Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 66
Argentina'78
Teofilio Cubillas (Perú)
Aðalstjama liðs Perú í heimsmeist-
arakeppninni í Argentínu er tví-
mælalaust hinn 27 ára Teofilo
Cubillas. Hann lék með Perú-búum í
keppninni 1970 og átti þá mestan þátt
í því að þeir komust í átta liða úrslit
keppninnar. Sagt var að andstæðing-
ar Perú í þeirri keppni hefðu van-
metið liðið, en víst er að svo verður
ekki að þessu sinni. I keppninni 1970
skoraði Cubillas stórkostlegt mark í
fyrsta leik Perúbúa sem var við lið
Búlgaríu, síðan gerði hann tvö mörk í
leik liðs síns við Marokkó og eitt mark
er Perú tapaði naumlega fyrir Brasilíu
í átta-liða úrslitunum. I keppninni
meiddist Cubillas og hefur hann æ
síðan átt við þau meiðsli að stríða.
1973 flutti hann til Evrópu og gerðist
atvinnumaður með liði Basel í Sviss,
en þar kunni hann ekki við sig og
flutti til Portúgal, þar sem hann hóf
að leika með liði Porto. 1976 hætti
hann svo atvinnumennsku í Evrópu
og flutti til heimalands síns, gagngert
til þess að aðstoða þjálfara landsliðs
Perú við undirbúninginn fyrir heims-
meistarakeppnina.
Andras Torocsik (Ungverja-
landi)
Daginn sem ungverska landsliðið
átti að leggja af stað til Argentínu hélt
Andras Torocsik upp á 23. afmælis-
daginn sinn, og sagði hann þá, að
bezta hugsanlega afmælisgjöfin sín
væri sú, að Ungverjar næðu langt í
heimsmeistarakeppninni að þessu
sinni. Torocsik hefur allan sinn feril
leikið með einu bezta knattspymuliði
Ungverjalands, Ujpest Dozsa, en það
lið er frægt fyrir hversu góða mið-
vallarleikmenn það hefur átt í langan
tíma. Segist Torocsik hafa notið góðs
af reynslu og þekkingu þeirra, og það
sé fremur þeim að þakka en sér
hversu góður knattspyrnumaður
hann er orðinn. Bætti hann síðan við
að hann vonaðist eftir því að miðju-
tríóið í ungverska liðinu léti ekki
merkið niður falla í Argentínu, en auk
hans eru í því, tveir frábærir leik-
menn: Tibor Nyilasi og Bela Varadi.
Ronnie Hellström (Svíþjóð)
Ronnie Hellström var talinn einn
af beztu markvörðunum í heims-
meistarakeppninni 1974, og var hon-
um öðrum fremur þakkað hvað Svíar
náðu þar góðum árangri. Eftir
keppnina gerðist hann atvinnumaður
með vestur-þýzka liðinu Kaiserslaut-
ern og hefur leikið með því æ síðan.
Fyrir keppnina 1974 lék Hellström
með 1. deildarliðinu Hammarby í
Svíþjóð, og vann jafnframt í fata-
verzlun. Hann var hins vegar mjög
metnaðargjam og hafði lengi beðið
eftir tækifæri að gerast atvinnumaður
þegar það loks bauðst. Hellström
hefur staðið sig mjög vel í hinum
harða heimi atvinnuknattspyrnunnar
í Vestur-Þýzkalandi, og nær jafnan
sínum beztu leikjum, þegar mest við
liggur. Segja þeir sem með honum
hafa fylgst að hann sé nú enn öruggari
og betri markvörður en hann var
1974, og því er spáð að erfitt verði að
skora hjá honum í keppninni í
Argentínu.
Roberto Rivelino (Brasilíu)
Rivelino sem nú er 32 ára að aldri,
verður væntanlega fyrirliði brasilíska
landsliðsins í keppninni í Argentínu.
Hann hefur gífurlega reynslu og hef-
ur leikið 109 landsleiki, samkvæmt
tölum Brasilíumanna. Hann var í
landsliði Brasilíumanna sem vann
heimsmeistaratitilinn 1970, og einnig
með í keppninni 1974. Upphaflega
lék hann á vinstri kanti hjá Brasilíu-
mönnunum, en hefur nú fært sig aftur
og leikur tengilið. Frægur er Rivelino
fyrir að hafa skorað mark 3 sekúnd-
um eftir að leikur hófst. Það gerðist í
leik félagsliða og skoraði Rivelino úr
upphafsspymu leiksins, beint frá
miðju, þar sem markvörður andstæð-
inganna hafði hætt sér langt út í víta-
teiginn og var þar að leggja samherja
sínum lífsreglurnar. Rivelino hefur
lengst af leikið með brasilíska liðinu
Sao Paolo, en eftir heimsmeistara-
keppnina nú mun hann ganga til liðs
við Fluminense of Rio. Kaus hann
það heldur en að taka tilboði sem
bandaríska liðið New York Cosmos
hafði gert honum, sem var þó langt-
um hærra.
66