugur og hjarta var með Celtic og oftast var það fyrsta spumingin sem hann spurði, er hann kom inn í bún- ingsherbergi sitt að loknum leik með Liverpool í vetur, hvemig gengið hefði hjá Celtic. Og oftast fékk Dalglish heldur slæmar fréttir af félögum sínum. Cel- tic-liðið var ekki nema svipur hjá sjón í vetur, miðað við það sem það var í fyrra, þegar Dalglish var allt í öllu hjá því, og mátti raunar þakka fyrir að falla ekki. Var það frábær frammistaða Jó- hannesar Eðvaldssonar, sem öðru fremur bjargaði félaginu frá hrakförum í vetur. Þegar ensku blöðin hafa fjallað um skozku knattspymuna í vetur, og þá einkarlega Celtic-liðið, eru þau nokk- um veginn sammála um að það sem liðið hafi öðru fremur skort hafi verið einn góður sóknarleikmaður. Þar sem enginn hafi komið í stað Kenny Dalg- lish hafi ekki verið von á góðu. Hvemig átti öðru vísi að fara, spurðu blöðin. Ef þú átt 10 Jaguar-bifreiðir og einn Roll-Royce og selur Rollsinn, þá er ekkert eftir sem gerir þig sérstakan, sögðu blöðin! Notthingam Forest Framhald af bls. 87 vetur, eftir því við hvem Notthingham var að spila. Shilton er stjarnan Notthingham Forest hefur ekki yfir mörgum stjömuleikmönnum að ráða. Helzta skrautfjöður liðsins er tvímæla- laust markvörðurinn Peter Shilton, en sem fyrr segir keypti Clough hann frá Stoke í fyrrahaust fyrir 275.000 pund, og er það hærri upphæð en greidd hefur verið áður fyrir markvörðu í ensku knattspyrnunni. Peter Shilton sýndi strax í fyrsta leik sínum með Notthing- ham Forest að hann var mikils virði. Þá lék Forest við West Ham, sem „átti“ leikinn eins og það er kallað á knatt- spymumáli. En það var sama hversu góð tækifæri West Ham fékk í leiknum, Shilton varði allt sem að markinu kom og leiknum lyktaði með jafntefli 0-0. Og oftsinnis í vetur mátti lesa þær um- ' sagnir í brezku blöðunum að eini mun- urinn á liði Notthingham Forest og andstæðingum þess væri sá að Forest hefði Shilton í markinu - og það er raunar mikill munur, sögðu þau. Peter Shilton var aðeins 16 ára að aldri þegar hann lék sinn fyrsta leik í 1. deildinni, þá með Leicester gegn Ever- ton á Filbert Street. Segir það sýna sögu um þá tröllatrú sem forráðamenn Leicesterliðsins höfðu á þessum unga markverði sínum að þeir hikuðu ekki við að selja aðalmarkvörð sinn, lands- liðsmanninn Gordon Banks til Stoke árið eftir. Peter Shilton lék svo sinn fyrsta leik með enska landsliðinu 25. nóvember 1970, og var mótherjinn þá Austur-Þýzkaland. Síðan hefur hann verið fastamaður í enska landsliðinu, svo fremi að veikindi eða meiðsli hafa ekki hindrað hann í að leika. 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.