Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 8
Útilíf — ferðalög
Hólminum.“ í Setbergsannál frá 1702
segir að tveir þjófar hafi verið hengdir í
Gullbringusýslu og í Mælifellsannál frá
sama ári er frá því greint að þrír þjófar
hafi verið hengdir á Suðurnesjum.
Skarðsannáll frá 1635 greinir frá því að
2 menn hafi verið hengdir í Gull-
bringusýslu. „voru það þjófar“ og
Kjósarannáll frá 1634 greinir frá því að
þjófur hafi verið hengdur að Bessa-
stöðum. Hafa verið færð fyrir því rök að
allir þessir menn hafi verið teknir af lífi
í Gálgaklettum.
I klettagjótu austan í Gálgaklettum
eru miklar grjóthrúgur og er talið að
þar muni sakamennirnir hafa verið
dysjaðir. Er sagt, að þar hafi lengi sézt á
mannabein, en ekki mun það hafa verið
kannað hvort þarna er raunverulega
um dys að ræða. Hefur staðurinn
breytzt nokkuð á undanförnum ára-
tugum, og því óvíst hvort nokkuð
finndist þótt leitað væri.
í Arnarnesinu, fyrir sunnan voginn
voru einnig dysjar og er sagt að þar hafi
verið dysjaður maður sá er síðar gekk
aftur og varð kunnur draugur á Álfta-
nesi. Var draugur þessi heitinn eftir
Þorgarði þeim er varð Þorleifi jarla-
skáldi að bana á Þingvöllum, af því að
hann þótti álíka illur andi. Voru dysj-
arnar í Arnarnesi oft kallaðar Þor-
garðs-dysjar.
Þótt Gálgahraunið hafi að geyma
heldur ömurlegan þátt í íslandssög-
unni, er víst, að fá svæði innan Reykja-
vikursvæðisins bjóða upp á eins mikla
og sérstæða náttúrufegurð og þetta
svæði. Svæði þetta er þó fáum kunnugt,
og má vera að það ráðist af því hversu
ógreitt það er yfirferðar. Skammt frá
Gálgahrauninu hefur þjóðleiðin út á
Álftanes legið, og er hún mörkuð á
landabréf Björns Gunnlaugssonar.
Hefur leið þessi legið meðfram Arnar-
nesvoginum að sunnan, og hefur verið
mjög fjölfarin, þar sem margir áttu leið
út á Álftanesið, ekki sízt til þess að
sækja þangað skreið.
Ekki er langt síðan að menn höfðu
ýmsar nytjar af Gálgahrauni og svæð-
inu kringum það. í hrauninu er mikill
gróður og meðan búskapur var stund-
aður að ráði í Garðahreppi og Hafnar-
firði þótti beit þar góð, einkum í þeim
hluta hraunsins sem kallaður eru
Klettar. Gat fé gengið þar að mestu
sjálfala, þar sem fjörubeit var einnig
mikil.
Þangnytjar voru einnig miklar á
þessu svæði, allt fram á þessa öld.
Mikinn marhálm rak þarna á land,
aðallega úr Lambúsafjöru og var hann
þurrkaður og síðan notaður sem ein-
angrun í hús. Stunduðu bændur það
sem hlunnindi að safna marhálmi og
selja hann til Hafnarfjarðar og Reykja-
víkur. Var hálmurinn fluttur þangað á
hestum í svo stórum sátum að þær
huldu að mestu hestana, enda hálmur-
inn mjög léttur í sér. Á öðrum áratug
þessarar aldar var hálmvinnsla þessi
aflögð, bæði af því að þá voru komin á
markaðinn önnur einangrunarefni, og
eins vegna þess að hálmreki minnkaði
til mikilla muna.
Milli Arnarnesvogs og Lambhúsa-
tjarnar skerst lítið nes fram. Heitir það
Eskineseyri. Má þar sjá merki fram-
kvæmda, litla hlaðna tóft. Á tóft þessi
sér þá sögu að séra Þórarinn Böðvars-
son að Görðum hafði ætlað sér að
koma upp æðarvarpi á Eskineseyrum,
en þarna skammt frá var mikið æðar-
varp í Bessastaðalandi. Lét hann byggja
kofa þarna og fluttust þangað karl og
kona, sem áttu að hafa umsjón með
æðarvarpinu. Höfðu þau með sér
nokkur hænsni sem áttu að lokka
æðarfuglinn að. Þessi tilraun séra Þór-
arins mun lítinn árangur borið og
mannabyggð í nágrenni gálgahrauns
því aðeins staðið í stuttan tíma.
FRJÁLS Vettvangur viðskipta
VERZLUN og athafnalíís.
8